Sjóður í Abú Dabí með 1,8 milljarða eignarhlut í Íslandsbanka Jakob Bjarnar skrifar 25. júní 2021 14:53 Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, og Birna Einarsdóttir bankastjóri þegar Íslandsbanki var skráður á markað í Kauphöllinni. Salan hefur sætt mikilli og harðri gagnrýni á þeim forsendum að bréfin hafi farið á undirverði sem um munar. Vísir/Arnar Hjónin Bogi Þór Siguroddsson og Linda Björk Ólafsdóttir virðast stærstu einkafjárfestarnir í bankanum með 0,2% hlut í gegnum félögin Bóksal ehf. og AKSO ehf, sem heldur utan um rekstur Fagkaupa. Þetta kemur fram í nýrri frétt Viðskiptablaðsins en blaðið hefur komist yfir nýjan hluthafalista. Markaðsvirði hlutarins nemur hátt í 400 milljónum króna. Samkvæmt téðum lista á hlutafélagið Al Mehwar Commercial Investments LLC 18 milljónir hluti eða 0,9% af hlutafé Íslandsbanka. „Markaðsvirði hlutarins er rúmlega 1,8 milljarðar króna miðað við núverandi hlutabréfagengi Íslandsbanka. Félagið var ekki á lista yfir stærstu hluthafa Íslandsbanka að loknu útboðinu sem birtur var á miðvikudaginn og því má gera ráð fyrir að sjóðurinn hafi keypt bréfin að mestu eða öllu leyti eftir útboðið.“ Keyptu og seldu viku síðar með miklum hagnaði Viðskiptablaðið greindi frá því í gær að stórir erlendir fjárfestingasjóði hafi sumir hverjir þegar selt flesta eða alla þá hluti sem þeir keyptu í Íslandsbanka fyrir viku með ríflegri ávöxtun. Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans hefur ritað grein um þennan einn stærsta fjármálagjörning Íslandssögunnar og segir þar um ævintýralega tilfærslu fjármuna á eignum almennings til þeirra sem betur mega sín. Fyrir liggur sem óyggjandi staðreynd að hlutabréf í bankanum voru seldir af hálfu ríkisins á undirverði sem um munaði. Að sögn Þórðar Snæs er 35 prósent hlutur í Íslandsbanka, sem er að uppistöðu nánast eins og Arion banki nema aðeins stærri, var seldur á verði sem er 34 prósent undir markaðsvirði Arion banka. Engar vitrænar skýringar hafa verið gefnar á þessu: „Sá sem keypti fyrir milljón krónur gat selt þann hlut með 250 þúsund króna hagnaði viku síðar. Miðað við fjölda viðskipta fyrstu tvo daganna eftir skráningu Íslandsbanka á markað þá seldu margir úr þessum hópi strax. Þeir keyptu eign af ríkinu, héldu á henni í viku, og tóku svo út 20-25 prósent ávöxtun,“ skrifar Þórður Snær og segir að fyrir þessa uppstillingu hafi ríkissjóður og ríkisbankinn greitt nokkrum erlendum fjárfestingabönkum, íslenskum bönkum og fjármálasjoppum rúma tvo milljarða króna í þóknanir. Fjárfestingar furstadæmisins Að sögn Viðskiptablaðsins virðist sem Al Mehwar falli undir eitt ríkisfjárfestingafélaga furstadæmisins Abú Dabí, Abu Dhabi Investment Council (ADIC) en stjórnarformaður Al Mehwar, Mohammed Ali Al Shaheri, er einn æðsti stjórnandi ADIC og skrifstofur félaganna eru skráðar í sömu byggingu. ADIC var stofnað árið 2007 af ADIA, þriðja stærsta þjóðarsjóði heims, til að fjárfesta „umfram fjármagni“ furstadæmisins í alþjóðlega dreift eignasafn, samkvæmt heimasíðu fjárfestingarfélagsins. „Ein stærsta eign félagsins er First Abu Dhabi Bank, stærsti banki Sameinuðu arabísku furstadæmanna (UAE) en auk þess á það í þremur öðrum bönkum þar í landi. Ein frægasta fjárfesting ADIC kom árið þegar sjóðurinn keypti 90% í Chrysler byggingunni í New York á 800 milljónir dala. Sjóðurinn seldi svo bygginguna árið 2019 fyrir einungis 150 milljónir dala,“ segir í Viðskiptablaðinu. Íslandsbanki er kominn á markað og sitt sýnist hverjum um þann gjörning.Vísir/Vilhelm Aðrir erlendir fjárfestar sem komu ekki fram á listanum yfir tuttugu stærstu hluthafa Íslandsbanka í kjölfar útboðsins er SEI Institutional með 0,34% hlut. Einnig er Arbiter Partners með 0,13% hlut. Að sögn blaðamanna Viðskiptablaðsins liggur ekki fyrir hvort umræddir fjárfestar fengu úthlutað hlutunum í hlutafjárútboðinu eða hvort þeir hafi átt viðskipti í kjölfarið. Bogi Þór, Linda Björk og Reynir Grétarsson umfangsmikil „Þá virðast hjónin Bogi Þór Siguroddsson og Linda Björk Ólafsdóttir vera orðin stærstu einkafjárfestarnir í bankanum með 0,2% hlut í gegnum félögin Bóksal ehf. og AKSO ehf, sem heldur utan um rekstur Fagkaupa. Markaðsvirði hlutarins nemur hátt í 400 milljónir króna,“ segir ennfremur í frétt Viðskiptablaðsins. Annað nafn sem blaðamenn Viðskiptablaðsins ráku augu í er Reynir Grétarsson sem er stofnandi Creditinfo. Hann „á um 0,05% hlut í Íslandsbanka, jafnvirði tæplega hundrað milljónum króna, í gegnum félagið InfoCapital ehf. Reynir keypti fyrr í ár 0,5% hlut í Arion Banka fyrir um milljarð króna í apríl síðastliðnum.“ Eins og Vísir hefur greint frá hafa ýmsir gagnrýnt sölu á bankanum harðlega svo sem Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata og Gunnar Smári Egilsson leiðtogi Sósíalistaflokks Íslands. Salan á Íslandsbanka Kauphöllin Tengdar fréttir Díll aldarinnar fyrir þá sem keyptu Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, furðar sig á því hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka. 23. júní 2021 16:25 Sjáðu listann yfir stærstu hluthafa Íslandsbanka Íslandsbanki hefur birt lista yfir stærstu hluthafa bankans, eftir hlutafjárútboð sem lauk þann 15. júní síðastliðinn. Hlutabréf Íslandsbanka voru tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland í gær. 23. júní 2021 09:56 Salan á Íslandsbanka: Segir Bjarna hafa deilt út eignum fjöldans til hinna ríku Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir söluna á Íslandsbanka grímulaust rán á eignum almennings. Í boð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. 23. júní 2021 11:35 Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri frétt Viðskiptablaðsins en blaðið hefur komist yfir nýjan hluthafalista. Markaðsvirði hlutarins nemur hátt í 400 milljónum króna. Samkvæmt téðum lista á hlutafélagið Al Mehwar Commercial Investments LLC 18 milljónir hluti eða 0,9% af hlutafé Íslandsbanka. „Markaðsvirði hlutarins er rúmlega 1,8 milljarðar króna miðað við núverandi hlutabréfagengi Íslandsbanka. Félagið var ekki á lista yfir stærstu hluthafa Íslandsbanka að loknu útboðinu sem birtur var á miðvikudaginn og því má gera ráð fyrir að sjóðurinn hafi keypt bréfin að mestu eða öllu leyti eftir útboðið.“ Keyptu og seldu viku síðar með miklum hagnaði Viðskiptablaðið greindi frá því í gær að stórir erlendir fjárfestingasjóði hafi sumir hverjir þegar selt flesta eða alla þá hluti sem þeir keyptu í Íslandsbanka fyrir viku með ríflegri ávöxtun. Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans hefur ritað grein um þennan einn stærsta fjármálagjörning Íslandssögunnar og segir þar um ævintýralega tilfærslu fjármuna á eignum almennings til þeirra sem betur mega sín. Fyrir liggur sem óyggjandi staðreynd að hlutabréf í bankanum voru seldir af hálfu ríkisins á undirverði sem um munaði. Að sögn Þórðar Snæs er 35 prósent hlutur í Íslandsbanka, sem er að uppistöðu nánast eins og Arion banki nema aðeins stærri, var seldur á verði sem er 34 prósent undir markaðsvirði Arion banka. Engar vitrænar skýringar hafa verið gefnar á þessu: „Sá sem keypti fyrir milljón krónur gat selt þann hlut með 250 þúsund króna hagnaði viku síðar. Miðað við fjölda viðskipta fyrstu tvo daganna eftir skráningu Íslandsbanka á markað þá seldu margir úr þessum hópi strax. Þeir keyptu eign af ríkinu, héldu á henni í viku, og tóku svo út 20-25 prósent ávöxtun,“ skrifar Þórður Snær og segir að fyrir þessa uppstillingu hafi ríkissjóður og ríkisbankinn greitt nokkrum erlendum fjárfestingabönkum, íslenskum bönkum og fjármálasjoppum rúma tvo milljarða króna í þóknanir. Fjárfestingar furstadæmisins Að sögn Viðskiptablaðsins virðist sem Al Mehwar falli undir eitt ríkisfjárfestingafélaga furstadæmisins Abú Dabí, Abu Dhabi Investment Council (ADIC) en stjórnarformaður Al Mehwar, Mohammed Ali Al Shaheri, er einn æðsti stjórnandi ADIC og skrifstofur félaganna eru skráðar í sömu byggingu. ADIC var stofnað árið 2007 af ADIA, þriðja stærsta þjóðarsjóði heims, til að fjárfesta „umfram fjármagni“ furstadæmisins í alþjóðlega dreift eignasafn, samkvæmt heimasíðu fjárfestingarfélagsins. „Ein stærsta eign félagsins er First Abu Dhabi Bank, stærsti banki Sameinuðu arabísku furstadæmanna (UAE) en auk þess á það í þremur öðrum bönkum þar í landi. Ein frægasta fjárfesting ADIC kom árið þegar sjóðurinn keypti 90% í Chrysler byggingunni í New York á 800 milljónir dala. Sjóðurinn seldi svo bygginguna árið 2019 fyrir einungis 150 milljónir dala,“ segir í Viðskiptablaðinu. Íslandsbanki er kominn á markað og sitt sýnist hverjum um þann gjörning.Vísir/Vilhelm Aðrir erlendir fjárfestar sem komu ekki fram á listanum yfir tuttugu stærstu hluthafa Íslandsbanka í kjölfar útboðsins er SEI Institutional með 0,34% hlut. Einnig er Arbiter Partners með 0,13% hlut. Að sögn blaðamanna Viðskiptablaðsins liggur ekki fyrir hvort umræddir fjárfestar fengu úthlutað hlutunum í hlutafjárútboðinu eða hvort þeir hafi átt viðskipti í kjölfarið. Bogi Þór, Linda Björk og Reynir Grétarsson umfangsmikil „Þá virðast hjónin Bogi Þór Siguroddsson og Linda Björk Ólafsdóttir vera orðin stærstu einkafjárfestarnir í bankanum með 0,2% hlut í gegnum félögin Bóksal ehf. og AKSO ehf, sem heldur utan um rekstur Fagkaupa. Markaðsvirði hlutarins nemur hátt í 400 milljónir króna,“ segir ennfremur í frétt Viðskiptablaðsins. Annað nafn sem blaðamenn Viðskiptablaðsins ráku augu í er Reynir Grétarsson sem er stofnandi Creditinfo. Hann „á um 0,05% hlut í Íslandsbanka, jafnvirði tæplega hundrað milljónum króna, í gegnum félagið InfoCapital ehf. Reynir keypti fyrr í ár 0,5% hlut í Arion Banka fyrir um milljarð króna í apríl síðastliðnum.“ Eins og Vísir hefur greint frá hafa ýmsir gagnrýnt sölu á bankanum harðlega svo sem Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata og Gunnar Smári Egilsson leiðtogi Sósíalistaflokks Íslands.
Salan á Íslandsbanka Kauphöllin Tengdar fréttir Díll aldarinnar fyrir þá sem keyptu Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, furðar sig á því hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka. 23. júní 2021 16:25 Sjáðu listann yfir stærstu hluthafa Íslandsbanka Íslandsbanki hefur birt lista yfir stærstu hluthafa bankans, eftir hlutafjárútboð sem lauk þann 15. júní síðastliðinn. Hlutabréf Íslandsbanka voru tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland í gær. 23. júní 2021 09:56 Salan á Íslandsbanka: Segir Bjarna hafa deilt út eignum fjöldans til hinna ríku Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir söluna á Íslandsbanka grímulaust rán á eignum almennings. Í boð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. 23. júní 2021 11:35 Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Díll aldarinnar fyrir þá sem keyptu Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, furðar sig á því hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka. 23. júní 2021 16:25
Sjáðu listann yfir stærstu hluthafa Íslandsbanka Íslandsbanki hefur birt lista yfir stærstu hluthafa bankans, eftir hlutafjárútboð sem lauk þann 15. júní síðastliðinn. Hlutabréf Íslandsbanka voru tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland í gær. 23. júní 2021 09:56
Salan á Íslandsbanka: Segir Bjarna hafa deilt út eignum fjöldans til hinna ríku Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir söluna á Íslandsbanka grímulaust rán á eignum almennings. Í boð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. 23. júní 2021 11:35