Ég er framapotari Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar 25. júní 2021 14:00 Stjórnmálin eru ekki alltaf tekin út með sældinni. Eins og gjarnan er raunin á umræðan það til að verða sérstaklega óvægin í garð kvenna. Nærtækt er að fylgjast með fyrirmyndum á borð við Áslaugu Örnu og Þórdísi Kolbrúnu, sem mega þola uppnefni og svívirðingar nánast daglega vegna stjórnmálaþátttöku sinnar. Á sama tíma er aðdáunarvert að sjá hvernig þær láta engan bilbug á sér finna og sækja fram, þó orðræðan haldi stöðugt áfram. Nýjasta dæmið um slíka orðræðu kom úr óvæntri átt. Þegar lögreglan heimsótti listasýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessukvöld hitti hún þar fyrir gesti og gangandi, eins og víðar í verslunum miðborgarinnar. Af upptökum úr búkmyndavélum lögreglumannanna, sem urðu opinberar á dögunum, má hins vegar ráða að tvær ungar konur hafi farið sérstaklega í taugarnar á laganna vörðum. Ástæðan var þátttaka kvennanna í stjórnmálastarfi. Þannig er því lýst í samtali tveggja lögregluþjóna, þar sem rætt var að skrifa ýkta fréttatilkynningu um heimsóknina: A: „Hvernig yrði fréttatilkynningin… 40 manna einkasamkvæmi og þjóðþekktir einstaklingar…, er það of mikið eða?“. B: „Ekki fyrir mig, ég myndi lesa það…“. „Ég þekkti tvær stelpur þarna uppi og þær eru báðar sjálfstæðis… svona… framapotarar eða þú veist“. Í upptökunum, sem komu að vísu seint fram á sjónarsviðið þar sem lögreglan afmáði og breytti sönnunargögnum, má greina algengan tón. Konur skulu þola uppnefni og háðsglósur fyrir það eitt að voga sér inn á vettvang stjórnmálanna. Kerlingar, puntudúkkur eða Sjálfstæðis-framapotandi stelpur. Skilaboðin eru alltaf þau sömu. Sterkasta svarið felst í að standa einfaldlega óhaggaðar, láta hávaðann sem vind um eyru þjóta og leyfa tröllunum að verða að steini, hægt og rólega. Höfundur er frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og framapotari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Suðurkjördæmi Ingveldur Anna Sigurðardóttir Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmálin eru ekki alltaf tekin út með sældinni. Eins og gjarnan er raunin á umræðan það til að verða sérstaklega óvægin í garð kvenna. Nærtækt er að fylgjast með fyrirmyndum á borð við Áslaugu Örnu og Þórdísi Kolbrúnu, sem mega þola uppnefni og svívirðingar nánast daglega vegna stjórnmálaþátttöku sinnar. Á sama tíma er aðdáunarvert að sjá hvernig þær láta engan bilbug á sér finna og sækja fram, þó orðræðan haldi stöðugt áfram. Nýjasta dæmið um slíka orðræðu kom úr óvæntri átt. Þegar lögreglan heimsótti listasýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessukvöld hitti hún þar fyrir gesti og gangandi, eins og víðar í verslunum miðborgarinnar. Af upptökum úr búkmyndavélum lögreglumannanna, sem urðu opinberar á dögunum, má hins vegar ráða að tvær ungar konur hafi farið sérstaklega í taugarnar á laganna vörðum. Ástæðan var þátttaka kvennanna í stjórnmálastarfi. Þannig er því lýst í samtali tveggja lögregluþjóna, þar sem rætt var að skrifa ýkta fréttatilkynningu um heimsóknina: A: „Hvernig yrði fréttatilkynningin… 40 manna einkasamkvæmi og þjóðþekktir einstaklingar…, er það of mikið eða?“. B: „Ekki fyrir mig, ég myndi lesa það…“. „Ég þekkti tvær stelpur þarna uppi og þær eru báðar sjálfstæðis… svona… framapotarar eða þú veist“. Í upptökunum, sem komu að vísu seint fram á sjónarsviðið þar sem lögreglan afmáði og breytti sönnunargögnum, má greina algengan tón. Konur skulu þola uppnefni og háðsglósur fyrir það eitt að voga sér inn á vettvang stjórnmálanna. Kerlingar, puntudúkkur eða Sjálfstæðis-framapotandi stelpur. Skilaboðin eru alltaf þau sömu. Sterkasta svarið felst í að standa einfaldlega óhaggaðar, láta hávaðann sem vind um eyru þjóta og leyfa tröllunum að verða að steini, hægt og rólega. Höfundur er frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og framapotari.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun