Fýlupúkafélagið í Sjálfstæðisflokknum safnar vopnum sínum Jakob Bjarnar skrifar 25. júní 2021 10:14 Brynjar skorar á Harald að flytja ekki að heiman. vísir/vilhelm Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins gaf það út í gær að hann væri hættur við að hætta í pólitíkinni. Hann skorar nú á Harald Benediktsson þingmann félaga sinn í flokknum að gera slíkt hið sama. Haraldur Benediktsson sagði í prófkjörsbaráttu að ef hann myndi ekki hreppa oddvitasætið myndi hann segja þetta gott. Sú varð reyndin, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir lagði hann næsta léttilega í prófkjöri flokksins í Norðvesturkjördæmi. En í kjölfarið komu vöflur á Harald, að hann hafi nú kannski ekki sagt þetta og nú vill Brynjar leggja sitt af mörkum til að losa hann úr klípunni. Mikill fögnuður braust út á síðu Brynjars í gær þegar fyrir lá að hann ætlaði sér að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins og í gamansamri Facebook-færslu sem Brynjar birti nú í morgun segir Brynjar að Haraldur sé undir feldi, líkt og hann sjálfur var, en það sé minkafeldur í tilfelli Haralds. Kraftmikill dugnaðarforkur „Þótt ég skilji mjög vel afstöðu Haraldar vil ég hvetja hann til þess að taka sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvestur kjördæmi,“ segir Brynjar og tekur svo til við að tíunda kosti Haralds. Þeir hafi nú starfað saman á þingi í átta ár og fullyrða megi að hann sé einhver öflugasti þingmaður þjóðarinnar. „Þótt hann sé miðaldra karl og bóndi að auki. Hann er kraftmikill dugnaðarforkur sem hefur leitt mörg að mestu framfararmálum síðustu ára, ekki bara í eigin kjördæmi heldur um landið allt. Vandamálið með Harald er að hann er full hógvær og tranar sér ekki nægilega fram.“ Og þá telur Brynjar vert taka af öll tvímæli um að Haraldur sé leiðindaskarfur, því það er hann ekki. „Þótt Haraldur sé nú um stundir formaður fýlupúkafélagsins er hann bráðskemmtilegur maður og fyndinn á sinn lúmska hátt. Það er engin hætta á að hann drepi mann úr leiðindum.“ Íhaldsöflin vilja nú brjóta odd af oflæti sínu Brynjar, sem fær mikil og jákvæð viðbrögð við þessari hvatningu sinni til Haralds, að hann fari nú ekki að heiman, segir að á þing þurfi að vera fleiri sem hafi víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og hafi notið trausts til ýmissa mikilvægra trúnaðarstarfa. „Nóg er af þingmönnum sem varla hafa verið þátttakendur í atvinnulífinu og aldrei séð VASK skýrslu hvað þá fyllt slíka skýrslu út. Ég veit að Soffía frænka vill að Haraldur haldi áfram í stjórnmálum og ég veit líka að hann vill ekki fá hana í heimsókn á Vestri-Reyni með sópinn.“ Meta má það svo að íhaldssöm öfl hafi orðið undir í Sjálfstæðisflokknum og óttast ýmsir að þau muni leita til Miðflokksins. Þannig hlýtur það að vera léttir fyrir flokksforystuna ef sá hópur ætlar að brjóta odd af oflæti sínu og fara ekki í fússi. Þá má einnig túlka niðurstöður prófkjöranna þannig að um flokkinn hafi farið einskonar kvenfrelsisbylgja en konur innan flokksins brugðust einmitt mjög hart við ummælum Haralds um að hann myndi hætta ef hann væri ekki oddviti og túlkuðu það sem hótun. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Haraldur segist reka öðruvísi pólitík en Þórdís Kolbrún Haraldur Benediktsson er þungt hugsi þessa dagana yfir því hvort hann þiggi annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, en í því hafnaði hann í prófkjöri flokksins um helgina. 22. júní 2021 13:00 Þórdís þakklát fyrir traustið og Haraldur hvattur til að þiggja sætið „Þetta er afgerandi traust og yfirlýsingu frá fólkinu í kjördæminu. Ég er auðvitað afskaplega þakklát fyrir það,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. „Þetta er breiður stuðningur og mikill, sem ég fann alveg fyrir en samt leyfði ég mér að dreyma um svona niðurstöðu en þorði ekki að búast við henni.“ 20. júní 2021 18:30 „Getur Haraldur Benediktsson ekki keppt við konu án hótana?“ Yfirlýsingar Haralds Benediktssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í dag hafa vægast sagt farið öfugt ofan í margar samflokkskonur hans. 15. júní 2021 22:40 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira
Haraldur Benediktsson sagði í prófkjörsbaráttu að ef hann myndi ekki hreppa oddvitasætið myndi hann segja þetta gott. Sú varð reyndin, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir lagði hann næsta léttilega í prófkjöri flokksins í Norðvesturkjördæmi. En í kjölfarið komu vöflur á Harald, að hann hafi nú kannski ekki sagt þetta og nú vill Brynjar leggja sitt af mörkum til að losa hann úr klípunni. Mikill fögnuður braust út á síðu Brynjars í gær þegar fyrir lá að hann ætlaði sér að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins og í gamansamri Facebook-færslu sem Brynjar birti nú í morgun segir Brynjar að Haraldur sé undir feldi, líkt og hann sjálfur var, en það sé minkafeldur í tilfelli Haralds. Kraftmikill dugnaðarforkur „Þótt ég skilji mjög vel afstöðu Haraldar vil ég hvetja hann til þess að taka sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvestur kjördæmi,“ segir Brynjar og tekur svo til við að tíunda kosti Haralds. Þeir hafi nú starfað saman á þingi í átta ár og fullyrða megi að hann sé einhver öflugasti þingmaður þjóðarinnar. „Þótt hann sé miðaldra karl og bóndi að auki. Hann er kraftmikill dugnaðarforkur sem hefur leitt mörg að mestu framfararmálum síðustu ára, ekki bara í eigin kjördæmi heldur um landið allt. Vandamálið með Harald er að hann er full hógvær og tranar sér ekki nægilega fram.“ Og þá telur Brynjar vert taka af öll tvímæli um að Haraldur sé leiðindaskarfur, því það er hann ekki. „Þótt Haraldur sé nú um stundir formaður fýlupúkafélagsins er hann bráðskemmtilegur maður og fyndinn á sinn lúmska hátt. Það er engin hætta á að hann drepi mann úr leiðindum.“ Íhaldsöflin vilja nú brjóta odd af oflæti sínu Brynjar, sem fær mikil og jákvæð viðbrögð við þessari hvatningu sinni til Haralds, að hann fari nú ekki að heiman, segir að á þing þurfi að vera fleiri sem hafi víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og hafi notið trausts til ýmissa mikilvægra trúnaðarstarfa. „Nóg er af þingmönnum sem varla hafa verið þátttakendur í atvinnulífinu og aldrei séð VASK skýrslu hvað þá fyllt slíka skýrslu út. Ég veit að Soffía frænka vill að Haraldur haldi áfram í stjórnmálum og ég veit líka að hann vill ekki fá hana í heimsókn á Vestri-Reyni með sópinn.“ Meta má það svo að íhaldssöm öfl hafi orðið undir í Sjálfstæðisflokknum og óttast ýmsir að þau muni leita til Miðflokksins. Þannig hlýtur það að vera léttir fyrir flokksforystuna ef sá hópur ætlar að brjóta odd af oflæti sínu og fara ekki í fússi. Þá má einnig túlka niðurstöður prófkjöranna þannig að um flokkinn hafi farið einskonar kvenfrelsisbylgja en konur innan flokksins brugðust einmitt mjög hart við ummælum Haralds um að hann myndi hætta ef hann væri ekki oddviti og túlkuðu það sem hótun.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Haraldur segist reka öðruvísi pólitík en Þórdís Kolbrún Haraldur Benediktsson er þungt hugsi þessa dagana yfir því hvort hann þiggi annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, en í því hafnaði hann í prófkjöri flokksins um helgina. 22. júní 2021 13:00 Þórdís þakklát fyrir traustið og Haraldur hvattur til að þiggja sætið „Þetta er afgerandi traust og yfirlýsingu frá fólkinu í kjördæminu. Ég er auðvitað afskaplega þakklát fyrir það,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. „Þetta er breiður stuðningur og mikill, sem ég fann alveg fyrir en samt leyfði ég mér að dreyma um svona niðurstöðu en þorði ekki að búast við henni.“ 20. júní 2021 18:30 „Getur Haraldur Benediktsson ekki keppt við konu án hótana?“ Yfirlýsingar Haralds Benediktssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í dag hafa vægast sagt farið öfugt ofan í margar samflokkskonur hans. 15. júní 2021 22:40 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira
Haraldur segist reka öðruvísi pólitík en Þórdís Kolbrún Haraldur Benediktsson er þungt hugsi þessa dagana yfir því hvort hann þiggi annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, en í því hafnaði hann í prófkjöri flokksins um helgina. 22. júní 2021 13:00
Þórdís þakklát fyrir traustið og Haraldur hvattur til að þiggja sætið „Þetta er afgerandi traust og yfirlýsingu frá fólkinu í kjördæminu. Ég er auðvitað afskaplega þakklát fyrir það,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. „Þetta er breiður stuðningur og mikill, sem ég fann alveg fyrir en samt leyfði ég mér að dreyma um svona niðurstöðu en þorði ekki að búast við henni.“ 20. júní 2021 18:30
„Getur Haraldur Benediktsson ekki keppt við konu án hótana?“ Yfirlýsingar Haralds Benediktssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í dag hafa vægast sagt farið öfugt ofan í margar samflokkskonur hans. 15. júní 2021 22:40