Hægt að koma í veg fyrir nærri öll dauðsföll með bólusetningu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. júní 2021 07:57 Nærri allir þeir sem leggjast inn á sjúkrahús með Covid-19 eru óbólusettir. AP/Jae C. Hong Hægt er að komast hjá nærri öllum dauðsföllum af völdum Covid-19 með bólusetningu. Þetta segir framkvæmdastjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna en aðeins 0,1 prósent þeirra sem leggjast inn á sjúkrahús í Bandaríkjunum af völdum sjúkdómsins eru bólusettir. Greining Associated Press á opinberum gögnum fyrir maí hefur leitt í ljós að af þeim 853 þúsund sem lagðir voru inn á sjúkrahús voru aðeins 1.200 fullbólusettir. Þá voru 150 af 18 þúsund einstaklingum sem létust af völdum sjúkdómsins í maí fullbólusettir. Hlutfallið er 0,8 prósent. Sóttvarnastofnunin hefur ekki gefið tölfræðina út, sökum ákveðinna breyta sem gera það að verkum að erfitt að fullyrða um fullkomlega réttar tölur. Þar má til dæmis nefna að aðeins 45 ríki safna upplýsingum um sýkingar meðal bólusettra. Þá eru þau misdugleg við að elta slík tilvik uppi. Andy Slavitt, fyrrverandi ráðgjafi Biden-stjórnarinnar í málefnum er varða kórónuveiruna, sagði fyrr í mánuðinum að 98 til 99 prósent þeirra sem létust af völdum Covid-19 væru óbólusettir. Foretafrúin Jill Biden og Anthony Fauci ræða við einstakling sem mætir í bíla-bólusetningu í Flórída.AP/T.J. Kirkpatrick Sjá eftir því að hafa ekki látið bólusetja sig Rochelle Walensky, forstjóri CDC, segir dauðsföll af völdum sjúkdómsins átakanleg, í ljósi þess hversu vel bóluefnin séu að virka. Hægt sé að koma í veg fyrir nánast öll dauðsföll af völdum Covid-19 með bólusetningum. Um það bil 63 prósent þeirra sem býðst bólusetning hafa fengið að minnsta kosti einn skammt og 53 prósent eru fullbólusett. Bólusetning stendur öllum til boða sem eru 12 ára og eldri. Sérfræðingar segja allar líkur á því að fleiri muni deyja af völdum Covid-19, ekki síst þegar hópsýkingar fara að brjótast út meðal óbólusettra í haust. Spár gera ráð fyrir að dauðsföllum fjölgi aftur þegar líður á veturinn. Í Arkansas, þar sem aðeins um 33 prósent íbúa eru bólusettir, fer tilfellum, innlögnum og dauðsföllum fjölgandi. „Það er sorglegt að sjá fólk leggjast inn eða deyja þegar hægt er að koma í veg fyrir það,“ tísti ríkisstjórinn Asa Hutchinson. Alex Garza, sjúkrahússtjórnandi í St. Louis, segir meira en 90 prósent þeirra sem lagðir eru inn óbólusett. „Flestir þeirra sjá eftir því að hafa ekki látið bólusetja sig. Það er nokkuð sem við heyrum oft frá sjúklingum með Covid-19.“ COVID-19 won't go away until more people take the vaccine. Until we increase the number of shots, we will continue to have increased numbers of hospitalizations and new cases like we did today. It is sad to see someone go to the hospital or die when it can be prevented. pic.twitter.com/IaFXauDfNg— Gov. Asa Hutchinson (@AsaHutchinson) June 22, 2021 Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Sjá meira
Greining Associated Press á opinberum gögnum fyrir maí hefur leitt í ljós að af þeim 853 þúsund sem lagðir voru inn á sjúkrahús voru aðeins 1.200 fullbólusettir. Þá voru 150 af 18 þúsund einstaklingum sem létust af völdum sjúkdómsins í maí fullbólusettir. Hlutfallið er 0,8 prósent. Sóttvarnastofnunin hefur ekki gefið tölfræðina út, sökum ákveðinna breyta sem gera það að verkum að erfitt að fullyrða um fullkomlega réttar tölur. Þar má til dæmis nefna að aðeins 45 ríki safna upplýsingum um sýkingar meðal bólusettra. Þá eru þau misdugleg við að elta slík tilvik uppi. Andy Slavitt, fyrrverandi ráðgjafi Biden-stjórnarinnar í málefnum er varða kórónuveiruna, sagði fyrr í mánuðinum að 98 til 99 prósent þeirra sem létust af völdum Covid-19 væru óbólusettir. Foretafrúin Jill Biden og Anthony Fauci ræða við einstakling sem mætir í bíla-bólusetningu í Flórída.AP/T.J. Kirkpatrick Sjá eftir því að hafa ekki látið bólusetja sig Rochelle Walensky, forstjóri CDC, segir dauðsföll af völdum sjúkdómsins átakanleg, í ljósi þess hversu vel bóluefnin séu að virka. Hægt sé að koma í veg fyrir nánast öll dauðsföll af völdum Covid-19 með bólusetningum. Um það bil 63 prósent þeirra sem býðst bólusetning hafa fengið að minnsta kosti einn skammt og 53 prósent eru fullbólusett. Bólusetning stendur öllum til boða sem eru 12 ára og eldri. Sérfræðingar segja allar líkur á því að fleiri muni deyja af völdum Covid-19, ekki síst þegar hópsýkingar fara að brjótast út meðal óbólusettra í haust. Spár gera ráð fyrir að dauðsföllum fjölgi aftur þegar líður á veturinn. Í Arkansas, þar sem aðeins um 33 prósent íbúa eru bólusettir, fer tilfellum, innlögnum og dauðsföllum fjölgandi. „Það er sorglegt að sjá fólk leggjast inn eða deyja þegar hægt er að koma í veg fyrir það,“ tísti ríkisstjórinn Asa Hutchinson. Alex Garza, sjúkrahússtjórnandi í St. Louis, segir meira en 90 prósent þeirra sem lagðir eru inn óbólusett. „Flestir þeirra sjá eftir því að hafa ekki látið bólusetja sig. Það er nokkuð sem við heyrum oft frá sjúklingum með Covid-19.“ COVID-19 won't go away until more people take the vaccine. Until we increase the number of shots, we will continue to have increased numbers of hospitalizations and new cases like we did today. It is sad to see someone go to the hospital or die when it can be prevented. pic.twitter.com/IaFXauDfNg— Gov. Asa Hutchinson (@AsaHutchinson) June 22, 2021
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Sjá meira