Hefja leit að John Snorra og Sadpara Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2021 17:42 John Snorri Sigurjónsson (f.m.) með feðgunum Ali (t.v.) og Sajid Sadpara. Elia Saikaly Sonur Sajid Sadpara sem fórst á K2 með John Snorra Sigurjónssyni í vetur og kanadísku vinur þeirra eru komnir til Pakistan til þess að hefja leit að líkum þeirra á fjallinu. Lík Johns Snorra og Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, samferðamanna hans, hafa aldrei fundist eftir að þeir hurfu á K2 í febrúar. Þeir ætluðu að freista þess að vera fyrstu mennirnir til að komast á tind þessa næst hæsta fjalls jarðar að vetri til. Pakistönsk yfirvöld töldu þá formlega af 18. febrúar. Nú segir Elia Saikaly, kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem var með John Snorra og félögum í för í vetur, að hann og Sajid Sadpara, sonur Ali, séu komnir til Pakistan til að leita að líkunum. Sajid komst lífs af úr leiðangrinum sem kostaði faðir hans lífið. „Sannleikurinn er sá að við gátum ekki gert ekkert. Þetta eru vinir okkar. Þetta voru liðsfélagar okkar,“ skrifar Saikaly í færslu á Facebook-síðu sinni. Hann vann að heimildarmenn um leiðangur Johns Snorra og félaga en vegna ruglings með súrefniskúta gat hann ekki fylgt þeim síðasta áfanganna. Hann segir að það hafi líklega verið honum lífsbjörg. Erfiðlega hefur gengið fyrir Saikaly að safna fjármagni til þess að ljúka gerð myndarinnar en hann segir að undanfarnar tvær vikur hafi þeir Sajid unnið kraftaverk og skipulagt ferð á K2. Sjálfur hafi hann umturnað lífi sínu og fjármálum til þess að láta leiðangurinn verða að veruleika en honum sé sama um það. „Þetta er leiðangur okkar til að finna svör. Þetta snýst um heiður, tryggð og vináttu. Þetta er fyrir Sajid. Þetta er fyrir Ali. Þetta er fyrir John. Og þetta er fyrir Pakistan,“ skrifar Saikaly. John Snorri á K2 Fjallamennska Pakistan Tengdar fréttir Útför Johns Snorra frá Vídalínskirkju Útför Johns Snorra Sigurjónssonar fjallgöngumanns verður frá Vídalínskirkju í Garðabæ klukkan 13 í dag. 22. júní 2021 12:54 Johns Snorra minnst á toppi Everest Fjallagöngugarpurinn Colin O'Brady hélt í gær tilfinningaþrungna minningarathöfn til heiðurs fallinna félaga sinna. 12. júní 2021 10:08 John Snorri, Ali og Juan Pablo formlega taldir af Fjallgöngumennirnir John Snorri Sigurjónsson, Ali Sadpara frá Pakistan og Juan Pablo Mohr frá Chile hafa nú formlega verið taldir af hjá pakistönskum yfirvöldum. Þeir höfðu reynt að klífa K2, en ekkert hafði spurst til þeirra frá 5. febrúar. 18. febrúar 2021 12:48 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Sjá meira
Lík Johns Snorra og Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr, samferðamanna hans, hafa aldrei fundist eftir að þeir hurfu á K2 í febrúar. Þeir ætluðu að freista þess að vera fyrstu mennirnir til að komast á tind þessa næst hæsta fjalls jarðar að vetri til. Pakistönsk yfirvöld töldu þá formlega af 18. febrúar. Nú segir Elia Saikaly, kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem var með John Snorra og félögum í för í vetur, að hann og Sajid Sadpara, sonur Ali, séu komnir til Pakistan til að leita að líkunum. Sajid komst lífs af úr leiðangrinum sem kostaði faðir hans lífið. „Sannleikurinn er sá að við gátum ekki gert ekkert. Þetta eru vinir okkar. Þetta voru liðsfélagar okkar,“ skrifar Saikaly í færslu á Facebook-síðu sinni. Hann vann að heimildarmenn um leiðangur Johns Snorra og félaga en vegna ruglings með súrefniskúta gat hann ekki fylgt þeim síðasta áfanganna. Hann segir að það hafi líklega verið honum lífsbjörg. Erfiðlega hefur gengið fyrir Saikaly að safna fjármagni til þess að ljúka gerð myndarinnar en hann segir að undanfarnar tvær vikur hafi þeir Sajid unnið kraftaverk og skipulagt ferð á K2. Sjálfur hafi hann umturnað lífi sínu og fjármálum til þess að láta leiðangurinn verða að veruleika en honum sé sama um það. „Þetta er leiðangur okkar til að finna svör. Þetta snýst um heiður, tryggð og vináttu. Þetta er fyrir Sajid. Þetta er fyrir Ali. Þetta er fyrir John. Og þetta er fyrir Pakistan,“ skrifar Saikaly.
John Snorri á K2 Fjallamennska Pakistan Tengdar fréttir Útför Johns Snorra frá Vídalínskirkju Útför Johns Snorra Sigurjónssonar fjallgöngumanns verður frá Vídalínskirkju í Garðabæ klukkan 13 í dag. 22. júní 2021 12:54 Johns Snorra minnst á toppi Everest Fjallagöngugarpurinn Colin O'Brady hélt í gær tilfinningaþrungna minningarathöfn til heiðurs fallinna félaga sinna. 12. júní 2021 10:08 John Snorri, Ali og Juan Pablo formlega taldir af Fjallgöngumennirnir John Snorri Sigurjónsson, Ali Sadpara frá Pakistan og Juan Pablo Mohr frá Chile hafa nú formlega verið taldir af hjá pakistönskum yfirvöldum. Þeir höfðu reynt að klífa K2, en ekkert hafði spurst til þeirra frá 5. febrúar. 18. febrúar 2021 12:48 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Sjá meira
Útför Johns Snorra frá Vídalínskirkju Útför Johns Snorra Sigurjónssonar fjallgöngumanns verður frá Vídalínskirkju í Garðabæ klukkan 13 í dag. 22. júní 2021 12:54
Johns Snorra minnst á toppi Everest Fjallagöngugarpurinn Colin O'Brady hélt í gær tilfinningaþrungna minningarathöfn til heiðurs fallinna félaga sinna. 12. júní 2021 10:08
John Snorri, Ali og Juan Pablo formlega taldir af Fjallgöngumennirnir John Snorri Sigurjónsson, Ali Sadpara frá Pakistan og Juan Pablo Mohr frá Chile hafa nú formlega verið taldir af hjá pakistönskum yfirvöldum. Þeir höfðu reynt að klífa K2, en ekkert hafði spurst til þeirra frá 5. febrúar. 18. febrúar 2021 12:48