„Alger tilviljun“ að stórtíðindi berist frá Icelandair á ögurstundu fyrir Play Snorri Másson skrifar 24. júní 2021 12:08 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Egill Aðalsteinsson Forstjóri Icelandair segir það jákvætt fyrir innlenda hluthafa félagsins að stór erlendur fjárfestir sýni trú á félaginu með stórri fjárfestingu í því. Það er að hans sögn tilviljun að tilkynnt sé um þetta daginn fyrir hlutafjárútboð og jómfrúarflug nýs samkeppnisaðila. Tilkynnt var um kaup hins rótgróna bandaríska fjárfestingarsjóðs Bain Capital á 16,6% hlut í Icelandair í gærkvöldi. Fjárfestingin er upp á 5,7 milljarða hluta, að andvirði tæplega 8,1 milljarðs króna. Restin er í höndum innlendra aðila og hluthafar eru 15.000 talsins, langflestir Íslendingar. Gott fyrir íslensku hluthafana Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair telur ekki að íslensku hluthafarnir missi spón úr aski sínum við aðkomu nýs aðila. „Ég held að það sé akkúrat öfugt, ég held að það sé mikið virði í því fyrir núverandi hluthafa að fá svona reyndan og öflugan fjárfesti inn í hluthafahópinn. Við erum með um 15.000 hluthafa í dag. 99% af þeim eru örugglega Íslendingar. Fyrir þá að fá alþjóðlegan fjárfesti með mikla reynslu og þekkingu sem hann ætlar að deila með okkur og hjálpa félaginu að vaxa og dafna til framtíðar, ég held að það sé bara gríðarlegur akkur fyrir núverandi hluthafa. Félagið er og verður áfram íslenskt, og viðskiptalíkanið sem þeir eru að kaupa sig inn í snýst um að reka íslenskt flugfélag út frá Keflavíkurflugvelli.” Þegar hafa bréf í félaginu hækkað um 6,8% í virði í Kauphöllinni í dag, að vonum einkum vegna tíðindanna af Bain Capital. Bogi bendir einnig á að fjárfestingin styrki verulega lausafjárstöðu félagsins. „Flugfélög um allan heim eru enn að glíma við mikla óvissu og þetta gerir okkur þá líka kleift enn frekar að grípa þau tækifæri sem eru að birtast á okkar mörkuðum. Þannig að þetta er bara mjög jákvætt í alla staði.“ Óska Play góðs gengis Í morgun hófst hlutafjárútboð Play Air, nýjasta samkeppnisaðila Icelandair. Um leið flaug félagið jómfrúarflugi sínu til Lundúna. Bogi Nils segir að tímasetning tilkynningar Icelandair um nýja fjárfestinn sé tilviljun, félaginu beri einfaldlega að tilkynna um svona nokkuð til Kauphallarinnar þegar samningar liggja fyrir. „Það er alger tilviljun að þetta sé að eiga sér stað daginn fyrir fyrsta flug hjá Play. Það var ekkert sem við vorum að velta fyrir okkur og alls ekki Bain. Þannig að það var alger tilviljun að þetta sé að gerast svona daginn fyrir fyrsta flug hjá Play.“ Óttastu að þið skyggið á dýrðina hjá þeim með þessum tíðindum? „Við vorum bara að klára viðskipti og samning sem við verðum að tilkynna um í Kauphöll. Við óskum bara Play alls hins besta í þeirra vegferð og vonum að það gangi vel hjá þeim eins og hjá okkur.“ Fréttir af flugi Play Icelandair Kauphöllin Tengdar fréttir Bandarískt fjárfestingarfélag kaupir 16,6 prósent í Icelandair Bandaríska fjárfestingarfélagið Bain Capital hefur gert samkomulag við Icelandair Group um kaup á 16,6 prósent hlut í félaginu. Kaupin hljóma upp á rúma átta milljarða íslenskra króna. 23. júní 2021 23:33 Forsvarsmenn WOW air sækja um flugrekstrarleyfi Forsvarsmenn WOW air hafa sótt um flugrekstrarleyfi hjá Samgöngustofu. Ögmundur Gíslason flugrekstrarfræðingur, sem vinnur fyrir Michele Ballarin, segir áætlanir sannarlega standa til þess að endurreisa flugfélagið. 23. júní 2021 06:44 Jómfrúarflug Play farið í loftið: „Nú er komið að Play“ Jómfrúarflug flugfélagsins Play er farið í loftið og er ferðinni heitið til Lundúna. Forstjóri flugfélagsins segir tilfinningaríka stund að sjá þetta raungerast. 24. júní 2021 11:42 Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Tilkynnt var um kaup hins rótgróna bandaríska fjárfestingarsjóðs Bain Capital á 16,6% hlut í Icelandair í gærkvöldi. Fjárfestingin er upp á 5,7 milljarða hluta, að andvirði tæplega 8,1 milljarðs króna. Restin er í höndum innlendra aðila og hluthafar eru 15.000 talsins, langflestir Íslendingar. Gott fyrir íslensku hluthafana Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair telur ekki að íslensku hluthafarnir missi spón úr aski sínum við aðkomu nýs aðila. „Ég held að það sé akkúrat öfugt, ég held að það sé mikið virði í því fyrir núverandi hluthafa að fá svona reyndan og öflugan fjárfesti inn í hluthafahópinn. Við erum með um 15.000 hluthafa í dag. 99% af þeim eru örugglega Íslendingar. Fyrir þá að fá alþjóðlegan fjárfesti með mikla reynslu og þekkingu sem hann ætlar að deila með okkur og hjálpa félaginu að vaxa og dafna til framtíðar, ég held að það sé bara gríðarlegur akkur fyrir núverandi hluthafa. Félagið er og verður áfram íslenskt, og viðskiptalíkanið sem þeir eru að kaupa sig inn í snýst um að reka íslenskt flugfélag út frá Keflavíkurflugvelli.” Þegar hafa bréf í félaginu hækkað um 6,8% í virði í Kauphöllinni í dag, að vonum einkum vegna tíðindanna af Bain Capital. Bogi bendir einnig á að fjárfestingin styrki verulega lausafjárstöðu félagsins. „Flugfélög um allan heim eru enn að glíma við mikla óvissu og þetta gerir okkur þá líka kleift enn frekar að grípa þau tækifæri sem eru að birtast á okkar mörkuðum. Þannig að þetta er bara mjög jákvætt í alla staði.“ Óska Play góðs gengis Í morgun hófst hlutafjárútboð Play Air, nýjasta samkeppnisaðila Icelandair. Um leið flaug félagið jómfrúarflugi sínu til Lundúna. Bogi Nils segir að tímasetning tilkynningar Icelandair um nýja fjárfestinn sé tilviljun, félaginu beri einfaldlega að tilkynna um svona nokkuð til Kauphallarinnar þegar samningar liggja fyrir. „Það er alger tilviljun að þetta sé að eiga sér stað daginn fyrir fyrsta flug hjá Play. Það var ekkert sem við vorum að velta fyrir okkur og alls ekki Bain. Þannig að það var alger tilviljun að þetta sé að gerast svona daginn fyrir fyrsta flug hjá Play.“ Óttastu að þið skyggið á dýrðina hjá þeim með þessum tíðindum? „Við vorum bara að klára viðskipti og samning sem við verðum að tilkynna um í Kauphöll. Við óskum bara Play alls hins besta í þeirra vegferð og vonum að það gangi vel hjá þeim eins og hjá okkur.“
Fréttir af flugi Play Icelandair Kauphöllin Tengdar fréttir Bandarískt fjárfestingarfélag kaupir 16,6 prósent í Icelandair Bandaríska fjárfestingarfélagið Bain Capital hefur gert samkomulag við Icelandair Group um kaup á 16,6 prósent hlut í félaginu. Kaupin hljóma upp á rúma átta milljarða íslenskra króna. 23. júní 2021 23:33 Forsvarsmenn WOW air sækja um flugrekstrarleyfi Forsvarsmenn WOW air hafa sótt um flugrekstrarleyfi hjá Samgöngustofu. Ögmundur Gíslason flugrekstrarfræðingur, sem vinnur fyrir Michele Ballarin, segir áætlanir sannarlega standa til þess að endurreisa flugfélagið. 23. júní 2021 06:44 Jómfrúarflug Play farið í loftið: „Nú er komið að Play“ Jómfrúarflug flugfélagsins Play er farið í loftið og er ferðinni heitið til Lundúna. Forstjóri flugfélagsins segir tilfinningaríka stund að sjá þetta raungerast. 24. júní 2021 11:42 Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Bandarískt fjárfestingarfélag kaupir 16,6 prósent í Icelandair Bandaríska fjárfestingarfélagið Bain Capital hefur gert samkomulag við Icelandair Group um kaup á 16,6 prósent hlut í félaginu. Kaupin hljóma upp á rúma átta milljarða íslenskra króna. 23. júní 2021 23:33
Forsvarsmenn WOW air sækja um flugrekstrarleyfi Forsvarsmenn WOW air hafa sótt um flugrekstrarleyfi hjá Samgöngustofu. Ögmundur Gíslason flugrekstrarfræðingur, sem vinnur fyrir Michele Ballarin, segir áætlanir sannarlega standa til þess að endurreisa flugfélagið. 23. júní 2021 06:44
Jómfrúarflug Play farið í loftið: „Nú er komið að Play“ Jómfrúarflug flugfélagsins Play er farið í loftið og er ferðinni heitið til Lundúna. Forstjóri flugfélagsins segir tilfinningaríka stund að sjá þetta raungerast. 24. júní 2021 11:42