Jómfrúarflug Play farið í loftið: „Nú er komið að Play“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 24. júní 2021 11:42 Hér sjást Birgir Jónsson, forstjóri Play og Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia, klippa á borða í tilefni fyrsta flugs Play. Vísir/Arnar Jómfrúarflug flugfélagsins Play er farið í loftið og er ferðinni heitið til Lundúna. Forstjóri flugfélagsins segir tilfinningaríka stund að sjá þetta raungerast. Vélin lagði af stað frá Keflavíkurflugvelli klukkan hálf tólf við mikinn fögnuð viðstaddra. Þeir Birgir Jónsson, forstjóri Play og Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia klipptu á borða í tilefni dagsins. Klippa: Klippt á borða þegar Play fer í loftið Birgir og Guðmundur ávörpuðu farþega og fjölmiðla. Guðmundur Daði sagði daginn í dag marka stóran dag fyrir íslenska ferðaþjónustu. Það væri ævintýri líkast hvernig Íslendingum hefði tekist að búa til jafn blómlegan atvinnuveg í flugi og ferðaþjónustu eins og raun ber vitni. „Þar hafa flugfélögin spilað stærsta hlutverkið og nú er komið að Play,“ sagði hann. „Dagurinn verður varla stærri og gleðilegri“ Þá markar dagurinn sérstök tímamót í sögu flugfélagsins, því ásamt jómfrúarfluginu hófst hlutafjárútboð félagsins klukkan tíu í morgun. „Dagurinn verður nú varla stærri og gleðilegri í sögu fyrirtækisins,“ sagði Birgir með bros á vör. Vélin lagði af stað til Lundúna frá Keflavíkurflugvelli í dag.Vísir/Arnar Flugfélagið samanstendur af rúmlega hundrað áhafnarmeðlimum og sextíu til sjötíu starfsmönnum á skrifstofu. Langflestir áhafnarmeðlimir eru fyrrum starfsmenn WOW air, þar sem þeir búa nú þegar yfir þekkingu á þeirri tegund flugvéla sem Play notast við. Play notast við Airbus 320 „fjölskylduna“, eins og Birgir kýs að kalla það, en það eru Airbus 319, 320 og 321. „Við ætlum að einbeita okkur að því sem við vitum að virkar og vera með eina tegund af vélum. Það er lykilatriði í þessu.“ Flugfélagið hefur vakið athygli fyrir óhefðbundinn einkennisklæðnað áhafnarmeðlima.Play Framtíðin björt Markmið flugfélagsins er að vera komin með fimmtán flugvélar í sinn flota árið 2025. „Við gerum það í svona yfirveguðum og öguðum skrefum. Framtíðin er svona nokkuð fyrirsjáanleg og björt,“ segir forstjórinn. Félagið hyggst þó ekki stefna á löng flug og lítur á fall WOW air sem lærdóm. „WOW var auðvitað frábært fyrirtæki og kannski mögulega villtist það aðeins af leið. Við ætlum að reyna að gera rétta hluti og forðast þá röngu. Við ætlum ekki að fara í þessi löngu flug. Við ætlum ekki til Indlands og ekki með breiðþotur til Los Angeles eða neitt slíkt,“ segir Birgir. Fréttir af flugi Play Kauphöllin Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Kynntu allar upplýsingar varðandi hlutafjárútboð Play Hlutafjárútboð Fly Play hf. fara fram í lok vikunnar. Play bauð til kynningarfundar í tengslum við útboðin í morgun þar sem farið var yfir helstu upplýsingar. 22. júní 2021 10:17 Play lék listir sínar yfir Reykjavík Fagurrauð þota nýja flugfélagsins Play flögraði nokkra hringi yfir höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis í kynningarskyni. Jómfrúarflug félagsins til Lundúna er eftir níu daga. 15. júní 2021 16:42 Strigaskór og þægindi einkenna búninga flugáhafna Play Flugfélagið Play fékk hjónin Gunna Hilmarsson og Kolbrúnu Petreu Gunnarsdóttur til þess að hanna búninga flugáhafna félagsins. Gunni vann á dögunum Indriðaverðlaun fatahönnunarfélags Íslandsn fyrir framúrskrandi störf á sviði íslenskrar fatahönnunar. 8. júní 2021 20:01 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Vélin lagði af stað frá Keflavíkurflugvelli klukkan hálf tólf við mikinn fögnuð viðstaddra. Þeir Birgir Jónsson, forstjóri Play og Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia klipptu á borða í tilefni dagsins. Klippa: Klippt á borða þegar Play fer í loftið Birgir og Guðmundur ávörpuðu farþega og fjölmiðla. Guðmundur Daði sagði daginn í dag marka stóran dag fyrir íslenska ferðaþjónustu. Það væri ævintýri líkast hvernig Íslendingum hefði tekist að búa til jafn blómlegan atvinnuveg í flugi og ferðaþjónustu eins og raun ber vitni. „Þar hafa flugfélögin spilað stærsta hlutverkið og nú er komið að Play,“ sagði hann. „Dagurinn verður varla stærri og gleðilegri“ Þá markar dagurinn sérstök tímamót í sögu flugfélagsins, því ásamt jómfrúarfluginu hófst hlutafjárútboð félagsins klukkan tíu í morgun. „Dagurinn verður nú varla stærri og gleðilegri í sögu fyrirtækisins,“ sagði Birgir með bros á vör. Vélin lagði af stað til Lundúna frá Keflavíkurflugvelli í dag.Vísir/Arnar Flugfélagið samanstendur af rúmlega hundrað áhafnarmeðlimum og sextíu til sjötíu starfsmönnum á skrifstofu. Langflestir áhafnarmeðlimir eru fyrrum starfsmenn WOW air, þar sem þeir búa nú þegar yfir þekkingu á þeirri tegund flugvéla sem Play notast við. Play notast við Airbus 320 „fjölskylduna“, eins og Birgir kýs að kalla það, en það eru Airbus 319, 320 og 321. „Við ætlum að einbeita okkur að því sem við vitum að virkar og vera með eina tegund af vélum. Það er lykilatriði í þessu.“ Flugfélagið hefur vakið athygli fyrir óhefðbundinn einkennisklæðnað áhafnarmeðlima.Play Framtíðin björt Markmið flugfélagsins er að vera komin með fimmtán flugvélar í sinn flota árið 2025. „Við gerum það í svona yfirveguðum og öguðum skrefum. Framtíðin er svona nokkuð fyrirsjáanleg og björt,“ segir forstjórinn. Félagið hyggst þó ekki stefna á löng flug og lítur á fall WOW air sem lærdóm. „WOW var auðvitað frábært fyrirtæki og kannski mögulega villtist það aðeins af leið. Við ætlum að reyna að gera rétta hluti og forðast þá röngu. Við ætlum ekki að fara í þessi löngu flug. Við ætlum ekki til Indlands og ekki með breiðþotur til Los Angeles eða neitt slíkt,“ segir Birgir.
Fréttir af flugi Play Kauphöllin Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Kynntu allar upplýsingar varðandi hlutafjárútboð Play Hlutafjárútboð Fly Play hf. fara fram í lok vikunnar. Play bauð til kynningarfundar í tengslum við útboðin í morgun þar sem farið var yfir helstu upplýsingar. 22. júní 2021 10:17 Play lék listir sínar yfir Reykjavík Fagurrauð þota nýja flugfélagsins Play flögraði nokkra hringi yfir höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis í kynningarskyni. Jómfrúarflug félagsins til Lundúna er eftir níu daga. 15. júní 2021 16:42 Strigaskór og þægindi einkenna búninga flugáhafna Play Flugfélagið Play fékk hjónin Gunna Hilmarsson og Kolbrúnu Petreu Gunnarsdóttur til þess að hanna búninga flugáhafna félagsins. Gunni vann á dögunum Indriðaverðlaun fatahönnunarfélags Íslandsn fyrir framúrskrandi störf á sviði íslenskrar fatahönnunar. 8. júní 2021 20:01 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Kynntu allar upplýsingar varðandi hlutafjárútboð Play Hlutafjárútboð Fly Play hf. fara fram í lok vikunnar. Play bauð til kynningarfundar í tengslum við útboðin í morgun þar sem farið var yfir helstu upplýsingar. 22. júní 2021 10:17
Play lék listir sínar yfir Reykjavík Fagurrauð þota nýja flugfélagsins Play flögraði nokkra hringi yfir höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis í kynningarskyni. Jómfrúarflug félagsins til Lundúna er eftir níu daga. 15. júní 2021 16:42
Strigaskór og þægindi einkenna búninga flugáhafna Play Flugfélagið Play fékk hjónin Gunna Hilmarsson og Kolbrúnu Petreu Gunnarsdóttur til þess að hanna búninga flugáhafna félagsins. Gunni vann á dögunum Indriðaverðlaun fatahönnunarfélags Íslandsn fyrir framúrskrandi störf á sviði íslenskrar fatahönnunar. 8. júní 2021 20:01