Hjólhýsasölumenn hafa ekki náð einum EM-leik: „Það bara selst allt“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 23. júní 2021 16:07 Það lítur út fyrir að Íslendingar ætli að ferðast innanlands í sumar líkt og í fyrra. Getty/Peter E Strokes Ekkert lát er á ferðaþorsta landsmanna sem margir virðast stefna á ferðalög innanlands í sumar. Sala á ferðavögnum hófst strax síðasta haust og hafa þeir selst upp jafnóðum. Hafdís Elín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Útilegumannsins segir allt benda til þess að ferðasumarið verði stórt. „Það stefnir í að verða betra en á síðasta ári og það er auðvitað bara brjálað að gera,“ segir Hafdís. Salan byrjaði strax síðasta haust, þrátt fyrir að sölusýningar sem venjulega eru á haustin, hafi frestast vegna heimsfaraldursins. Hún segir fólk gjarnan ákveða strax eftir sumarið hvort það ætli að breyta til eða endurnýja fyrir næsta ár. „Þannig að fólk er byrjað að spá í þetta strax að hausti og svo bara allan veturinn. Það var sala í allan vetur en flestir vilja síðan fá afhent á vorin.“ Útlit fyrir ferðalög innanlands í sumar Hún segir það geta verið of seint að byrja að huga að ferðavagnakaupum á vorin og fólk geti lent í því að grípa í tómt. Þá segir Hafdís engu máli skipta hvort um sé að ræða notaða eða nýja vagna. „Það selst bara allt!“ Þrátt fyrir bólusetningu landsmanna telur Hafdís að Íslendingar eigi fyrst og fremst eftir að ferðast innanlands í sumar. „Mér hefur ekkert fundist fólk vera að fara mikið erlendis í sumar. Það eru alls konar hömlur úti ennþá en mér sýnist stefna í það að fólk fari út næsta vetur, en ekki mikið í sumar held ég.“ Útilegumaðurinn hefur fengið sendingar af ferðavögnum reglulega í sumar, en þeir hafa selst upp jafnóðum. Hafdís hefur ekki tekið saman nákvæma tölu yfir selda vagna í ár, en segir strax vera búið að toppa heildarsölu síðasta sumars. Hún á von á vikulegum sendingum af vögnum fram í ágúst, en býst við því að þeir seljist allir upp. Meiri sala á Facebook en áður Sigurður Heimir Kolbeinsson, sölumaður hjá Vagnahöllinni finnur einnig fyrir ferðahug landsmanna. Eftirspurnin er mikil en nánast allir vagnar eru uppseldir. Hann segir söluna hafa byrjað strax í janúar. „Við eigum einhverja fjóra, fimm vagna. Það eru hjólhýsi, fellihýsi og tjaldvagnar, svona eitthvað bland í poka.“ Hann kveðst þó eiga ágætis lager af húsbílum, en sá markhópur er þrengri. Sigurður telur tvö til þrjú hundruð vagna hafa selst nú þegar fyrir þetta sumar. Hann segir það aðeins minni sölu en síðasta sumar. „Við erum að selja aðeins minna núna í ár vegna þess að það hefur farið meira yfir á Facebook. Fólk er að selja meira sjálft.“ Hafdís og Sigurður eru ánægð með ferðaþorsta landsmanna en Sigurður segir velgengnina hafa krafist vissa fórna. „Það er búið að vera svo mikið að gera að við kollegi minn höfum ekki náð að horfa á einn einasta fótboltaleik á EM. Það er bara svoleiðis,“ segir Sigurður hlægjandi. Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Hafdís Elín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Útilegumannsins segir allt benda til þess að ferðasumarið verði stórt. „Það stefnir í að verða betra en á síðasta ári og það er auðvitað bara brjálað að gera,“ segir Hafdís. Salan byrjaði strax síðasta haust, þrátt fyrir að sölusýningar sem venjulega eru á haustin, hafi frestast vegna heimsfaraldursins. Hún segir fólk gjarnan ákveða strax eftir sumarið hvort það ætli að breyta til eða endurnýja fyrir næsta ár. „Þannig að fólk er byrjað að spá í þetta strax að hausti og svo bara allan veturinn. Það var sala í allan vetur en flestir vilja síðan fá afhent á vorin.“ Útlit fyrir ferðalög innanlands í sumar Hún segir það geta verið of seint að byrja að huga að ferðavagnakaupum á vorin og fólk geti lent í því að grípa í tómt. Þá segir Hafdís engu máli skipta hvort um sé að ræða notaða eða nýja vagna. „Það selst bara allt!“ Þrátt fyrir bólusetningu landsmanna telur Hafdís að Íslendingar eigi fyrst og fremst eftir að ferðast innanlands í sumar. „Mér hefur ekkert fundist fólk vera að fara mikið erlendis í sumar. Það eru alls konar hömlur úti ennþá en mér sýnist stefna í það að fólk fari út næsta vetur, en ekki mikið í sumar held ég.“ Útilegumaðurinn hefur fengið sendingar af ferðavögnum reglulega í sumar, en þeir hafa selst upp jafnóðum. Hafdís hefur ekki tekið saman nákvæma tölu yfir selda vagna í ár, en segir strax vera búið að toppa heildarsölu síðasta sumars. Hún á von á vikulegum sendingum af vögnum fram í ágúst, en býst við því að þeir seljist allir upp. Meiri sala á Facebook en áður Sigurður Heimir Kolbeinsson, sölumaður hjá Vagnahöllinni finnur einnig fyrir ferðahug landsmanna. Eftirspurnin er mikil en nánast allir vagnar eru uppseldir. Hann segir söluna hafa byrjað strax í janúar. „Við eigum einhverja fjóra, fimm vagna. Það eru hjólhýsi, fellihýsi og tjaldvagnar, svona eitthvað bland í poka.“ Hann kveðst þó eiga ágætis lager af húsbílum, en sá markhópur er þrengri. Sigurður telur tvö til þrjú hundruð vagna hafa selst nú þegar fyrir þetta sumar. Hann segir það aðeins minni sölu en síðasta sumar. „Við erum að selja aðeins minna núna í ár vegna þess að það hefur farið meira yfir á Facebook. Fólk er að selja meira sjálft.“ Hafdís og Sigurður eru ánægð með ferðaþorsta landsmanna en Sigurður segir velgengnina hafa krafist vissa fórna. „Það er búið að vera svo mikið að gera að við kollegi minn höfum ekki náð að horfa á einn einasta fótboltaleik á EM. Það er bara svoleiðis,“ segir Sigurður hlægjandi.
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira