Hamfarir hjá Heilsuvernd - Hvað kemur næst? Einar A. Brynjólfsson skrifar 23. júní 2021 12:31 Á föstudag í síðustu viku bárust þær fréttir að Heilsuvernd - Hjúkrunarheimili, sem tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í byrjun maí sl., hefði sagt upp vel á þriðja tug starfsfólks, sem sumt átti að baki áratuga starfsreynslu hjá stofnuninni. Þessar fréttir voru veruleg vonbrigði en komu fæstum þó á óvart. Undirritaður hefur fylgst vel með málefnum ÖA til margra ára, m.a. vegna persónulegra tengsla við starfsfólk (og vegna þátttöku í pólitík) og hefur ekki dulist hversu frábært starf hefur verið unnið þarna í þágu þeirra sem þarna eiga sitt heimili eða nýta sér tímabundna og afmarkaða þjónustu á borð við dagþjálfun eða hvíldarinnlagnir, svo dæmi séu nefnd. Undirritaður hefur leitað svara hjá Ásthildi Sturludóttur, bæjarstýru, varðandi ýmislegt sem snýr að krónum og aurum og er reyndar ýmislegt óljóst enn í þeim efnum. Það er þó ekki efni þessa pistils, heldur er ætlunin að fjalla um fólkið sem þetta hefur áhrif á, starfsfólkið og íbúana. Eitt atriði hefur ekki farið hátt, en það er sú staðreynd að einhverjum einstaklingum var ekki sagt upp heldur var þeim boðið að skrifa undir samkomulag um starfslok. Það hlýtur að teljast aumt þegar einstaklingur, sem er í áfalli vegna uppsagnar, er hálfpartinn plataður til að undirrita plagg þar að lútandi, mjög fljótt eftir að hafa fengið „gleðitíðindin“ um starfslok. Undirritaðan skortir þekkingu til að dæma hvers vegna sumu starfsfólki var stillt upp við vegg með þessu móti, en vonandi þýðir það ekki réttindamissi af neinu tagi. Í útvarpsþætti um liðna helgi svaraði Teitur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Heilsuverndar, þeirri spurningu hvort þetta væri „síðasta aðgerðin í þessum anda“, þ.e. hópuppsagnir starfsfólks, með eftirfarandi orðum: „Ja, það er auðvitað aldrei hægt að lofa því, en það er í bili hugsunin, já og það er auðvitað það sem við erum að horfa til.“ Svo bætti hann við: „Markmiðið er, bara svo það sé sagt, að viðhalda þeirri frábæru þjónustu sem verið hefur, eins og hægt er, með því góða starfsfólki sem þarna hefur verið og halda áfram en nýta tækifærin.“ Þessi orð virka ekki sérlega traustvekjandi, sérstaklega ef þau eru skoðuð í samhengi við eftirfarandi klausu sem birtist í bréfi sem Teitur sendi starfsfólki öldrunarheimilanna sl. föstudagskvöld: „Unnið er að því að mögulegt verði að bjóða sem flestu núverandi starfsfólki áframhaldandi starf og hyggst HH bjóða þeim nýja ráðningarsamninga sem munu taka við af fyrri samningum og kjörum …“ Nokkrum klukkustundum fyrr, þ.e. föstudaginn 18. júní tilkynnti Teitur starfsfólki að fundur yrði boðaður í næstu viku, þ.e. þessari sem nú er runnin upp og sagði að fólk skyldi búa sig undir hann, hvað sem það á nú að þýða. Umræddur fundur starfsfólks með Teiti hefur verið boðaður föstudaginn 25. júní. Af íbúum er það helst að frétta að þeir fá ekki lengur notið þjónustu eins helsta sérfræðings landsins í heilabilun (Alzheimer), þar sem viðkomandi hjúkrunarfræðingur hefur verið látinn taka pokann sinn. Í því samhengi verður fróðlegt að sjá hvort Heilsuvernd verði gert að framfylgja aðgerðaáætlun Heilbrigðisráðuneytisins um þjónustu við fólk með heilabilun, sem Svandís Svavarsdóttir kynnti með stolti fyrir rúmu ári. íbúarnir fá ekki heldur notið þjónustu þess starfsfólks sem innleiddi Eden-stefnuna fyrir rúmum tíu árum og hefur tryggt framgang hennar og þróun æ síðan. Vonandi verða næstu fréttir af þess þessu máli ánægjulegri en þær sem hingað til hafa borist. Höfundur er ósáttur Akureyringur og oddviti Pírata við Alþingiskosningarnar 25. september nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar A. Brynjólfsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Akureyri Vinnumarkaður Hjúkrunarheimili Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Sjá meira
Á föstudag í síðustu viku bárust þær fréttir að Heilsuvernd - Hjúkrunarheimili, sem tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í byrjun maí sl., hefði sagt upp vel á þriðja tug starfsfólks, sem sumt átti að baki áratuga starfsreynslu hjá stofnuninni. Þessar fréttir voru veruleg vonbrigði en komu fæstum þó á óvart. Undirritaður hefur fylgst vel með málefnum ÖA til margra ára, m.a. vegna persónulegra tengsla við starfsfólk (og vegna þátttöku í pólitík) og hefur ekki dulist hversu frábært starf hefur verið unnið þarna í þágu þeirra sem þarna eiga sitt heimili eða nýta sér tímabundna og afmarkaða þjónustu á borð við dagþjálfun eða hvíldarinnlagnir, svo dæmi séu nefnd. Undirritaður hefur leitað svara hjá Ásthildi Sturludóttur, bæjarstýru, varðandi ýmislegt sem snýr að krónum og aurum og er reyndar ýmislegt óljóst enn í þeim efnum. Það er þó ekki efni þessa pistils, heldur er ætlunin að fjalla um fólkið sem þetta hefur áhrif á, starfsfólkið og íbúana. Eitt atriði hefur ekki farið hátt, en það er sú staðreynd að einhverjum einstaklingum var ekki sagt upp heldur var þeim boðið að skrifa undir samkomulag um starfslok. Það hlýtur að teljast aumt þegar einstaklingur, sem er í áfalli vegna uppsagnar, er hálfpartinn plataður til að undirrita plagg þar að lútandi, mjög fljótt eftir að hafa fengið „gleðitíðindin“ um starfslok. Undirritaðan skortir þekkingu til að dæma hvers vegna sumu starfsfólki var stillt upp við vegg með þessu móti, en vonandi þýðir það ekki réttindamissi af neinu tagi. Í útvarpsþætti um liðna helgi svaraði Teitur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Heilsuverndar, þeirri spurningu hvort þetta væri „síðasta aðgerðin í þessum anda“, þ.e. hópuppsagnir starfsfólks, með eftirfarandi orðum: „Ja, það er auðvitað aldrei hægt að lofa því, en það er í bili hugsunin, já og það er auðvitað það sem við erum að horfa til.“ Svo bætti hann við: „Markmiðið er, bara svo það sé sagt, að viðhalda þeirri frábæru þjónustu sem verið hefur, eins og hægt er, með því góða starfsfólki sem þarna hefur verið og halda áfram en nýta tækifærin.“ Þessi orð virka ekki sérlega traustvekjandi, sérstaklega ef þau eru skoðuð í samhengi við eftirfarandi klausu sem birtist í bréfi sem Teitur sendi starfsfólki öldrunarheimilanna sl. föstudagskvöld: „Unnið er að því að mögulegt verði að bjóða sem flestu núverandi starfsfólki áframhaldandi starf og hyggst HH bjóða þeim nýja ráðningarsamninga sem munu taka við af fyrri samningum og kjörum …“ Nokkrum klukkustundum fyrr, þ.e. föstudaginn 18. júní tilkynnti Teitur starfsfólki að fundur yrði boðaður í næstu viku, þ.e. þessari sem nú er runnin upp og sagði að fólk skyldi búa sig undir hann, hvað sem það á nú að þýða. Umræddur fundur starfsfólks með Teiti hefur verið boðaður föstudaginn 25. júní. Af íbúum er það helst að frétta að þeir fá ekki lengur notið þjónustu eins helsta sérfræðings landsins í heilabilun (Alzheimer), þar sem viðkomandi hjúkrunarfræðingur hefur verið látinn taka pokann sinn. Í því samhengi verður fróðlegt að sjá hvort Heilsuvernd verði gert að framfylgja aðgerðaáætlun Heilbrigðisráðuneytisins um þjónustu við fólk með heilabilun, sem Svandís Svavarsdóttir kynnti með stolti fyrir rúmu ári. íbúarnir fá ekki heldur notið þjónustu þess starfsfólks sem innleiddi Eden-stefnuna fyrir rúmum tíu árum og hefur tryggt framgang hennar og þróun æ síðan. Vonandi verða næstu fréttir af þess þessu máli ánægjulegri en þær sem hingað til hafa borist. Höfundur er ósáttur Akureyringur og oddviti Pírata við Alþingiskosningarnar 25. september nk.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar