Ásgeir fer á sína aðra Ólympíuleika Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2021 09:46 Ásgeir Sigurgeirsson er kominn með farseðil til Tókýó. isi.is Tveir íslenskir íþróttamenn hafa nú tryggt sér farseðilinn á Ólympíuleikana í Tókýó. Ljóst er að fleiri bætast í hópinn á næstu tveimur vikum en leikarnir verða svo settir 23. júlí. Í gær varð ljóst að skotíþróttamaðurinn Ásgeir Sigurgeirsson færi á sína aðra Ólympíuleika. Hann keppti einnig á leikunum í London árið 2012, bæði í frjálsri skammbyssu og loftskammbyssu, og var afar nálægt því að komast í úrslit. Áður hafði sundmaðurinn Anton Sveinn McKee tryggt sér sæti á sínum þriðju Ólympíuleikum, í 200 metra bringusundi. Ásgeir fékk svokallað kvótapláss inn á leikana í Tókýó, í loftskammbyssukeppni. Alþjóðaskotíþróttasambandið úthlutar kvótasætum. Ásgeir keppir laugardaginn 24. júlí. Eins og fyrr segir mun fleira íslenskt íþróttafólk fá farseðil til Tókýó, jafnvel þó að fleiri nái ekki ákveðnum ólympíulágmörkum sem í mörgum greinum er hægt að ná fram til 29. júní. Í ljósi þess að Anton Sveinn hefur tryggt sér sæti á leikunum mun til að mynda ein íslensk sundkona fá boð á leikana. Í frjálsíþróttum mun Ísland einnig fá boð fyrir einn keppanda en ágætar líkur virðast vera á því að kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason komist á leikana í gegnum stöðu á heimslista, sem myndi þýða að Ísland fengi sæti fyrir eina frjálsíþróttakonu að auki. Íslenskir þjálfarar og starfsfólk á vegum ÍSÍ verður einnig á leikunum. Handknattleiksþjálfararnir Alfreð Gíslason, Dagur Sigurðsson, Aron Kristjánsson og Þórir Hergeirsson stýra þar liðum. Alfreð er með karlalið Þýskalands, Dagur með karlalið Japans, Aron með karlalið Bareins og Þórir með kvennalið Noregs. Frjálsíþróttaþjálfarinn Vésteinn Hafsteinsson á einnig fulltrúa í keppni á leikunum. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Skotíþróttir Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira
Í gær varð ljóst að skotíþróttamaðurinn Ásgeir Sigurgeirsson færi á sína aðra Ólympíuleika. Hann keppti einnig á leikunum í London árið 2012, bæði í frjálsri skammbyssu og loftskammbyssu, og var afar nálægt því að komast í úrslit. Áður hafði sundmaðurinn Anton Sveinn McKee tryggt sér sæti á sínum þriðju Ólympíuleikum, í 200 metra bringusundi. Ásgeir fékk svokallað kvótapláss inn á leikana í Tókýó, í loftskammbyssukeppni. Alþjóðaskotíþróttasambandið úthlutar kvótasætum. Ásgeir keppir laugardaginn 24. júlí. Eins og fyrr segir mun fleira íslenskt íþróttafólk fá farseðil til Tókýó, jafnvel þó að fleiri nái ekki ákveðnum ólympíulágmörkum sem í mörgum greinum er hægt að ná fram til 29. júní. Í ljósi þess að Anton Sveinn hefur tryggt sér sæti á leikunum mun til að mynda ein íslensk sundkona fá boð á leikana. Í frjálsíþróttum mun Ísland einnig fá boð fyrir einn keppanda en ágætar líkur virðast vera á því að kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason komist á leikana í gegnum stöðu á heimslista, sem myndi þýða að Ísland fengi sæti fyrir eina frjálsíþróttakonu að auki. Íslenskir þjálfarar og starfsfólk á vegum ÍSÍ verður einnig á leikunum. Handknattleiksþjálfararnir Alfreð Gíslason, Dagur Sigurðsson, Aron Kristjánsson og Þórir Hergeirsson stýra þar liðum. Alfreð er með karlalið Þýskalands, Dagur með karlalið Japans, Aron með karlalið Bareins og Þórir með kvennalið Noregs. Frjálsíþróttaþjálfarinn Vésteinn Hafsteinsson á einnig fulltrúa í keppni á leikunum.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Skotíþróttir Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira