Leiðtogar katalónskra aðskilnaðarsinna náðaðir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júní 2021 13:44 Níu leiðtogar katalónskra aðskilnaðarsinna voru náðaðir í dag. EPA-EFE/Susanna Saez Níu leiðtogar katalónskra aðskilnaðarsinna hafa hlotið uppreist æru frá spænskum yfirvöldum eftir að þeir boðuðu til þjóðarkosningu um sjálfstæði frá Spáni árið 2017. Nímenningarnir voru fangelsaðir eftir að þeir voru dæmdir sekir fyrir uppreisnaráróður árið 2019. Þrír til viðbótar voru dæmdir sekir fyrir borgaralega óhlýðni en þeir voru ekki dæmdir til fangelsisvistar. Náðunin hefur verið umdeild á Spáni og í raun gagnrýnd af báðum hliðum. Þeir sem eru mótfallnir sjálfstæði Katalóníu hafa gagnrýnt yfirvöld fyrir að náða þessa andófsmenn og mótmæltu tugir þúsunda málinu í liðnum mánuði. Aðskilnaðarsinnar hafa einnig gagnrýnt ákvörðunina og segja stjórnvöld aðeins hafa náðað þá í von um að njóta í kjölfarið pólitískrar góðvildar aðskilnaðarsinna. Ríkisstjórnin vill hins vegar meina að með náðuninni mun spenna vegna Katalóníu minnka. Sjálfstæðisbarátta héraðsins, sem er hálfsjálfstætt, hófst af alvöru fyrir um fjórum árum síðan og varð valdur að mesta pólitíska óstöðugleika á Spáni í hartnær fjóra áratugi. Líklegt er að það muni taka nokkra daga að leysa leiðtogana úr haldi en til þess þarf konungur Spánar að samþykkja náðunina og greina þarf frá henni opinberlega í opinberu dagblaði Spánar. Náðunin mun þó ekki breyta þeirri staðreynd að enginn mannanna mun nokkurn tíma geta boðið sig fram til opinberrar stöðu og eru þeir skilorðsbundnir í einhvern tíma. Brjóti þeir af sér innan þess tíma mun refsing bíða þeirra að nýju. „Með því að náða níu manns munu þeir ekki fela kúgunina sem þeir bita hundruð aðskilnaðarsinna enn þá,“ skrifaði Raül Romeva, fyrrverandi utanríkisráðherra Katalóníu og einn nímenninganna. „Við munum ekki hætta að berjast.“ Fjöldi stjórnarandstöðuflokka hefur lýst því yfir að þeir hyggist áfrýja náðununum. Isabel Díaz Ayuso, leiðtogi mið-hægriflokks Madríd, sagði eftir náðunina að ákvörðun ríkisstjórnarinnar væri niðurlæging fyrir Spán. „Það er fjarri því að þetta leiði til einhverrar samstöðu, þetta ýtir bara undir enn meiri aðskilnað.“ Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Ætlar að veita katalónskum aðskilnaðarsinnum uppreist æru Forsætisráðherra Spánar hefur tilkynnt það að hann hyggist veita katalónskum aðskilnaðarsinnum uppreist æru í þessari viku. Níu leiðtogar aðskilnaðarhreyfingarinnar voru fangelsaðir fyrir að hafa boðað til sjálfstæðisbyltingar árið 2017. 21. júní 2021 13:46 Mun óska eftir nýrri þjóðarkvæðagreiðslu um sjálfstæði Pere Aragonés var í dag kjörinn forseti héraðsstjórnar Katalóníu af héraðsþinginu. 21. maí 2021 14:49 Héraðsforsetinn settur af og Spánverjar sakaðir um mannréttindabrot Utanríkismálastjóri Katalóníuhéraðs segir yfirvöld á Spáni brjóta gegn tjáningarfrelsinu. Forseti héraðsstjórnar Katalóníu var settur af með dómi hæstaréttar landsins í gær. 29. september 2020 18:30 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Nímenningarnir voru fangelsaðir eftir að þeir voru dæmdir sekir fyrir uppreisnaráróður árið 2019. Þrír til viðbótar voru dæmdir sekir fyrir borgaralega óhlýðni en þeir voru ekki dæmdir til fangelsisvistar. Náðunin hefur verið umdeild á Spáni og í raun gagnrýnd af báðum hliðum. Þeir sem eru mótfallnir sjálfstæði Katalóníu hafa gagnrýnt yfirvöld fyrir að náða þessa andófsmenn og mótmæltu tugir þúsunda málinu í liðnum mánuði. Aðskilnaðarsinnar hafa einnig gagnrýnt ákvörðunina og segja stjórnvöld aðeins hafa náðað þá í von um að njóta í kjölfarið pólitískrar góðvildar aðskilnaðarsinna. Ríkisstjórnin vill hins vegar meina að með náðuninni mun spenna vegna Katalóníu minnka. Sjálfstæðisbarátta héraðsins, sem er hálfsjálfstætt, hófst af alvöru fyrir um fjórum árum síðan og varð valdur að mesta pólitíska óstöðugleika á Spáni í hartnær fjóra áratugi. Líklegt er að það muni taka nokkra daga að leysa leiðtogana úr haldi en til þess þarf konungur Spánar að samþykkja náðunina og greina þarf frá henni opinberlega í opinberu dagblaði Spánar. Náðunin mun þó ekki breyta þeirri staðreynd að enginn mannanna mun nokkurn tíma geta boðið sig fram til opinberrar stöðu og eru þeir skilorðsbundnir í einhvern tíma. Brjóti þeir af sér innan þess tíma mun refsing bíða þeirra að nýju. „Með því að náða níu manns munu þeir ekki fela kúgunina sem þeir bita hundruð aðskilnaðarsinna enn þá,“ skrifaði Raül Romeva, fyrrverandi utanríkisráðherra Katalóníu og einn nímenninganna. „Við munum ekki hætta að berjast.“ Fjöldi stjórnarandstöðuflokka hefur lýst því yfir að þeir hyggist áfrýja náðununum. Isabel Díaz Ayuso, leiðtogi mið-hægriflokks Madríd, sagði eftir náðunina að ákvörðun ríkisstjórnarinnar væri niðurlæging fyrir Spán. „Það er fjarri því að þetta leiði til einhverrar samstöðu, þetta ýtir bara undir enn meiri aðskilnað.“
Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Ætlar að veita katalónskum aðskilnaðarsinnum uppreist æru Forsætisráðherra Spánar hefur tilkynnt það að hann hyggist veita katalónskum aðskilnaðarsinnum uppreist æru í þessari viku. Níu leiðtogar aðskilnaðarhreyfingarinnar voru fangelsaðir fyrir að hafa boðað til sjálfstæðisbyltingar árið 2017. 21. júní 2021 13:46 Mun óska eftir nýrri þjóðarkvæðagreiðslu um sjálfstæði Pere Aragonés var í dag kjörinn forseti héraðsstjórnar Katalóníu af héraðsþinginu. 21. maí 2021 14:49 Héraðsforsetinn settur af og Spánverjar sakaðir um mannréttindabrot Utanríkismálastjóri Katalóníuhéraðs segir yfirvöld á Spáni brjóta gegn tjáningarfrelsinu. Forseti héraðsstjórnar Katalóníu var settur af með dómi hæstaréttar landsins í gær. 29. september 2020 18:30 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Ætlar að veita katalónskum aðskilnaðarsinnum uppreist æru Forsætisráðherra Spánar hefur tilkynnt það að hann hyggist veita katalónskum aðskilnaðarsinnum uppreist æru í þessari viku. Níu leiðtogar aðskilnaðarhreyfingarinnar voru fangelsaðir fyrir að hafa boðað til sjálfstæðisbyltingar árið 2017. 21. júní 2021 13:46
Mun óska eftir nýrri þjóðarkvæðagreiðslu um sjálfstæði Pere Aragonés var í dag kjörinn forseti héraðsstjórnar Katalóníu af héraðsþinginu. 21. maí 2021 14:49
Héraðsforsetinn settur af og Spánverjar sakaðir um mannréttindabrot Utanríkismálastjóri Katalóníuhéraðs segir yfirvöld á Spáni brjóta gegn tjáningarfrelsinu. Forseti héraðsstjórnar Katalóníu var settur af með dómi hæstaréttar landsins í gær. 29. september 2020 18:30