Leiðtogar katalónskra aðskilnaðarsinna náðaðir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júní 2021 13:44 Níu leiðtogar katalónskra aðskilnaðarsinna voru náðaðir í dag. EPA-EFE/Susanna Saez Níu leiðtogar katalónskra aðskilnaðarsinna hafa hlotið uppreist æru frá spænskum yfirvöldum eftir að þeir boðuðu til þjóðarkosningu um sjálfstæði frá Spáni árið 2017. Nímenningarnir voru fangelsaðir eftir að þeir voru dæmdir sekir fyrir uppreisnaráróður árið 2019. Þrír til viðbótar voru dæmdir sekir fyrir borgaralega óhlýðni en þeir voru ekki dæmdir til fangelsisvistar. Náðunin hefur verið umdeild á Spáni og í raun gagnrýnd af báðum hliðum. Þeir sem eru mótfallnir sjálfstæði Katalóníu hafa gagnrýnt yfirvöld fyrir að náða þessa andófsmenn og mótmæltu tugir þúsunda málinu í liðnum mánuði. Aðskilnaðarsinnar hafa einnig gagnrýnt ákvörðunina og segja stjórnvöld aðeins hafa náðað þá í von um að njóta í kjölfarið pólitískrar góðvildar aðskilnaðarsinna. Ríkisstjórnin vill hins vegar meina að með náðuninni mun spenna vegna Katalóníu minnka. Sjálfstæðisbarátta héraðsins, sem er hálfsjálfstætt, hófst af alvöru fyrir um fjórum árum síðan og varð valdur að mesta pólitíska óstöðugleika á Spáni í hartnær fjóra áratugi. Líklegt er að það muni taka nokkra daga að leysa leiðtogana úr haldi en til þess þarf konungur Spánar að samþykkja náðunina og greina þarf frá henni opinberlega í opinberu dagblaði Spánar. Náðunin mun þó ekki breyta þeirri staðreynd að enginn mannanna mun nokkurn tíma geta boðið sig fram til opinberrar stöðu og eru þeir skilorðsbundnir í einhvern tíma. Brjóti þeir af sér innan þess tíma mun refsing bíða þeirra að nýju. „Með því að náða níu manns munu þeir ekki fela kúgunina sem þeir bita hundruð aðskilnaðarsinna enn þá,“ skrifaði Raül Romeva, fyrrverandi utanríkisráðherra Katalóníu og einn nímenninganna. „Við munum ekki hætta að berjast.“ Fjöldi stjórnarandstöðuflokka hefur lýst því yfir að þeir hyggist áfrýja náðununum. Isabel Díaz Ayuso, leiðtogi mið-hægriflokks Madríd, sagði eftir náðunina að ákvörðun ríkisstjórnarinnar væri niðurlæging fyrir Spán. „Það er fjarri því að þetta leiði til einhverrar samstöðu, þetta ýtir bara undir enn meiri aðskilnað.“ Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Ætlar að veita katalónskum aðskilnaðarsinnum uppreist æru Forsætisráðherra Spánar hefur tilkynnt það að hann hyggist veita katalónskum aðskilnaðarsinnum uppreist æru í þessari viku. Níu leiðtogar aðskilnaðarhreyfingarinnar voru fangelsaðir fyrir að hafa boðað til sjálfstæðisbyltingar árið 2017. 21. júní 2021 13:46 Mun óska eftir nýrri þjóðarkvæðagreiðslu um sjálfstæði Pere Aragonés var í dag kjörinn forseti héraðsstjórnar Katalóníu af héraðsþinginu. 21. maí 2021 14:49 Héraðsforsetinn settur af og Spánverjar sakaðir um mannréttindabrot Utanríkismálastjóri Katalóníuhéraðs segir yfirvöld á Spáni brjóta gegn tjáningarfrelsinu. Forseti héraðsstjórnar Katalóníu var settur af með dómi hæstaréttar landsins í gær. 29. september 2020 18:30 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Nímenningarnir voru fangelsaðir eftir að þeir voru dæmdir sekir fyrir uppreisnaráróður árið 2019. Þrír til viðbótar voru dæmdir sekir fyrir borgaralega óhlýðni en þeir voru ekki dæmdir til fangelsisvistar. Náðunin hefur verið umdeild á Spáni og í raun gagnrýnd af báðum hliðum. Þeir sem eru mótfallnir sjálfstæði Katalóníu hafa gagnrýnt yfirvöld fyrir að náða þessa andófsmenn og mótmæltu tugir þúsunda málinu í liðnum mánuði. Aðskilnaðarsinnar hafa einnig gagnrýnt ákvörðunina og segja stjórnvöld aðeins hafa náðað þá í von um að njóta í kjölfarið pólitískrar góðvildar aðskilnaðarsinna. Ríkisstjórnin vill hins vegar meina að með náðuninni mun spenna vegna Katalóníu minnka. Sjálfstæðisbarátta héraðsins, sem er hálfsjálfstætt, hófst af alvöru fyrir um fjórum árum síðan og varð valdur að mesta pólitíska óstöðugleika á Spáni í hartnær fjóra áratugi. Líklegt er að það muni taka nokkra daga að leysa leiðtogana úr haldi en til þess þarf konungur Spánar að samþykkja náðunina og greina þarf frá henni opinberlega í opinberu dagblaði Spánar. Náðunin mun þó ekki breyta þeirri staðreynd að enginn mannanna mun nokkurn tíma geta boðið sig fram til opinberrar stöðu og eru þeir skilorðsbundnir í einhvern tíma. Brjóti þeir af sér innan þess tíma mun refsing bíða þeirra að nýju. „Með því að náða níu manns munu þeir ekki fela kúgunina sem þeir bita hundruð aðskilnaðarsinna enn þá,“ skrifaði Raül Romeva, fyrrverandi utanríkisráðherra Katalóníu og einn nímenninganna. „Við munum ekki hætta að berjast.“ Fjöldi stjórnarandstöðuflokka hefur lýst því yfir að þeir hyggist áfrýja náðununum. Isabel Díaz Ayuso, leiðtogi mið-hægriflokks Madríd, sagði eftir náðunina að ákvörðun ríkisstjórnarinnar væri niðurlæging fyrir Spán. „Það er fjarri því að þetta leiði til einhverrar samstöðu, þetta ýtir bara undir enn meiri aðskilnað.“
Spánn Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Ætlar að veita katalónskum aðskilnaðarsinnum uppreist æru Forsætisráðherra Spánar hefur tilkynnt það að hann hyggist veita katalónskum aðskilnaðarsinnum uppreist æru í þessari viku. Níu leiðtogar aðskilnaðarhreyfingarinnar voru fangelsaðir fyrir að hafa boðað til sjálfstæðisbyltingar árið 2017. 21. júní 2021 13:46 Mun óska eftir nýrri þjóðarkvæðagreiðslu um sjálfstæði Pere Aragonés var í dag kjörinn forseti héraðsstjórnar Katalóníu af héraðsþinginu. 21. maí 2021 14:49 Héraðsforsetinn settur af og Spánverjar sakaðir um mannréttindabrot Utanríkismálastjóri Katalóníuhéraðs segir yfirvöld á Spáni brjóta gegn tjáningarfrelsinu. Forseti héraðsstjórnar Katalóníu var settur af með dómi hæstaréttar landsins í gær. 29. september 2020 18:30 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Ætlar að veita katalónskum aðskilnaðarsinnum uppreist æru Forsætisráðherra Spánar hefur tilkynnt það að hann hyggist veita katalónskum aðskilnaðarsinnum uppreist æru í þessari viku. Níu leiðtogar aðskilnaðarhreyfingarinnar voru fangelsaðir fyrir að hafa boðað til sjálfstæðisbyltingar árið 2017. 21. júní 2021 13:46
Mun óska eftir nýrri þjóðarkvæðagreiðslu um sjálfstæði Pere Aragonés var í dag kjörinn forseti héraðsstjórnar Katalóníu af héraðsþinginu. 21. maí 2021 14:49
Héraðsforsetinn settur af og Spánverjar sakaðir um mannréttindabrot Utanríkismálastjóri Katalóníuhéraðs segir yfirvöld á Spáni brjóta gegn tjáningarfrelsinu. Forseti héraðsstjórnar Katalóníu var settur af með dómi hæstaréttar landsins í gær. 29. september 2020 18:30