Tímamót í Kauphöllinni þegar Íslandsbanki var skráður Snorri Másson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 22. júní 2021 09:50 Magnús Harðarson forstjóri Kauphallarinnar og Birna Einarsdóttir bankastjóri við skráningu Íslandsbanka í Nasdaq Iceland í dag. Vísir/Arnar Bjöllunni var hringt við mikinn fögnuð í Kauphöll Íslands í morgun þegar Íslandsbanki hf. var skráður á aðalmarkað Nasdaq Iceland. Hlutir upp á 35% í félaginu eru nú skráðir og geta þar með gengið kaupum og sölum. Hlutir í bankanum hafa rokið upp um 20% eftir að skráningin átti sér stað. Söluvirðið í útboðinu voru 79 krónur en gengi bréfanna er nú um 95 krónur. Íslendingar og erlendir aðilar keyptu hluti í nýafstöðnu útboði fyrir 55 milljarða króna, en umframeftirspurn var veruleg, eða upp á tæpa 500 milljarða. Íslandsbanki er nú fjölmennasta hlutafélag á íslenskum hlutabréfamarkaði. Þeir sem keyptu hlut á minna en milljón fengu hann óskertan - stærri fjárfestar báru í mörgum tilvikum skarðan hlut frá borði. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka, sem hringdi bjöllunni við hlið Magnúsar Harðarsonar forstjóra Kauphallarinnar, er hér með fyrsta konan í nokkurn tíma til að stýra félagi í íslensku Kauphöllinni. Undanfarin fimm ár hefur engin kona verið forstjóri félags í Kauphöllinni. Sigrún Ragna Ólafsdóttir lét af störfum sem forstjóri VÍS árið 2016. Söluferli Íslandsbanka er rétt að hefjast, en enn er 65% hlutur í bankanum í eigu íslenska ríkisins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur lýst yfir ánægju með vel heppnað útboð og vill selja frekari hlut ríkisins í bankanum í framhaldinu. Eins og stendur fara innlendir fjárfestar með um 24% og erlendir fjárfestar með um 11% af heildarhlutafé bankans. Heildarmarkaðsvirði bankans nam um 158 milljörðum miðað við útboðsverð en virðist nú standa í um 190 milljörðum ef tekið er mið af breyttu virði bréfanna. Skráningu fylgja breytingar Birna Einarsdóttir segist aldeilis ánægð í samtali við fréttastofu. „Ég er búin að eiga mér þennan draum að skrá Íslandsbanka á markað þannig að ég er svo sannarlega stolt og lukkuleg í dag.“ Birna Einarsdóttir bankastjóri.Vísir/Arnar Birna segir að bankinn hafi í gegnum tíðina lagt áherslu á jafnréttismál og hún vonar að kvenkyns forstjórum fjölgi í Kauphöllinni. Það sé í sjálfu sér skrýtið að engin kona sé þegar forstjóri skráðs félags. „Í sjálfu sér má segja að það sé alveg ótrúlegt, en það endurspeglar í sjálfu sér atvinnulífið eins og það er í dag. En þetta er að breytast og allt að færast í betra horf vonandi.“ Mikill áhugi fjárfesta kom Birnu á óvart og hún segir skráninguna mikilvægt skref fyrir bankann. „Að sjálfsögðu fylgja svona skráningu einhverjar breytingar. Við erum að fá til okkar 24.000 nýja hluthafa, stóra og smá, innlenda og erlenda, sem við hlökkum til að starfa með. Við erum með mjög skýra stefnu um það hvert við erum að fara en að sjálfsögðu þegar nýir aðilar koma inn geta áherslur breyst og við bara erum spennt að vinna með þeim.“ Íslenskir bankar Kauphöllin Tengdar fréttir Bjarni ánægður með fjölmennasta hluthafahóp landsins Hluthafar Íslandsbanka verða um tuttugu og fjögur þúsund eftir hlutafjárútboð bankans og fleiri en í nokkru öðru skráðu fyrirtæki. Umfram eftirspurn eftir hlutabréfum var margföld og fjármálaráðherra segir stóran eigendahóp hafa mikla þýðingu fyrir samfélagslega sátt söluna. 16. júní 2021 12:16 Stjórnarkonur ósáttar: Karlaklíkur útiloka konur í forstjórastólinn Stjórnarkonur í skráðum félögum á Íslandi telja ráðningaferli í forstjórastól oft útilokandi fyrir konur. Þær kalla stjórnir í heild sinni til ábyrgðar. Þá telja margar ráðningaferlin oft meingölluð. Það eigi einnig við um ráðningar þar sem leitað er til fagaðila. Þetta og fleira kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birtar eru í dag og meira en helmingur stjórnarkvenna í skráðum félögum á Íslandi tók þátt í. 22. júní 2021 07:01 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Hlutir í bankanum hafa rokið upp um 20% eftir að skráningin átti sér stað. Söluvirðið í útboðinu voru 79 krónur en gengi bréfanna er nú um 95 krónur. Íslendingar og erlendir aðilar keyptu hluti í nýafstöðnu útboði fyrir 55 milljarða króna, en umframeftirspurn var veruleg, eða upp á tæpa 500 milljarða. Íslandsbanki er nú fjölmennasta hlutafélag á íslenskum hlutabréfamarkaði. Þeir sem keyptu hlut á minna en milljón fengu hann óskertan - stærri fjárfestar báru í mörgum tilvikum skarðan hlut frá borði. Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka, sem hringdi bjöllunni við hlið Magnúsar Harðarsonar forstjóra Kauphallarinnar, er hér með fyrsta konan í nokkurn tíma til að stýra félagi í íslensku Kauphöllinni. Undanfarin fimm ár hefur engin kona verið forstjóri félags í Kauphöllinni. Sigrún Ragna Ólafsdóttir lét af störfum sem forstjóri VÍS árið 2016. Söluferli Íslandsbanka er rétt að hefjast, en enn er 65% hlutur í bankanum í eigu íslenska ríkisins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur lýst yfir ánægju með vel heppnað útboð og vill selja frekari hlut ríkisins í bankanum í framhaldinu. Eins og stendur fara innlendir fjárfestar með um 24% og erlendir fjárfestar með um 11% af heildarhlutafé bankans. Heildarmarkaðsvirði bankans nam um 158 milljörðum miðað við útboðsverð en virðist nú standa í um 190 milljörðum ef tekið er mið af breyttu virði bréfanna. Skráningu fylgja breytingar Birna Einarsdóttir segist aldeilis ánægð í samtali við fréttastofu. „Ég er búin að eiga mér þennan draum að skrá Íslandsbanka á markað þannig að ég er svo sannarlega stolt og lukkuleg í dag.“ Birna Einarsdóttir bankastjóri.Vísir/Arnar Birna segir að bankinn hafi í gegnum tíðina lagt áherslu á jafnréttismál og hún vonar að kvenkyns forstjórum fjölgi í Kauphöllinni. Það sé í sjálfu sér skrýtið að engin kona sé þegar forstjóri skráðs félags. „Í sjálfu sér má segja að það sé alveg ótrúlegt, en það endurspeglar í sjálfu sér atvinnulífið eins og það er í dag. En þetta er að breytast og allt að færast í betra horf vonandi.“ Mikill áhugi fjárfesta kom Birnu á óvart og hún segir skráninguna mikilvægt skref fyrir bankann. „Að sjálfsögðu fylgja svona skráningu einhverjar breytingar. Við erum að fá til okkar 24.000 nýja hluthafa, stóra og smá, innlenda og erlenda, sem við hlökkum til að starfa með. Við erum með mjög skýra stefnu um það hvert við erum að fara en að sjálfsögðu þegar nýir aðilar koma inn geta áherslur breyst og við bara erum spennt að vinna með þeim.“
Íslenskir bankar Kauphöllin Tengdar fréttir Bjarni ánægður með fjölmennasta hluthafahóp landsins Hluthafar Íslandsbanka verða um tuttugu og fjögur þúsund eftir hlutafjárútboð bankans og fleiri en í nokkru öðru skráðu fyrirtæki. Umfram eftirspurn eftir hlutabréfum var margföld og fjármálaráðherra segir stóran eigendahóp hafa mikla þýðingu fyrir samfélagslega sátt söluna. 16. júní 2021 12:16 Stjórnarkonur ósáttar: Karlaklíkur útiloka konur í forstjórastólinn Stjórnarkonur í skráðum félögum á Íslandi telja ráðningaferli í forstjórastól oft útilokandi fyrir konur. Þær kalla stjórnir í heild sinni til ábyrgðar. Þá telja margar ráðningaferlin oft meingölluð. Það eigi einnig við um ráðningar þar sem leitað er til fagaðila. Þetta og fleira kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birtar eru í dag og meira en helmingur stjórnarkvenna í skráðum félögum á Íslandi tók þátt í. 22. júní 2021 07:01 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Bjarni ánægður með fjölmennasta hluthafahóp landsins Hluthafar Íslandsbanka verða um tuttugu og fjögur þúsund eftir hlutafjárútboð bankans og fleiri en í nokkru öðru skráðu fyrirtæki. Umfram eftirspurn eftir hlutabréfum var margföld og fjármálaráðherra segir stóran eigendahóp hafa mikla þýðingu fyrir samfélagslega sátt söluna. 16. júní 2021 12:16
Stjórnarkonur ósáttar: Karlaklíkur útiloka konur í forstjórastólinn Stjórnarkonur í skráðum félögum á Íslandi telja ráðningaferli í forstjórastól oft útilokandi fyrir konur. Þær kalla stjórnir í heild sinni til ábyrgðar. Þá telja margar ráðningaferlin oft meingölluð. Það eigi einnig við um ráðningar þar sem leitað er til fagaðila. Þetta og fleira kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birtar eru í dag og meira en helmingur stjórnarkvenna í skráðum félögum á Íslandi tók þátt í. 22. júní 2021 07:01