Kona jaðarsetningar og forréttinda? Ellen Jacqueline Calmon skrifar 19. júní 2021 09:30 Forréttindi Konan er fjörtíuogeitthvað býr á Íslandi, vel menntuð, með íslensku að móðurmáli, ljós á hörund, skortir engin fjárhagsleg gæði, er í vinnu. Jaðarsetning Konan er fjörtíuogeitthvað býr á Íslandi, með íslensku að móðurmáli, ljós á hörund, ólst upp hjá móður sem var alkahólisti, fékk bara að vera hjá pabba sínum aðra hvora helgi, var nauðgað á unglingsárum, greindist nýlega með geðhvarfasýki, er í hlutastarfi. Sama konan Þetta er sama konan. Þetta er kona sem býr við ýmis forréttindi í íslensku samfélagi en tilheyrir að sama skapi hópi kvenna sem verður fyrir jaðarsetningu og fordómum. Hún hefur gengið menntaveginn eftir að hafa alist upp hjá móður sem er alkahólisti en leitaði skjóls hjá föður sínum þegar hún gat og mátti. En pabbinn mátti bara hafa barnið aðra hvora helgi eins og lög gerðu ráð fyrir í þá daga. Henni varð nauðgað á unglingsárunum af jafnaldra sem hún þekkti. Hún hefur aldrei upplifað sig almennilega heila inni í sér og gekk á milli lækna sem ekki hlustuðu og töldu hana móðursjúka, sögðu henni að hreyfa sig og borða hollt. Hún hefur ekki getað stundað fullt starf meirihluta fullorðinsára sinna sökum alls þess sem fylgir henni úr barnæsku og frá unglingsárum. Nýlega fékk hún svo greiningu um að hún væri með geðhvarfasýki. Hún gladdist yfir greiningunni því greiningin var einnig skýring svo margs sem bærðist innra með henni. Hún leit á greininguna sem verkfæri til að vinna á þáttum sem hafa verið henni flóknir. Hún á maka sem er í ágætis starfi sem gerir það að verkum að hana skortir engin fjárhagsleg gæði. En þar sem hún hefur mest megins verið í hlutastarfi og því ekki verið hálaunakona mun hún bera skarðan hlut frá borði þegar að efri árum kemur. Hún er því mjög háð maka sínum fjárhagslega og því í raun ekki sjálfstæð. Af hverju hún? Þetta er bara ein dæmisaga um konu. Ég hefði einnig getað tekið dæmi um konu með annað móðurmál en íslensku, eða konu sem er með sýnilega fötlun eða aðra konu. En ég ákvað að taka dæmi um konu sem ber það ekki endilega utan á sér að búa við jaðarsetningu. Konu sem hefur ekki sagt sögu sína opinberlega og finnst hún ekki þurfa gera það. Konu sem margir telja vera forréttindakonu og er kannski í raun forréttindakona um leið og hún er kona jaðarsetningar. Kvenréttindi eru jafnréttismál Í dag fögnum við Kvenréttindadeginum og það hefur margt áunnnist í jafnréttisbaráttunni sem er vel. En jafnréttisbaráttan fjallar ekki bara um réttindi kvenna heldur jafnrétti í samfélaginu öllu. Hvað ef pabbi hennar hefði haft réttinn til að hafa hana meira hjá sér en aðra hvora helgi þegar hún var barn? Hvað ef þöggun um það sem gerist inni á heimilum hefði verið minni? Hvað ef barnaverndin hefði virkað eins og hún á að virka? Hvað ef fræðsla um ofbeldi, kynlíf og opinská umræða um persónuleg mörk hefði verið meiri í hennar æsku og á unglingsárum? Hvað ef fordómar gagnvart geðsjúkdómum hefðu verið minni og opinská umræða um þá hefði verið meiri? Hvað ef heilbrigðiskerfið hlustaði betur eftir líðan kvenna? Hvað ef lífeyriskerfið tryggði örorkulífeyrisþegum og láglaunakonum mannsæmandi lífeyri þegar til eldri ára kemur? Við eigum enn ýmis verk óunnin til að tryggja raunverulegt og fullkomið jafnrétti í íslensku samfélagi. Við þurfum að huga að jafnréttismálum strax í bernsku og þau eiga að vera samtvinnuð öllum okkar grunnstoðum eins og heilbrigðiskerfinu, félagslega kerfinu, tryggingakerfinu, menntakerfinu og fjárhagslegum kerfum samfélagsins. Leggjum öll jafnréttinu lið, því það er betra fyrir samfélagið allt! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og ritari stjórnar Kvenréttindafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Jafnréttismál Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Forréttindi Konan er fjörtíuogeitthvað býr á Íslandi, vel menntuð, með íslensku að móðurmáli, ljós á hörund, skortir engin fjárhagsleg gæði, er í vinnu. Jaðarsetning Konan er fjörtíuogeitthvað býr á Íslandi, með íslensku að móðurmáli, ljós á hörund, ólst upp hjá móður sem var alkahólisti, fékk bara að vera hjá pabba sínum aðra hvora helgi, var nauðgað á unglingsárum, greindist nýlega með geðhvarfasýki, er í hlutastarfi. Sama konan Þetta er sama konan. Þetta er kona sem býr við ýmis forréttindi í íslensku samfélagi en tilheyrir að sama skapi hópi kvenna sem verður fyrir jaðarsetningu og fordómum. Hún hefur gengið menntaveginn eftir að hafa alist upp hjá móður sem er alkahólisti en leitaði skjóls hjá föður sínum þegar hún gat og mátti. En pabbinn mátti bara hafa barnið aðra hvora helgi eins og lög gerðu ráð fyrir í þá daga. Henni varð nauðgað á unglingsárunum af jafnaldra sem hún þekkti. Hún hefur aldrei upplifað sig almennilega heila inni í sér og gekk á milli lækna sem ekki hlustuðu og töldu hana móðursjúka, sögðu henni að hreyfa sig og borða hollt. Hún hefur ekki getað stundað fullt starf meirihluta fullorðinsára sinna sökum alls þess sem fylgir henni úr barnæsku og frá unglingsárum. Nýlega fékk hún svo greiningu um að hún væri með geðhvarfasýki. Hún gladdist yfir greiningunni því greiningin var einnig skýring svo margs sem bærðist innra með henni. Hún leit á greininguna sem verkfæri til að vinna á þáttum sem hafa verið henni flóknir. Hún á maka sem er í ágætis starfi sem gerir það að verkum að hana skortir engin fjárhagsleg gæði. En þar sem hún hefur mest megins verið í hlutastarfi og því ekki verið hálaunakona mun hún bera skarðan hlut frá borði þegar að efri árum kemur. Hún er því mjög háð maka sínum fjárhagslega og því í raun ekki sjálfstæð. Af hverju hún? Þetta er bara ein dæmisaga um konu. Ég hefði einnig getað tekið dæmi um konu með annað móðurmál en íslensku, eða konu sem er með sýnilega fötlun eða aðra konu. En ég ákvað að taka dæmi um konu sem ber það ekki endilega utan á sér að búa við jaðarsetningu. Konu sem hefur ekki sagt sögu sína opinberlega og finnst hún ekki þurfa gera það. Konu sem margir telja vera forréttindakonu og er kannski í raun forréttindakona um leið og hún er kona jaðarsetningar. Kvenréttindi eru jafnréttismál Í dag fögnum við Kvenréttindadeginum og það hefur margt áunnnist í jafnréttisbaráttunni sem er vel. En jafnréttisbaráttan fjallar ekki bara um réttindi kvenna heldur jafnrétti í samfélaginu öllu. Hvað ef pabbi hennar hefði haft réttinn til að hafa hana meira hjá sér en aðra hvora helgi þegar hún var barn? Hvað ef þöggun um það sem gerist inni á heimilum hefði verið minni? Hvað ef barnaverndin hefði virkað eins og hún á að virka? Hvað ef fræðsla um ofbeldi, kynlíf og opinská umræða um persónuleg mörk hefði verið meiri í hennar æsku og á unglingsárum? Hvað ef fordómar gagnvart geðsjúkdómum hefðu verið minni og opinská umræða um þá hefði verið meiri? Hvað ef heilbrigðiskerfið hlustaði betur eftir líðan kvenna? Hvað ef lífeyriskerfið tryggði örorkulífeyrisþegum og láglaunakonum mannsæmandi lífeyri þegar til eldri ára kemur? Við eigum enn ýmis verk óunnin til að tryggja raunverulegt og fullkomið jafnrétti í íslensku samfélagi. Við þurfum að huga að jafnréttismálum strax í bernsku og þau eiga að vera samtvinnuð öllum okkar grunnstoðum eins og heilbrigðiskerfinu, félagslega kerfinu, tryggingakerfinu, menntakerfinu og fjárhagslegum kerfum samfélagsins. Leggjum öll jafnréttinu lið, því það er betra fyrir samfélagið allt! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og ritari stjórnar Kvenréttindafélags Íslands.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun