Ferðamennirnir miður sín og í farsóttarhúsi Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júní 2021 18:41 Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði embættis landlæknis. Vísir/Arnar Ferðamenn sem greindust með Delta-afbrigði kórónuveirunnar í vikunni eru miður sín, að sögn yfirlæknis. Þá beri að hafa í huga fyrir veisluhöld helgarinnar að stór hluti yngri aldurshópa sé aðeins hálfvarinn. Ferðamennirnir komu til landsins frá Mið-Austurlöndum í byrjun mánaðar, voru fullbólusettir og greindust neikvæðir í sýnatöku við komuna hingað. Þeir reyndust svo jákvæðir fyrir veirunni við skimun fyrir brottför á þriðjudag - og raðgreining leiddi í ljós að um var að ræða hið sérstaklega smitbæra Delta-afbrigði frá Indlandi. „Gisting og annað í þeirra ferðalagi var þannig háttað að þau höfðu mjög lítil samskipti við aðra, sem betur fer,“ segir Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði hjá embætti landlæknis. „Þannig að það passar við tímasetningin að þau hafi líklega smitast rétt fyrir eða á ferðalaginu.“ Fólkið verður í einangrun í farsóttarhúsi í fjórtán daga. „Þau voru bara miður sín greyið fólkið og kom þeim mjög á óvart,“ segir Guðrún. Mikið partístand í vændum Helgin sem nú fer í hönd verður að öllum líkindum lituð miklum veisluhöldum en þúsundir verða brautskráðar frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík á morgun. Guðrún bendir á að þó að bólusetning sé annað hvort hafin eða henni lokið hjá samtals um 67 prósent fólks á aldrinum 16-29 ára, sem líklegast verður fyrirferðarmikill hópur í veisluhöldum helgarinnar, sé ein sprauta í flestum tilvikum ekki næg vörn. „En til dæmis eru nýjar rannsóknir varðandi þetta Delta-afbrigði sem sýna það að það er góð vörn eftir tvær bólusetningar, þetta voru rannsóknir með Pfizer og AstraZeneca-bóluefninu, en það var ekki mjög góð vörn eftir bara eina sprautu.“ Þá hafi yngri kynslóðir ekki mætt jafnvel í bólusetningar og eldri hópar en Guðrún hvetur alla eindreigið til þess að mæta. Þá sé mælt með því að fólk fari varlega um helgina. „Það er ástæða fyrir því að það var ekki aflétt frekar á þessum tíma en var gert en þetta gildir bara í smá tíma, tvær vikur í viðbót,“ segir Guðrún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamennirnir reyndust með indverska afbrigðið Ferðamennirnir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar fyrr í vikunni reyndust með Delta-afbrigðið svokallaða, sem rakið er til Indlands, samkvæmt niðurstöðum raðgreiningar. Talið er að fólkið hafi smitast rétt áður en það kom til landsins og þá þykir ólíklegt að það hafi smitað út frá sér. 18. júní 2021 12:05 Tveir greindust utan sóttkvíar Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Báðir voru þeir utan sóttkvíar. 16. júní 2021 11:14 Partýsprengja um helgina Telja má líklegt að laugardagurinn 19. júní verði mikill veisludagur. Brautskráning kandídata við Háskóla Íslands fer fram í Laugardalshöll og kandídatar við Háskólann í Reykjavík fá sínar viðurkenningar við athöfn í Hörpu. 18. júní 2021 10:15 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
Ferðamennirnir komu til landsins frá Mið-Austurlöndum í byrjun mánaðar, voru fullbólusettir og greindust neikvæðir í sýnatöku við komuna hingað. Þeir reyndust svo jákvæðir fyrir veirunni við skimun fyrir brottför á þriðjudag - og raðgreining leiddi í ljós að um var að ræða hið sérstaklega smitbæra Delta-afbrigði frá Indlandi. „Gisting og annað í þeirra ferðalagi var þannig háttað að þau höfðu mjög lítil samskipti við aðra, sem betur fer,“ segir Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði hjá embætti landlæknis. „Þannig að það passar við tímasetningin að þau hafi líklega smitast rétt fyrir eða á ferðalaginu.“ Fólkið verður í einangrun í farsóttarhúsi í fjórtán daga. „Þau voru bara miður sín greyið fólkið og kom þeim mjög á óvart,“ segir Guðrún. Mikið partístand í vændum Helgin sem nú fer í hönd verður að öllum líkindum lituð miklum veisluhöldum en þúsundir verða brautskráðar frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík á morgun. Guðrún bendir á að þó að bólusetning sé annað hvort hafin eða henni lokið hjá samtals um 67 prósent fólks á aldrinum 16-29 ára, sem líklegast verður fyrirferðarmikill hópur í veisluhöldum helgarinnar, sé ein sprauta í flestum tilvikum ekki næg vörn. „En til dæmis eru nýjar rannsóknir varðandi þetta Delta-afbrigði sem sýna það að það er góð vörn eftir tvær bólusetningar, þetta voru rannsóknir með Pfizer og AstraZeneca-bóluefninu, en það var ekki mjög góð vörn eftir bara eina sprautu.“ Þá hafi yngri kynslóðir ekki mætt jafnvel í bólusetningar og eldri hópar en Guðrún hvetur alla eindreigið til þess að mæta. Þá sé mælt með því að fólk fari varlega um helgina. „Það er ástæða fyrir því að það var ekki aflétt frekar á þessum tíma en var gert en þetta gildir bara í smá tíma, tvær vikur í viðbót,“ segir Guðrún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamennirnir reyndust með indverska afbrigðið Ferðamennirnir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar fyrr í vikunni reyndust með Delta-afbrigðið svokallaða, sem rakið er til Indlands, samkvæmt niðurstöðum raðgreiningar. Talið er að fólkið hafi smitast rétt áður en það kom til landsins og þá þykir ólíklegt að það hafi smitað út frá sér. 18. júní 2021 12:05 Tveir greindust utan sóttkvíar Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Báðir voru þeir utan sóttkvíar. 16. júní 2021 11:14 Partýsprengja um helgina Telja má líklegt að laugardagurinn 19. júní verði mikill veisludagur. Brautskráning kandídata við Háskóla Íslands fer fram í Laugardalshöll og kandídatar við Háskólann í Reykjavík fá sínar viðurkenningar við athöfn í Hörpu. 18. júní 2021 10:15 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Sjá meira
Ferðamennirnir reyndust með indverska afbrigðið Ferðamennirnir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar fyrr í vikunni reyndust með Delta-afbrigðið svokallaða, sem rakið er til Indlands, samkvæmt niðurstöðum raðgreiningar. Talið er að fólkið hafi smitast rétt áður en það kom til landsins og þá þykir ólíklegt að það hafi smitað út frá sér. 18. júní 2021 12:05
Tveir greindust utan sóttkvíar Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Báðir voru þeir utan sóttkvíar. 16. júní 2021 11:14
Partýsprengja um helgina Telja má líklegt að laugardagurinn 19. júní verði mikill veisludagur. Brautskráning kandídata við Háskóla Íslands fer fram í Laugardalshöll og kandídatar við Háskólann í Reykjavík fá sínar viðurkenningar við athöfn í Hörpu. 18. júní 2021 10:15