Aflétting sóttvarnareglna á landamærum metin í lok mánaðar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. júní 2021 19:00 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir að gætt verði ítrustu varúðar þegar staðan verður metin í lok mánaðar. vilhelm gunnarsson Aflétting sóttvarnareglna á landamærunum verður metin í lok mánaðar. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ferðaþjónustan vonast til að sóttkví við komuna til landsins verði afnumin. Óbólusettir ferðamenn sem ferðast hingað til lands þurfa að sýna fram á neikvætt PCR próf, fara í tvær sýnatökur og sæta fimm daga sóttkví. Í samtali við mbl.is í morgun sagðist Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar vona að sóttkví við komuna til landsins verði afnumin fljótlega. Meta stöðuna um mánaðamótin „Við höfum verið að meta það og höfum frestað því vegna þess að við höfum ekki talið það verjandi að gera það hingað til. Næsta ákvörðun sem við tökum í þessum málum er um mánaðamótin og út frá þróuninni sem við erum að sjá þá er auðvitað lang mesta fjölgunin hjá þeim sem eru að koma hingað sem eru full bólusettir,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. „Þannig að sóttkvíin er eingöngu fyrir þau sem eru ekki full bólusett. Við munum meta stöðuna síðar í þessum mánuði af því að næsta ákvörðun, hana þarf að taka um mánaðamótin og þá munum við hér eftir sem hingað til bara gera það út frá ítrustu varkárni.“ Áhyggjur af nýjum afbrigðum Katrín segir stöðuna góða hér á landi enda Ísland meðal fimm fremstu ríkja heims í bólusetningarmálum. Hún hefur þó áhyggjur af nýjum afbrigðum sem nú greinast erlendis og nefnir Indverska afbrigðið sem dæmi. Katrín hvetur fólk til að mæta í bólusetningu svo hjarðónæmi náist en mæting hefur verið dræmari hjá ungu fólki. „Það eru vísbendingar um að unga fólkið sé tregara til að mæta þegar það er boðað í bólusetningu þannig ég auðvitað hvet áfram alla til að mæta í bólusetningu því það verður ekki hægt að slaka á fyrr en við erum komin þangað að það sé hægt að tala um hjarðónæmi,“ sagði Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
Óbólusettir ferðamenn sem ferðast hingað til lands þurfa að sýna fram á neikvætt PCR próf, fara í tvær sýnatökur og sæta fimm daga sóttkví. Í samtali við mbl.is í morgun sagðist Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar vona að sóttkví við komuna til landsins verði afnumin fljótlega. Meta stöðuna um mánaðamótin „Við höfum verið að meta það og höfum frestað því vegna þess að við höfum ekki talið það verjandi að gera það hingað til. Næsta ákvörðun sem við tökum í þessum málum er um mánaðamótin og út frá þróuninni sem við erum að sjá þá er auðvitað lang mesta fjölgunin hjá þeim sem eru að koma hingað sem eru full bólusettir,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. „Þannig að sóttkvíin er eingöngu fyrir þau sem eru ekki full bólusett. Við munum meta stöðuna síðar í þessum mánuði af því að næsta ákvörðun, hana þarf að taka um mánaðamótin og þá munum við hér eftir sem hingað til bara gera það út frá ítrustu varkárni.“ Áhyggjur af nýjum afbrigðum Katrín segir stöðuna góða hér á landi enda Ísland meðal fimm fremstu ríkja heims í bólusetningarmálum. Hún hefur þó áhyggjur af nýjum afbrigðum sem nú greinast erlendis og nefnir Indverska afbrigðið sem dæmi. Katrín hvetur fólk til að mæta í bólusetningu svo hjarðónæmi náist en mæting hefur verið dræmari hjá ungu fólki. „Það eru vísbendingar um að unga fólkið sé tregara til að mæta þegar það er boðað í bólusetningu þannig ég auðvitað hvet áfram alla til að mæta í bólusetningu því það verður ekki hægt að slaka á fyrr en við erum komin þangað að það sé hægt að tala um hjarðónæmi,“ sagði Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira