Unnu tvo síðustu Íslandsmeistaratitla sína í Hafnarfirði og geta nú endurtekið leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2021 12:01 Valsmenn mæta til leiks með þriggja marka forskot frá því í fyrri leiknum við Hauka. Vísir/Elín Björg Úrslitin í Olís deild karla í handbolta ráðast á Ásvöllum í kvöld og það ætti að færa Valsmönnum góðar minningar að geta orðið meistarar í Hafnarfirði. Valsmenn mæta með þriggja marka forskot í farteskinu í kvöld þegar seinni úrslitaleikur Hauka og Vals fer fram á Ásvöllum. Þeir mega því tapa með tveimur mörkum en yrðu samt Íslandsmeistarar. Valsmenn unnu titilinn síðast 2017 og þetta yrði þá þriðja Íslandsmeistaratitill félagsins í handbolta karla á þessari öld. Þessir tveir Íslandsmeistaratitlar Valsmanna á öldinni eiga tvennt sameiginlegt þótt annar hafi unnist í deildarkeppni en hinn í úrslitakeppni. Valsmenn urðu síðast Íslandsmeistarar 21. maí 2017 eftir sjö marka sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika í Hafnarfirði. Valsmenn unnu þá alla útileiki sína í úrslitaeinvíginu. Það var fyrsti Íslandsmeistaratitil Valsliðsins í tíu ár eða síðan að þeir unnu hann vorið 2007. Valsmenn tryggðu sér þá titilinn í lokaumferðinni 22. apríl 2007 og fór lokaleikur Valsmanna einmitt fram í Hafnarfriði.Valsmenn unnu þá tveggja marka sigur á Haukum á Ásvöllum, 33-31, og það tryggði þeim eins stigs forskot á HK-liðið. Valur hefur því unnið tvo síðustu Íslandsmeistaratitla sína í Hafnarfirði og geta nú endurtekið leikinn í kvöld Óskar Bjarni Óskarsson hefur líka komið að báðum þessum titlum. Hann var þjálfari liðsins 2007 og þjálfaði liðið með Guðlaugi Arnarssyni 2017. Nú er Óskar Bjarni aðstoðarþjálfari hjá Snorra Stein Guðjónssyni. Það er reyndar hægt að fara enn lengra aftur því þegar Valsmenn unnu 2007 þá voru þeir búnir að bíða í níu ár eftir Íslandsmeistaratitlinum. Valsliðið vann þá Fram í úrslitaeinvíginu 1998 og Jón Kristjánsson var þá spilandi þjálfari en á bekknum var hann með Óskar Bjarna sem aðstoðarmann sinn. Sá titill kom hins vegar í hús með sigri í fjórða leiknum á Hlíðarenda. Leikur Hauka og Vals hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Seinni bylgjan byrjar upphitun klukkan 18.45 og mun síðan gera upp leikinn og alla úrslitakeppnina eftir hann. Allt á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Valur Haukar Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Sjá meira
Valsmenn mæta með þriggja marka forskot í farteskinu í kvöld þegar seinni úrslitaleikur Hauka og Vals fer fram á Ásvöllum. Þeir mega því tapa með tveimur mörkum en yrðu samt Íslandsmeistarar. Valsmenn unnu titilinn síðast 2017 og þetta yrði þá þriðja Íslandsmeistaratitill félagsins í handbolta karla á þessari öld. Þessir tveir Íslandsmeistaratitlar Valsmanna á öldinni eiga tvennt sameiginlegt þótt annar hafi unnist í deildarkeppni en hinn í úrslitakeppni. Valsmenn urðu síðast Íslandsmeistarar 21. maí 2017 eftir sjö marka sigur á FH í oddaleik í Kaplakrika í Hafnarfirði. Valsmenn unnu þá alla útileiki sína í úrslitaeinvíginu. Það var fyrsti Íslandsmeistaratitil Valsliðsins í tíu ár eða síðan að þeir unnu hann vorið 2007. Valsmenn tryggðu sér þá titilinn í lokaumferðinni 22. apríl 2007 og fór lokaleikur Valsmanna einmitt fram í Hafnarfriði.Valsmenn unnu þá tveggja marka sigur á Haukum á Ásvöllum, 33-31, og það tryggði þeim eins stigs forskot á HK-liðið. Valur hefur því unnið tvo síðustu Íslandsmeistaratitla sína í Hafnarfirði og geta nú endurtekið leikinn í kvöld Óskar Bjarni Óskarsson hefur líka komið að báðum þessum titlum. Hann var þjálfari liðsins 2007 og þjálfaði liðið með Guðlaugi Arnarssyni 2017. Nú er Óskar Bjarni aðstoðarþjálfari hjá Snorra Stein Guðjónssyni. Það er reyndar hægt að fara enn lengra aftur því þegar Valsmenn unnu 2007 þá voru þeir búnir að bíða í níu ár eftir Íslandsmeistaratitlinum. Valsliðið vann þá Fram í úrslitaeinvíginu 1998 og Jón Kristjánsson var þá spilandi þjálfari en á bekknum var hann með Óskar Bjarna sem aðstoðarmann sinn. Sá titill kom hins vegar í hús með sigri í fjórða leiknum á Hlíðarenda. Leikur Hauka og Vals hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Seinni bylgjan byrjar upphitun klukkan 18.45 og mun síðan gera upp leikinn og alla úrslitakeppnina eftir hann. Allt á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Valur Haukar Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti