Svíunum þótti bólusetningarfyrirkomulag Íslendinga stórmerkilegt Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júní 2021 18:46 Moderna-röðin fyrir framan Laugardalshöll í dag. Þar voru flestir mættir í seinni skammt en karlar fæddir 1982 voru boðaðir í þann fyrri. Vísir/Arnar Fjöldabólusetning Íslendinga hefur vakið athygli út fyrir landsteinana. Erlendir sérfræðingar gerðu sér ferð til landsins á dögunum, gagngert til að skoða fyrirkomulagið. Margt var um manninn í Laugardalshöll þegar gefnir voru fimm þúsund og sjö hundruð skammtar af Moderna á um fjórum klukkutímum í dag. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir það sérstakt á heimsvísu að bólusetja svona marga, svona hratt - og í svona stóru rými. „Þannig að ég held að þetta sé svolítið einsdæmi, ég er nokkuð viss um það. Það komu Svíar í heimsókn til okkar og þeim fannst þetta mjög merkilegt að fylgjast með þessu, bæði skönnunum og tölvukerfinu, hvernig það gekk fyrir sig en líka þessi stóra bólusetningarherferð hér í höllinni.“ Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/vilhelm Talsvert meiri og tímafrekari skriffinsku virðist þurfa í öðrum löndum. „Á meðan við reynum að gera allt sjálfvirkt og svo höfum við séð að bólusetningarnar eru í einhverjum klefum eða eitthvað slíkt.“ Það er þó ekki öllum sem hugnast fjöldabólusetning fyrir allra augum. Komið hefur verið upp sérstöku rými í Laugardalshöll með beddum, þar sem þeir sem vilja liggja í bólusetningu - eða vilja einfaldlega vera í friði - geta fengið sprautu. Þangað hafa þeir einnig leitað sem geta af trúarlegum ástæðum ekki berað á sér upphandlegginn. Rýmið hefur þó helst nýst þeim sem fallið hafa í yfirlið við bólusetningu, sem eru að langstærstum hluta yngra fólk. „Þetta eru ansi margir og á stóru dögunum þegar við erum með tíu þúsund skammta eru þetta nokrir tugir sem eru að falla í yfirlið þannig að við verðum að hafa rúma aðstöðu til að taka þau út. Það er líka gott að það komi fram að ef fólk hefur tilhneigingu til að falla í yfirlið eða veit að það muni hugsanlega falla í yfirlið að láta okkur vita fyrirfram. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Margt var um manninn í Laugardalshöll þegar gefnir voru fimm þúsund og sjö hundruð skammtar af Moderna á um fjórum klukkutímum í dag. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir það sérstakt á heimsvísu að bólusetja svona marga, svona hratt - og í svona stóru rými. „Þannig að ég held að þetta sé svolítið einsdæmi, ég er nokkuð viss um það. Það komu Svíar í heimsókn til okkar og þeim fannst þetta mjög merkilegt að fylgjast með þessu, bæði skönnunum og tölvukerfinu, hvernig það gekk fyrir sig en líka þessi stóra bólusetningarherferð hér í höllinni.“ Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/vilhelm Talsvert meiri og tímafrekari skriffinsku virðist þurfa í öðrum löndum. „Á meðan við reynum að gera allt sjálfvirkt og svo höfum við séð að bólusetningarnar eru í einhverjum klefum eða eitthvað slíkt.“ Það er þó ekki öllum sem hugnast fjöldabólusetning fyrir allra augum. Komið hefur verið upp sérstöku rými í Laugardalshöll með beddum, þar sem þeir sem vilja liggja í bólusetningu - eða vilja einfaldlega vera í friði - geta fengið sprautu. Þangað hafa þeir einnig leitað sem geta af trúarlegum ástæðum ekki berað á sér upphandlegginn. Rýmið hefur þó helst nýst þeim sem fallið hafa í yfirlið við bólusetningu, sem eru að langstærstum hluta yngra fólk. „Þetta eru ansi margir og á stóru dögunum þegar við erum með tíu þúsund skammta eru þetta nokrir tugir sem eru að falla í yfirlið þannig að við verðum að hafa rúma aðstöðu til að taka þau út. Það er líka gott að það komi fram að ef fólk hefur tilhneigingu til að falla í yfirlið eða veit að það muni hugsanlega falla í yfirlið að láta okkur vita fyrirfram.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira