Viðurkennir bótaskyldu vegna sjúklings sem slasaðist í sturtu Atli Ísleifsson skrifar 16. júní 2021 14:13 Slysið var í ágúst 2017, en fyrir dómi var sérstaklega deilt um gólfdúk sem hafði þá verið nýlagður. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt skaðabótaskyldu úr ábyrgðartryggingu SÁÁ hjá tryggingafélaginu TM vegna slyss sem kona varð fyrir þegar hún rann í sturtu á sjúkrahúsinu Vogi í ágúst 2017. Þá hefur TM verið gert að greiða konunni 1,25 milljónir vegna málskostnaðar. Í dómnum kemur fram að konan hafi verið í fíknimeðferð á Vogi þegar slysið átti sér stað, en hún hafði innritast þremur dögum áður en slysið varð. Hún slasaðist þegar hún í sturtunni hafði ætlað sér að sækja handklæði sem hún hafði skilið eftir á slá á vegg nokkru frá sturtunni. Rann hún á sléttum dúknum og hlaut slæman snúningsáverka á hægri ökkla. Konan rakti fyrir dómi að gólfdúkurinn hafi verið stamur í sturtunni sjálfri en aftur á móti háll hjá handklæðaveggnum. Efnið hafi þá ekki verið eins gróft þar sem hún steig niður og í sturtunni sjálfri. Hringdu ekki á sjúkrabíl Fram kemur í dómnum að starfsmenn sjúkrahússins hafi ekki hringt á sjúkrabíl í kjölfar slyssins heldur var henni bent á að hafa samband við eiginmann sinn til að aka henni á slysadeild Landspítala. Fór svo að sonur konunnar ók henni síðar um daginn. Eftir röntgenmyndatöku kom í ljós að konan hafi hlotið beinbrot í fæti. Fór hún í aðgerð vegna brotsins og var í gifsi eða göngugifsi í samtals fimm vikur. Síðar hafi hún svo farið í aðra aðgerð til að fjarlægja plötur og skrúfur, en fengið sýkingu í skurðsárið. Varanleg læknisfræðileg örorka konunnar var síðar metin 10 prósent. „Óforsvaranlegar“ aðstæður og aðbúnaður Konan byggði mál sitt á því að SÁÁ bæri ábyrgð á slysinu og að aðstæður og aðbúnaður á sjúkrahúsinu hafi verið „óforsvaranlegur og að SÁÁ hafi vanrækt að tryggja stefnanda öruggt umhverfi eins og skylda beri til“. Í málsvörn stefnda kom fram að dúkurinn hafi staðist ítrustu kröfur og að starfsmenn Heilbrigðiseftirlits hafi ekki gert neinar athugasamdir varðandi frágang, en dúkurinn hafði verið lagður um tveimur mánuðum áður en slysið varð. Héraðsdómur Reykjavíkur við Lækjartorg.Vísir/Vilhelm Hefðu átt að grípa til ráðstafana Í dómi segir að nýlagður dúkur hafi gefið ábyrgðarmönnum fasteignarinnar sérstakt tilefni til að gæta vel að hættueiginleikum efnisins og aðstæðum þar sem aðstaðan öll hafði greinilega verið tekin í gegn og nýtt efni lagt á gólf. Mjög brýnt hafi verið að fylgjast með framgangi mála og öryggi þeirra sem aðstöðuna þurftu að nota svo skömmu eftir framkvæmdirnar. Sömuleiðis eru gerðar ríkari kröfur til fasteigna þar sem almenningur þarf að sækja þjónustu, verslun, aðhlynningu, aðstoð, skemmtun, eða eitthvað annað utan heimila og sakarmat undir slíkum kringumstæðum strangara. „Tiltölulega auðvelt var fyrir ábyrgðarmenn húsnæðisins að grípa til þeirra ráðstafna sem sannanlega eru til þess fallnar að draga mjög úr slysahættu í sturtuaðstöðu sjúkrahússins líkt og gert var fljótlega eftir slysið,“ segir í dómnum, en fljótlega eftir slysið var sérstökum gúmmídúk komið fyrir á umræddum stað. Dómari segir ekkert benda til þess að slysið megi rekja til eigin sakar konunnar og er því fallist á kröfu hennar. Dómsmál Tryggingar Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira
Þá hefur TM verið gert að greiða konunni 1,25 milljónir vegna málskostnaðar. Í dómnum kemur fram að konan hafi verið í fíknimeðferð á Vogi þegar slysið átti sér stað, en hún hafði innritast þremur dögum áður en slysið varð. Hún slasaðist þegar hún í sturtunni hafði ætlað sér að sækja handklæði sem hún hafði skilið eftir á slá á vegg nokkru frá sturtunni. Rann hún á sléttum dúknum og hlaut slæman snúningsáverka á hægri ökkla. Konan rakti fyrir dómi að gólfdúkurinn hafi verið stamur í sturtunni sjálfri en aftur á móti háll hjá handklæðaveggnum. Efnið hafi þá ekki verið eins gróft þar sem hún steig niður og í sturtunni sjálfri. Hringdu ekki á sjúkrabíl Fram kemur í dómnum að starfsmenn sjúkrahússins hafi ekki hringt á sjúkrabíl í kjölfar slyssins heldur var henni bent á að hafa samband við eiginmann sinn til að aka henni á slysadeild Landspítala. Fór svo að sonur konunnar ók henni síðar um daginn. Eftir röntgenmyndatöku kom í ljós að konan hafi hlotið beinbrot í fæti. Fór hún í aðgerð vegna brotsins og var í gifsi eða göngugifsi í samtals fimm vikur. Síðar hafi hún svo farið í aðra aðgerð til að fjarlægja plötur og skrúfur, en fengið sýkingu í skurðsárið. Varanleg læknisfræðileg örorka konunnar var síðar metin 10 prósent. „Óforsvaranlegar“ aðstæður og aðbúnaður Konan byggði mál sitt á því að SÁÁ bæri ábyrgð á slysinu og að aðstæður og aðbúnaður á sjúkrahúsinu hafi verið „óforsvaranlegur og að SÁÁ hafi vanrækt að tryggja stefnanda öruggt umhverfi eins og skylda beri til“. Í málsvörn stefnda kom fram að dúkurinn hafi staðist ítrustu kröfur og að starfsmenn Heilbrigðiseftirlits hafi ekki gert neinar athugasamdir varðandi frágang, en dúkurinn hafði verið lagður um tveimur mánuðum áður en slysið varð. Héraðsdómur Reykjavíkur við Lækjartorg.Vísir/Vilhelm Hefðu átt að grípa til ráðstafana Í dómi segir að nýlagður dúkur hafi gefið ábyrgðarmönnum fasteignarinnar sérstakt tilefni til að gæta vel að hættueiginleikum efnisins og aðstæðum þar sem aðstaðan öll hafði greinilega verið tekin í gegn og nýtt efni lagt á gólf. Mjög brýnt hafi verið að fylgjast með framgangi mála og öryggi þeirra sem aðstöðuna þurftu að nota svo skömmu eftir framkvæmdirnar. Sömuleiðis eru gerðar ríkari kröfur til fasteigna þar sem almenningur þarf að sækja þjónustu, verslun, aðhlynningu, aðstoð, skemmtun, eða eitthvað annað utan heimila og sakarmat undir slíkum kringumstæðum strangara. „Tiltölulega auðvelt var fyrir ábyrgðarmenn húsnæðisins að grípa til þeirra ráðstafna sem sannanlega eru til þess fallnar að draga mjög úr slysahættu í sturtuaðstöðu sjúkrahússins líkt og gert var fljótlega eftir slysið,“ segir í dómnum, en fljótlega eftir slysið var sérstökum gúmmídúk komið fyrir á umræddum stað. Dómari segir ekkert benda til þess að slysið megi rekja til eigin sakar konunnar og er því fallist á kröfu hennar.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira