Útvistun ábyrgðar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 15. júní 2021 14:31 Sömu kjör fyrir sömu störf eru einkunnarorð í jafnlaunastefnu borgarinnar. Það nær greinilega ekki til starfsfólks Strætó bs. þar sem réttindi og kjör vagnstjóra eru ólík eftir því hvaða fyrirtæki ræður þau til starfa. Vagnstjórar verktaka eru á lægri grunnlaunum en bílstjórar í beinni ráðningu hjá Strætó bs. Byggðasamlagið er í eigu 6 sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og hlutverk þess er að sjá um almenningssamgöngur. Hvernig gengur það upp að einn vagnstjóri geti verið á verri kjörum en annar, þó að hann sinni sama starfi? Þetta eru afleiðingar útvistunar. Sveitarfélögin telja það góðan kost að spara með því að láta einkaaðila sjá um grunnþjónustuna en þeim sparnaði er náð með því að keyra launakjör og réttindi starfsfólks niður. Sveitarfélögin ná þeim sparnaði með því að koma ábyrgðinni frá sér. Tæp 60% af akstri Strætó bs. er í höndum verktaka; Kynnisferða og Hagvagna. Fyrr á þessu kjörtímabili spurði ég út í ferlið að baki útboðs og hvort eitthvað þak væri á það hversu mikið af akstri Strætó bs. verktakar mega sjá um? Svo er ekki og mér finnst sláandi að það sé ekki stefna hjá opinberu fyrirtæki varðandi hversu mikið af grunnþjónustu einkaaðilar megi sjá um. Í svarbréfinu við fyrirspurn minni, kom fram að í undirbúningi útboðs væri það stjórn Strætó sem tæki ákvörðun um viðmiðunarhlutfall verktöku. Akstur Strætó tæki alltaf mið af vagnastöðu Strætó, þ.e.a.s. hversu mörgum vögnum Strætó ræður yfir og hvað hægt væri að nota þá mikið. Vagnafloti Strætó er orðinn gamall og þörf er á talsverðri endurnýjun. Uppsöfnuð þörf í grunnkerfum okkar, líkt og samgöngum á ekki að opna á frekari útvistun. Sósíalistar vilja efla grunnstoðirnar okkar í stað þess að hluta þær niður og færa til einkaaðila. Þannig byggjum við upp gott kerfi og tryggjum að starfsfólk sé hluti af sömu heild. Einnig viljum við tryggja að starfsfólk fái aðkomu að stjórnum fyrirtækja. Áður fyrr höfðu starfsmenn SVR (Strætisvagna Reykjavíkur) rétt á því að tilnefna áheyrnafulltrúa til setu á stjórnarfundum SVR og gátu þar með komið sínum sjónarmiðum á framfæri beint inn á stjórnarfundi. Slíkt á ekki við innan um stjórn Strætó bs. Mikilvægt er að tryggja aðkomu þeirra sem þekkja vel til þeirra þátta sem má efla og bæta. Þannig byggjum við upp góðar almenningssamgöngur. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Strætó Reykjavík Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Sömu kjör fyrir sömu störf eru einkunnarorð í jafnlaunastefnu borgarinnar. Það nær greinilega ekki til starfsfólks Strætó bs. þar sem réttindi og kjör vagnstjóra eru ólík eftir því hvaða fyrirtæki ræður þau til starfa. Vagnstjórar verktaka eru á lægri grunnlaunum en bílstjórar í beinni ráðningu hjá Strætó bs. Byggðasamlagið er í eigu 6 sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og hlutverk þess er að sjá um almenningssamgöngur. Hvernig gengur það upp að einn vagnstjóri geti verið á verri kjörum en annar, þó að hann sinni sama starfi? Þetta eru afleiðingar útvistunar. Sveitarfélögin telja það góðan kost að spara með því að láta einkaaðila sjá um grunnþjónustuna en þeim sparnaði er náð með því að keyra launakjör og réttindi starfsfólks niður. Sveitarfélögin ná þeim sparnaði með því að koma ábyrgðinni frá sér. Tæp 60% af akstri Strætó bs. er í höndum verktaka; Kynnisferða og Hagvagna. Fyrr á þessu kjörtímabili spurði ég út í ferlið að baki útboðs og hvort eitthvað þak væri á það hversu mikið af akstri Strætó bs. verktakar mega sjá um? Svo er ekki og mér finnst sláandi að það sé ekki stefna hjá opinberu fyrirtæki varðandi hversu mikið af grunnþjónustu einkaaðilar megi sjá um. Í svarbréfinu við fyrirspurn minni, kom fram að í undirbúningi útboðs væri það stjórn Strætó sem tæki ákvörðun um viðmiðunarhlutfall verktöku. Akstur Strætó tæki alltaf mið af vagnastöðu Strætó, þ.e.a.s. hversu mörgum vögnum Strætó ræður yfir og hvað hægt væri að nota þá mikið. Vagnafloti Strætó er orðinn gamall og þörf er á talsverðri endurnýjun. Uppsöfnuð þörf í grunnkerfum okkar, líkt og samgöngum á ekki að opna á frekari útvistun. Sósíalistar vilja efla grunnstoðirnar okkar í stað þess að hluta þær niður og færa til einkaaðila. Þannig byggjum við upp gott kerfi og tryggjum að starfsfólk sé hluti af sömu heild. Einnig viljum við tryggja að starfsfólk fái aðkomu að stjórnum fyrirtækja. Áður fyrr höfðu starfsmenn SVR (Strætisvagna Reykjavíkur) rétt á því að tilnefna áheyrnafulltrúa til setu á stjórnarfundum SVR og gátu þar með komið sínum sjónarmiðum á framfæri beint inn á stjórnarfundi. Slíkt á ekki við innan um stjórn Strætó bs. Mikilvægt er að tryggja aðkomu þeirra sem þekkja vel til þeirra þátta sem má efla og bæta. Þannig byggjum við upp góðar almenningssamgöngur. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun