Saka Umhverfisstofnun um að verðlauna sérstaklega brotastarfsemi Arnarlax Jakob Bjarnar skrifar 15. júní 2021 13:16 Stjórnarformaður hjá Arnarlaxi er Kjartan Ólafsson en umsvif fyrirtækisins eru þyrnir í augum Jóns Kaldals, framkvæmdastjóra IWF sem segir starfsemina mengandi iðnað sem skaði lífríkið við Íslandsstrendur. Landvernd og Icelandic Wild Live Fund krefjast skýringa á starfsleyfi sem Umhverfisstofnun hefur veitt Arnarlaxi þrátt fyrir brot á starfsleyfi með notkun koparoxíð í sjókvíum sínum. „Við furðum okkar á þessum vinnubrögðum Umhverfisstofnunar. Þegar upp komst að Arnarlax hafði um árabil brotið með einbeittum hætti gegn starfsleyfi sínu sætti fyrirtækið engum viðurlögum. Og nú hefur Umhverfisstofnun gefið út leyfi fyrir þessari brotastarfsemi án þess að fari fram mat á umhverfisáhrifum eins og Hafrannsóknastofnun mælir með að verði gert,“ segir Jón Kaldal talsmaður IWF í samtali við Vísi. Engin refsiákvæði við brot á starfsleyfi Bæði IWF og Landvernd hafa gert athugasemdir við starfsleyfið en í bréfi sem Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar hefur ritað Umhverfisstofnun og Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra eru gerðar alvarlegar athugasemdir við breytt starfsleyfi Arnarlax ehf í Patreks- og Tálknafirði. Þar kemur fram að breytingin feli í sér að Arnarlax fær heimild til notkunar á eldisnótum með svokölluðum ásætuvörnum sem innihalda koparoxíð. En áætuvarnir eru til þess fallnar að koma í veg fyrir að gróður og lífverur geti sest á netin. Landvernd hefur sent Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfis- og auðlindaráðherra bréf þar sem krafist er skýringa á starfsleyfi sem Umhverfisstofnun veitti Arnarlaxi ehf.vísir/vilhelm Í bréfi Landverndar kemur fram að Arnarlax varð við eftirlit Umhverfisstofnunar í nóvember 2018 uppvíst af brotum á starfleyfi, nefnilega því að hafa notað koparoxíð án heimildar. Umhverfistofnun greip ekki til neinna refsiákvæða. „En verðlaunar nú fyrirtæki sem er uppvíst að refsiverðri háttsemi með því að heimila það sama athæfi,“ segir í bréfi Auðar. Jón segir að sjókvíaeldi á laxi er mengandi iðnaður sem skaðar lífríkið og er afdráttarlaus: „Fyrirtæki sem stunda þessa starfsemi eiga ekki að fá minnsta afslátt frá því að virða þau skilyrði sem þau hafa gengist undir við útgáfu á starfs- og rekstrarleyfum.“ Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar hefur ritað Umhverfisverndarstofnun og umhverfisráðherra bréf þar sem hún gerir alvarlegar athugasemdir við starfsleyfi til handa Arnarlaxi. Koparoxíðmengun vandamál við strendur Noregs Að sögn Jóns er Arnarlax er ekki eina sjókvíaeldisfyrirtækið sem hefur brotið með þessum hætti gegn starfsleyfi sínu. Sama brotastarfsemi er í gangi hjá Arctic Sea Farm í Dýrafirði sem er með koparoxíðhúðaða netapoka þar í sjó. „Við viljum fá svör frá eftirlitsstofnunum af hverju þessi fyrirtæki eru ekki látin fjarlægja búnað sem liggur skýrt fyrir að þau mega ekki nota.“ Þá segir Jón að í nýlegri úttekt norsku Hafrannsóknastofnuninni er bent á að ef fyrirtæki með starfsemin á landi verða uppvís að því að losa umfram tvö kíló af kopar í umhverfið á ári er þeim lokað af yfirvöldum. Sjókvíaeldið losar 1.700 kíló á ári í sjó við Noreg. Þar kemur líka fram að rannsóknir sýna að um 80 prósent af kopar, sem er að finna í ásætuvörnum sem innihalda koparoxíð, losnar í hafið. Fiskeldi Umhverfismál Sjávarútvegur Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
„Við furðum okkar á þessum vinnubrögðum Umhverfisstofnunar. Þegar upp komst að Arnarlax hafði um árabil brotið með einbeittum hætti gegn starfsleyfi sínu sætti fyrirtækið engum viðurlögum. Og nú hefur Umhverfisstofnun gefið út leyfi fyrir þessari brotastarfsemi án þess að fari fram mat á umhverfisáhrifum eins og Hafrannsóknastofnun mælir með að verði gert,“ segir Jón Kaldal talsmaður IWF í samtali við Vísi. Engin refsiákvæði við brot á starfsleyfi Bæði IWF og Landvernd hafa gert athugasemdir við starfsleyfið en í bréfi sem Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar hefur ritað Umhverfisstofnun og Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra eru gerðar alvarlegar athugasemdir við breytt starfsleyfi Arnarlax ehf í Patreks- og Tálknafirði. Þar kemur fram að breytingin feli í sér að Arnarlax fær heimild til notkunar á eldisnótum með svokölluðum ásætuvörnum sem innihalda koparoxíð. En áætuvarnir eru til þess fallnar að koma í veg fyrir að gróður og lífverur geti sest á netin. Landvernd hefur sent Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfis- og auðlindaráðherra bréf þar sem krafist er skýringa á starfsleyfi sem Umhverfisstofnun veitti Arnarlaxi ehf.vísir/vilhelm Í bréfi Landverndar kemur fram að Arnarlax varð við eftirlit Umhverfisstofnunar í nóvember 2018 uppvíst af brotum á starfleyfi, nefnilega því að hafa notað koparoxíð án heimildar. Umhverfistofnun greip ekki til neinna refsiákvæða. „En verðlaunar nú fyrirtæki sem er uppvíst að refsiverðri háttsemi með því að heimila það sama athæfi,“ segir í bréfi Auðar. Jón segir að sjókvíaeldi á laxi er mengandi iðnaður sem skaðar lífríkið og er afdráttarlaus: „Fyrirtæki sem stunda þessa starfsemi eiga ekki að fá minnsta afslátt frá því að virða þau skilyrði sem þau hafa gengist undir við útgáfu á starfs- og rekstrarleyfum.“ Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar hefur ritað Umhverfisverndarstofnun og umhverfisráðherra bréf þar sem hún gerir alvarlegar athugasemdir við starfsleyfi til handa Arnarlaxi. Koparoxíðmengun vandamál við strendur Noregs Að sögn Jóns er Arnarlax er ekki eina sjókvíaeldisfyrirtækið sem hefur brotið með þessum hætti gegn starfsleyfi sínu. Sama brotastarfsemi er í gangi hjá Arctic Sea Farm í Dýrafirði sem er með koparoxíðhúðaða netapoka þar í sjó. „Við viljum fá svör frá eftirlitsstofnunum af hverju þessi fyrirtæki eru ekki látin fjarlægja búnað sem liggur skýrt fyrir að þau mega ekki nota.“ Þá segir Jón að í nýlegri úttekt norsku Hafrannsóknastofnuninni er bent á að ef fyrirtæki með starfsemin á landi verða uppvís að því að losa umfram tvö kíló af kopar í umhverfið á ári er þeim lokað af yfirvöldum. Sjókvíaeldið losar 1.700 kíló á ári í sjó við Noreg. Þar kemur líka fram að rannsóknir sýna að um 80 prósent af kopar, sem er að finna í ásætuvörnum sem innihalda koparoxíð, losnar í hafið.
Fiskeldi Umhverfismál Sjávarútvegur Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira