Tveir af silfurdrengjunum okkar keppast um að verða Íslandsmeistarar í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júní 2021 12:30 Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Hauka, og Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, geta báðir orðið Íslandsmeistarar í fyrsta sinn. Samsett/Hulda Margrét og Bára Lokaúrslit Olís deildar karla hefjast í kvöld þegar fyrri leikur Hauka og Vals fer fram að Hlíðarenda. Bæði félög hafa margoft orðið Íslandsmeistarar en innan beggja liða eru tveir reynslumiklir menn sem eru enn að bíða eftir fyrsta Íslandsmeistaratitlinum sínum á ferlinum. Tveir af silfurdrengjunum okkar keppast nefnilega um það í þessari viku að verða Íslandsmeistarar í fyrsta sinn. Þetta eru þeir Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Hauka, og Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals. Báðir voru þeir í risastórum hlutverkum þegar íslenska landsliðið vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking og bætti við EM-bronsi tveimur árum síðar. Stór hluti af ástæðunni fyrir því að Björgvin Páll og Snorri Steinn hafa aldrei orðið Íslandsmeistarar eru auðvitað sú að stærsta hluta ferilsins spiluðu þeir sem atvinnumenn erlendis. Þau ár sem þeir hafa verið hér heima hefur þeim hins vegar ekki tekist að fara alla leið á Íslandsmótinu. Það mun breytast núna hjá öðrum þeirra en á næsta tímabili mun Björgvin Páll síðan spila fyrir Snorra Stein á Hlíðarenda. Björgvin Páll er kominn í lokaúrslitin í fyrsta sinn en Snorri Steinn er þar í fyrsta sinn sem þjálfari. Snorri Steinn var grátlega nálægt því að vinna Íslandsmeistaratitilinn sem leikmaður en Valur var 2-0 yfir á móti KA í úrslitaeinvíginu 2002 en tapaði síðustu þremur leikjunum og missti af titlinum. Margir úr báðum þessum liðum voru aftur á móti með þessum félögum þegar þau unnu Íslandsmeistaratitilinn síðast, Valsmenn vorið 2017 en Haukar tvö ár þar á undan. Björgvin Páll var ekki með Haukum þegar þeir komust í lokaúrslitin síðast vorið 2019 en tímabilið á undan stóð hann í markinu þegar liðið tapaði í undanúrslitunum á móti verðandi Íslandsmeisturum í ÍBV. Snorri Steinn er á fjórða tímabili sem þjálfari Vals en Valsmenn voru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar þegar hann tók við liðinu. Nú er búinn að koma liðinu í úrslitaeinvígið í fyrsta sinn en Snorri gerði Val að deildarmeisturum í fyrra þegar það var engin úrslitakeppni vegna kórónuveirunnar. Fyrri leikur Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn hefst klukkan 19.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar fyrir leikinn hefst klukkan 18.45 og eftir leikinn verður hann síðan gerður upp á sömu stöð. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Haukar Valur Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Sjá meira
Tveir af silfurdrengjunum okkar keppast nefnilega um það í þessari viku að verða Íslandsmeistarar í fyrsta sinn. Þetta eru þeir Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Hauka, og Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals. Báðir voru þeir í risastórum hlutverkum þegar íslenska landsliðið vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking og bætti við EM-bronsi tveimur árum síðar. Stór hluti af ástæðunni fyrir því að Björgvin Páll og Snorri Steinn hafa aldrei orðið Íslandsmeistarar eru auðvitað sú að stærsta hluta ferilsins spiluðu þeir sem atvinnumenn erlendis. Þau ár sem þeir hafa verið hér heima hefur þeim hins vegar ekki tekist að fara alla leið á Íslandsmótinu. Það mun breytast núna hjá öðrum þeirra en á næsta tímabili mun Björgvin Páll síðan spila fyrir Snorra Stein á Hlíðarenda. Björgvin Páll er kominn í lokaúrslitin í fyrsta sinn en Snorri Steinn er þar í fyrsta sinn sem þjálfari. Snorri Steinn var grátlega nálægt því að vinna Íslandsmeistaratitilinn sem leikmaður en Valur var 2-0 yfir á móti KA í úrslitaeinvíginu 2002 en tapaði síðustu þremur leikjunum og missti af titlinum. Margir úr báðum þessum liðum voru aftur á móti með þessum félögum þegar þau unnu Íslandsmeistaratitilinn síðast, Valsmenn vorið 2017 en Haukar tvö ár þar á undan. Björgvin Páll var ekki með Haukum þegar þeir komust í lokaúrslitin síðast vorið 2019 en tímabilið á undan stóð hann í markinu þegar liðið tapaði í undanúrslitunum á móti verðandi Íslandsmeisturum í ÍBV. Snorri Steinn er á fjórða tímabili sem þjálfari Vals en Valsmenn voru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar þegar hann tók við liðinu. Nú er búinn að koma liðinu í úrslitaeinvígið í fyrsta sinn en Snorri gerði Val að deildarmeisturum í fyrra þegar það var engin úrslitakeppni vegna kórónuveirunnar. Fyrri leikur Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn hefst klukkan 19.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Seinni bylgjunnar fyrir leikinn hefst klukkan 18.45 og eftir leikinn verður hann síðan gerður upp á sömu stöð. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Haukar Valur Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Sjá meira