Konur standast helst ekki áttatíu kíló í bekkpressu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. júní 2021 19:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að unnið sé að endurskoðun á inntökuskilyrðum í sérsveitina. Til stendur að endurskoða inntökuskilyrði í sérsveitina í ljósi þess að engin kona hefur komist í sveitina. Ríkislögreglustjóri segir að konur verði hvattar til að gefa kost á sér. Sérstök úttekt var gerð hjá embætti Ríkislögreglustjóra á dögunum. „ Þá kom ýmislegt í ljós. Margt er í jákvæðum farvegi en annað þarf að skoða betur og það er til dæmis inngönguskilyrðin í sérsveitina,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Sérsveitarmenn eru eina vopnaða lögreglusveit landsins. Um er að ræða hreyfanlegt lögreglulið sem er sérþjálfað til þess að takast á við hryðjuverk og stórfelld ofbeldisbrot. Sveitin aðstoðar lögregluliðin á landinu, annast meðal annars handtökur hættulegra brotamanna og hústökuaðgerðir vegna fíkniefnamála. Engar konur í sérsveitinni Sérsveit ríkislögreglustjóra auglýsti á dögunum eftir umsækjendum í fjögur laus pláss í sveitinni. Engar konur eru í sérsveitinni en í auglýsingunni eru konur hvattar til að sækja um. „Það er kannski ekki alveg raunhæft eins og staðan er af því að til þess að uppfylla skilyrði sem sérsveitarmenn að þá þarftu að hafa lokið nýliðanámskeiði og það voru ekki konur sem luku því þetta árið en við viljum horfa til þess að það séu ekki útilokandi þættir í inntökuskilyrðinum,“ segir Sigríður Björk. Líkamsbygging karla og kvenna mismunandi Konur nái ekki að standast sum skilyrðin. „Það sem við höfum heyrt mest af er þessi talsverða þyngd í bekkpressu, áttatíu kíló, og samhliða hlaup. Þannig þú þarft bæði að vera mjög sterkur og einnig að geta hlaupið mjög hratt og það er mismunandi hvernig líkamsbygging karla og kvenna er mismunandi. Þess vegna þarf bara að meta það hvort þessar kröfur endurspegla þær raunkröfur sem þarf að gera til fólks sem gegnir þessum störfum og hvort það megi þá prófa það með öðrum hætti,“ segir Sigríður en uppfylla þarf mjög strangar kröfur til að komast í sérsveitina. Þetta eru meðal annars inntökuskilyrði. 3 kílómetra hlaup á undir 12 mínútum. 80 kíló í hnébeygjur, 15 endurtekningar. 80 kíló í bekkpressu, 10 endurtekningar. Planki í 2 mínútur. Ekkert sem mælir gegn konum í sérsveitinni „Það er ekki þar með sagt að við séum að fara minnka kröfurnar heldur erum við að fara breyta þeim út frá eðli verkefna,“ segir Sigríður. Unnið sé að því að endurskoða inntökuskilyrðin. „Sérsveitin á náttúrulega bara að rúma okkar fólk sem hefur hæfni og getu á þessu sviði og ég sé ekkert sem mælir gegn því að það séu konur. Við eigum að hafa konur og karla í okkar störfum. Við erum að þjóna almenningi sem eru bæði konur og karlar,“ segir Sigríður Björk. Miðað verði við framkvæmdina á hinum Norðurlöndnunum. „Kröfurnar eru að taka breytingum hjá þeim sem við miðum okkur við. Við munum skoða það og hvetja þá eindregið konur jafnt sem karla til að gefa kost á sér í þessa þjálfun og að taka prófið inn í sérsveit,“ segir Sigríður Björk. Lögreglan Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Sérstök úttekt var gerð hjá embætti Ríkislögreglustjóra á dögunum. „ Þá kom ýmislegt í ljós. Margt er í jákvæðum farvegi en annað þarf að skoða betur og það er til dæmis inngönguskilyrðin í sérsveitina,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Sérsveitarmenn eru eina vopnaða lögreglusveit landsins. Um er að ræða hreyfanlegt lögreglulið sem er sérþjálfað til þess að takast á við hryðjuverk og stórfelld ofbeldisbrot. Sveitin aðstoðar lögregluliðin á landinu, annast meðal annars handtökur hættulegra brotamanna og hústökuaðgerðir vegna fíkniefnamála. Engar konur í sérsveitinni Sérsveit ríkislögreglustjóra auglýsti á dögunum eftir umsækjendum í fjögur laus pláss í sveitinni. Engar konur eru í sérsveitinni en í auglýsingunni eru konur hvattar til að sækja um. „Það er kannski ekki alveg raunhæft eins og staðan er af því að til þess að uppfylla skilyrði sem sérsveitarmenn að þá þarftu að hafa lokið nýliðanámskeiði og það voru ekki konur sem luku því þetta árið en við viljum horfa til þess að það séu ekki útilokandi þættir í inntökuskilyrðinum,“ segir Sigríður Björk. Líkamsbygging karla og kvenna mismunandi Konur nái ekki að standast sum skilyrðin. „Það sem við höfum heyrt mest af er þessi talsverða þyngd í bekkpressu, áttatíu kíló, og samhliða hlaup. Þannig þú þarft bæði að vera mjög sterkur og einnig að geta hlaupið mjög hratt og það er mismunandi hvernig líkamsbygging karla og kvenna er mismunandi. Þess vegna þarf bara að meta það hvort þessar kröfur endurspegla þær raunkröfur sem þarf að gera til fólks sem gegnir þessum störfum og hvort það megi þá prófa það með öðrum hætti,“ segir Sigríður en uppfylla þarf mjög strangar kröfur til að komast í sérsveitina. Þetta eru meðal annars inntökuskilyrði. 3 kílómetra hlaup á undir 12 mínútum. 80 kíló í hnébeygjur, 15 endurtekningar. 80 kíló í bekkpressu, 10 endurtekningar. Planki í 2 mínútur. Ekkert sem mælir gegn konum í sérsveitinni „Það er ekki þar með sagt að við séum að fara minnka kröfurnar heldur erum við að fara breyta þeim út frá eðli verkefna,“ segir Sigríður. Unnið sé að því að endurskoða inntökuskilyrðin. „Sérsveitin á náttúrulega bara að rúma okkar fólk sem hefur hæfni og getu á þessu sviði og ég sé ekkert sem mælir gegn því að það séu konur. Við eigum að hafa konur og karla í okkar störfum. Við erum að þjóna almenningi sem eru bæði konur og karlar,“ segir Sigríður Björk. Miðað verði við framkvæmdina á hinum Norðurlöndnunum. „Kröfurnar eru að taka breytingum hjá þeim sem við miðum okkur við. Við munum skoða það og hvetja þá eindregið konur jafnt sem karla til að gefa kost á sér í þessa þjálfun og að taka prófið inn í sérsveit,“ segir Sigríður Björk.
3 kílómetra hlaup á undir 12 mínútum. 80 kíló í hnébeygjur, 15 endurtekningar. 80 kíló í bekkpressu, 10 endurtekningar. Planki í 2 mínútur.
Lögreglan Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira