Engin niðurstaða komin í mál Eiðs Smára Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júní 2021 15:39 Eiður Smári á blaðamannafundi í desember þegar nýtt þjálfarateymi A-landsliðsins var kynnt til leiks. Eiður Smári og Guðni Bergsson, formaður KSÍ, spiluðu saman á sínum tíma hjá Bolton á Englandi. Vísir/Vilhelm Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að mál Eiðs Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara karla sé til skoðunar hjá sambandinu. Hann telur ekki rétt að tjá sig frekar um málið á þessu stigi. Fram kom um helgina að starf Eiðs Smára sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla héngi á bláþræði eftir að stutt myndband af honum að kasta af sér vatni að næturlagi í miðbæ Reykjavíkur fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. Í yfirlýsingu frá Knattspyrnusambandinu í gær kom fram að sambandið vissi af málinu. Verið væri að afla frekari upplýsinga og skoða næstu skref. Sambandið myndi upplýsa um framhaldið við fyrsta tækifæri. Athygli vakti í mars síðastliðnum þegar Eiður Smári virkaði ekki í sínu besta ástandi sem sérfræðingur í þættinum á Vellinum Sjónvarpi Símans þar sem mörk og atvik í ensku úrvalsdeildinni eru til umfjöllunar. Uppákoman hafði engin áhrif á störf hans hjá KSÍ eða Símanum þar sem hann var áfram í hlutverki sérfræðings út veturinn. Íþróttadeild Morgunblaðsins fullyrti á laugardaginn að starfs Eiðs Smára hengi á bláþræði. Eiður Smári, sem er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið, tók við starfi aðstoðarlandsliðsþjálfara í desember síðastliðnum. Hann er þar hægri hönd Arnars Þórs Viðarssonar, vinar síns og herbergisfélaga úr landsliðinu á sínum tíma. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins stendur Eiður Smári frammi fyrir tveimur kostum. Að fara í meðferð eða missa starfið. Hann var aðstoðarþjálfari 21 árs landsliðsins áður en hann gekk til liðs við þjálfarateymi A-landsliðsins. Eiður Smári er á 43. aldursári en hann er verðlaunum skreyttur eftir farsælan feril sem atvinnumaður þar sem árin hjá Chelsea og Barcelona stóðu upp úr. Dreifing myndbandsins hefur vakið mikil og hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum og í ummælakerfum þar sem ýmsum er misboðið. Að fólk dreifi slíku myndefni sín á milli sé einfaldlega stafrænt kynferðisofbeldi enda sjáist kynfæri einstaklings í myndskeiðinu. Ekki hefur náðst í Eið Smára í dag vegna málsins, meðal annars hvort hann hyggst leita réttar síns vegna myndbandsdreifingarinnar. Fótbolti KSÍ Tengdar fréttir KSÍ sendir frá sér yfirlýsingu varðandi Eið Smára Knattspyrnusamband Íslands hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna máls Eiðs Smára Guðjohnsen þar sem myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur. 12. júní 2021 14:00 Eiður Smári gæti misst starfið sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins Starf Eiðs Smára Guðjohnsen sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands er sagt hanga á bláþræði eftir að myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur fór í dreifingu, en Vísir hefur myndbandið undir höndunum. 12. júní 2021 12:45 Siðmenntað fólk pissar ekki úti Fyrir ekki svo löngu þótti okkur eðlilegt að sjá drukkið fólk pissa úti. Sem betur fer er sú tíð liðin. Þessir gerendur eru nú dregnir til ábyrgðar. Við búum svo vel að siðgæðisverðir sinna því þakklausa hlutverki að vega og meta hegðun fólks. 14. júní 2021 09:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Sjá meira
Fram kom um helgina að starf Eiðs Smára sem aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla héngi á bláþræði eftir að stutt myndband af honum að kasta af sér vatni að næturlagi í miðbæ Reykjavíkur fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. Í yfirlýsingu frá Knattspyrnusambandinu í gær kom fram að sambandið vissi af málinu. Verið væri að afla frekari upplýsinga og skoða næstu skref. Sambandið myndi upplýsa um framhaldið við fyrsta tækifæri. Athygli vakti í mars síðastliðnum þegar Eiður Smári virkaði ekki í sínu besta ástandi sem sérfræðingur í þættinum á Vellinum Sjónvarpi Símans þar sem mörk og atvik í ensku úrvalsdeildinni eru til umfjöllunar. Uppákoman hafði engin áhrif á störf hans hjá KSÍ eða Símanum þar sem hann var áfram í hlutverki sérfræðings út veturinn. Íþróttadeild Morgunblaðsins fullyrti á laugardaginn að starfs Eiðs Smára hengi á bláþræði. Eiður Smári, sem er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið, tók við starfi aðstoðarlandsliðsþjálfara í desember síðastliðnum. Hann er þar hægri hönd Arnars Þórs Viðarssonar, vinar síns og herbergisfélaga úr landsliðinu á sínum tíma. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins stendur Eiður Smári frammi fyrir tveimur kostum. Að fara í meðferð eða missa starfið. Hann var aðstoðarþjálfari 21 árs landsliðsins áður en hann gekk til liðs við þjálfarateymi A-landsliðsins. Eiður Smári er á 43. aldursári en hann er verðlaunum skreyttur eftir farsælan feril sem atvinnumaður þar sem árin hjá Chelsea og Barcelona stóðu upp úr. Dreifing myndbandsins hefur vakið mikil og hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum og í ummælakerfum þar sem ýmsum er misboðið. Að fólk dreifi slíku myndefni sín á milli sé einfaldlega stafrænt kynferðisofbeldi enda sjáist kynfæri einstaklings í myndskeiðinu. Ekki hefur náðst í Eið Smára í dag vegna málsins, meðal annars hvort hann hyggst leita réttar síns vegna myndbandsdreifingarinnar.
Fótbolti KSÍ Tengdar fréttir KSÍ sendir frá sér yfirlýsingu varðandi Eið Smára Knattspyrnusamband Íslands hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna máls Eiðs Smára Guðjohnsen þar sem myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur. 12. júní 2021 14:00 Eiður Smári gæti misst starfið sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins Starf Eiðs Smára Guðjohnsen sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands er sagt hanga á bláþræði eftir að myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur fór í dreifingu, en Vísir hefur myndbandið undir höndunum. 12. júní 2021 12:45 Siðmenntað fólk pissar ekki úti Fyrir ekki svo löngu þótti okkur eðlilegt að sjá drukkið fólk pissa úti. Sem betur fer er sú tíð liðin. Þessir gerendur eru nú dregnir til ábyrgðar. Við búum svo vel að siðgæðisverðir sinna því þakklausa hlutverki að vega og meta hegðun fólks. 14. júní 2021 09:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Sjá meira
KSÍ sendir frá sér yfirlýsingu varðandi Eið Smára Knattspyrnusamband Íslands hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna máls Eiðs Smára Guðjohnsen þar sem myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur. 12. júní 2021 14:00
Eiður Smári gæti misst starfið sem aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins Starf Eiðs Smára Guðjohnsen sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands er sagt hanga á bláþræði eftir að myndband af honum í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur fór í dreifingu, en Vísir hefur myndbandið undir höndunum. 12. júní 2021 12:45
Siðmenntað fólk pissar ekki úti Fyrir ekki svo löngu þótti okkur eðlilegt að sjá drukkið fólk pissa úti. Sem betur fer er sú tíð liðin. Þessir gerendur eru nú dregnir til ábyrgðar. Við búum svo vel að siðgæðisverðir sinna því þakklausa hlutverki að vega og meta hegðun fólks. 14. júní 2021 09:00