Jón Gunnarsson hreppti annað sætið að lokum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júní 2021 23:41 Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti, sem var baráttusætið í þessu prófkjöri. Vísir/Vilhelm Nýjustu og jafnframt síðustu tölur liggja nú fyrir úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins og fjármálaráðherra, hafnaði í fyrsta sæti, enda sóttist hann einn eftir því. Baráttan um annað sætið var heldur harðari, en þingmennirnir Bryndís Haraldsdóttir, Jón Gunnarsson og Óli Björn Kárason sóttust öll eftir því sæti. Héraðsdómarinn Arnar Þór Jónsson sóttist eftir öðru til þriðja sæti og Vilhjálmur Bjarnason sóttist eftir stuðningi í þriðja sæti eða ofar. Það var hins vegar Jón Gunnarsson sem hreppti annað sætið að endingu, með 1.134 atkvæði í fyrsta til annað sæti. Bryndís endaði í því þriðja en Óli Björn í fjórða. Arnar Þór varð í fimmta sæti og Sigþrúður Ármann í sjötta. Bjarni Benediktsson leiðir listann, enda sóttist hann einn eftir fyrsta sætinuVísir/Vilhelm Jón var í öðru sætinu þegar fyrstu tölur bárust en þegar aðrar tölur voru tilkynntar hafði Bryndís skotist upp fyrir hann í annað sætið. Að lokum fór þó svo að Jón endaði í sætinu sem hann sóttist eftir. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra þingmenn í kjördæminu í síðustu Alþingiskosningum, árið 2017. Bjarni er fyrsti þingmaður kjördæmisins, Bryndís annar, á meðan Jón er fimmti og Óli Björn tíundi. Bryndís var í öðru sæti þegar aðrar tölur úr prófkjörinu voru birtar. Með lokatölum varð þó ljóst að Jón Gunnarsson endurheimti annað sætið, sem hann var í þegar fyrstu tölur lágu fyrir.Vísir/Vilhelm Alls sóttust tólf frambjóðendur eftir sæti á listanum, en í prófkjörinu var valið í sex sæti. Talin voru 4772 atkvæði, þar af voru 64 ógild. Hér að neðan má sjá stöðu efstu sex frambjóðenda í prófkjörinu: Í fyrsta sæti með 3.825 atkvæði í fyrsta sæti er Bjarni Benediktsson. Í öðru sæti með 1.134 atkvæði í fyrsta til annað sæti er Jón Gunnarsson. Í þriðja sæti með 1.616 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti er Bryndís Haraldsdóttir. Í fjórða sæti með 1.950 atkvæði í fyrsta til fjórða sæti er Óli Björn Kárason. Í fimmta sæti með 2.261 atkvæði í fyrsta til fimmta sæti er Arnar Þór Jónsson. Í sjötta sæti með 2.617 atkvæði í fyrsta til sjötta sæti er Sigþrúður Ármann. Óli Björn Kárason endaði í fjórða sæti í prófkjörinu.Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Bryndís í öðru sæti eftir nýjustu tölur Breyting hefur orðið á uppröðun á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi eftir að aðrar tölur voru birtar rétt í þessu. Bryndís Haraldsdóttir er nú í öðru sæti listans en eftir fyrstu tölur var Jón Gunnarsson alþingismaður í öðru sæti. 12. júní 2021 21:10 Bjarni langefstur og Jón Gunnarsson í öðru sæti eftir fyrstu tölur Jón Gunnarsson þingmaður er í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi þegar fyrstu tölur hafa verið birtar. 12. júní 2021 19:09 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Baráttan um annað sætið var heldur harðari, en þingmennirnir Bryndís Haraldsdóttir, Jón Gunnarsson og Óli Björn Kárason sóttust öll eftir því sæti. Héraðsdómarinn Arnar Þór Jónsson sóttist eftir öðru til þriðja sæti og Vilhjálmur Bjarnason sóttist eftir stuðningi í þriðja sæti eða ofar. Það var hins vegar Jón Gunnarsson sem hreppti annað sætið að endingu, með 1.134 atkvæði í fyrsta til annað sæti. Bryndís endaði í því þriðja en Óli Björn í fjórða. Arnar Þór varð í fimmta sæti og Sigþrúður Ármann í sjötta. Bjarni Benediktsson leiðir listann, enda sóttist hann einn eftir fyrsta sætinuVísir/Vilhelm Jón var í öðru sætinu þegar fyrstu tölur bárust en þegar aðrar tölur voru tilkynntar hafði Bryndís skotist upp fyrir hann í annað sætið. Að lokum fór þó svo að Jón endaði í sætinu sem hann sóttist eftir. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra þingmenn í kjördæminu í síðustu Alþingiskosningum, árið 2017. Bjarni er fyrsti þingmaður kjördæmisins, Bryndís annar, á meðan Jón er fimmti og Óli Björn tíundi. Bryndís var í öðru sæti þegar aðrar tölur úr prófkjörinu voru birtar. Með lokatölum varð þó ljóst að Jón Gunnarsson endurheimti annað sætið, sem hann var í þegar fyrstu tölur lágu fyrir.Vísir/Vilhelm Alls sóttust tólf frambjóðendur eftir sæti á listanum, en í prófkjörinu var valið í sex sæti. Talin voru 4772 atkvæði, þar af voru 64 ógild. Hér að neðan má sjá stöðu efstu sex frambjóðenda í prófkjörinu: Í fyrsta sæti með 3.825 atkvæði í fyrsta sæti er Bjarni Benediktsson. Í öðru sæti með 1.134 atkvæði í fyrsta til annað sæti er Jón Gunnarsson. Í þriðja sæti með 1.616 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti er Bryndís Haraldsdóttir. Í fjórða sæti með 1.950 atkvæði í fyrsta til fjórða sæti er Óli Björn Kárason. Í fimmta sæti með 2.261 atkvæði í fyrsta til fimmta sæti er Arnar Þór Jónsson. Í sjötta sæti með 2.617 atkvæði í fyrsta til sjötta sæti er Sigþrúður Ármann. Óli Björn Kárason endaði í fjórða sæti í prófkjörinu.Vísir/Vilhelm
Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Bryndís í öðru sæti eftir nýjustu tölur Breyting hefur orðið á uppröðun á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi eftir að aðrar tölur voru birtar rétt í þessu. Bryndís Haraldsdóttir er nú í öðru sæti listans en eftir fyrstu tölur var Jón Gunnarsson alþingismaður í öðru sæti. 12. júní 2021 21:10 Bjarni langefstur og Jón Gunnarsson í öðru sæti eftir fyrstu tölur Jón Gunnarsson þingmaður er í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi þegar fyrstu tölur hafa verið birtar. 12. júní 2021 19:09 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Bryndís í öðru sæti eftir nýjustu tölur Breyting hefur orðið á uppröðun á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi eftir að aðrar tölur voru birtar rétt í þessu. Bryndís Haraldsdóttir er nú í öðru sæti listans en eftir fyrstu tölur var Jón Gunnarsson alþingismaður í öðru sæti. 12. júní 2021 21:10
Bjarni langefstur og Jón Gunnarsson í öðru sæti eftir fyrstu tölur Jón Gunnarsson þingmaður er í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi þegar fyrstu tölur hafa verið birtar. 12. júní 2021 19:09