Jón Gunnarsson hreppti annað sætið að lokum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júní 2021 23:41 Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti, sem var baráttusætið í þessu prófkjöri. Vísir/Vilhelm Nýjustu og jafnframt síðustu tölur liggja nú fyrir úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins og fjármálaráðherra, hafnaði í fyrsta sæti, enda sóttist hann einn eftir því. Baráttan um annað sætið var heldur harðari, en þingmennirnir Bryndís Haraldsdóttir, Jón Gunnarsson og Óli Björn Kárason sóttust öll eftir því sæti. Héraðsdómarinn Arnar Þór Jónsson sóttist eftir öðru til þriðja sæti og Vilhjálmur Bjarnason sóttist eftir stuðningi í þriðja sæti eða ofar. Það var hins vegar Jón Gunnarsson sem hreppti annað sætið að endingu, með 1.134 atkvæði í fyrsta til annað sæti. Bryndís endaði í því þriðja en Óli Björn í fjórða. Arnar Þór varð í fimmta sæti og Sigþrúður Ármann í sjötta. Bjarni Benediktsson leiðir listann, enda sóttist hann einn eftir fyrsta sætinuVísir/Vilhelm Jón var í öðru sætinu þegar fyrstu tölur bárust en þegar aðrar tölur voru tilkynntar hafði Bryndís skotist upp fyrir hann í annað sætið. Að lokum fór þó svo að Jón endaði í sætinu sem hann sóttist eftir. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra þingmenn í kjördæminu í síðustu Alþingiskosningum, árið 2017. Bjarni er fyrsti þingmaður kjördæmisins, Bryndís annar, á meðan Jón er fimmti og Óli Björn tíundi. Bryndís var í öðru sæti þegar aðrar tölur úr prófkjörinu voru birtar. Með lokatölum varð þó ljóst að Jón Gunnarsson endurheimti annað sætið, sem hann var í þegar fyrstu tölur lágu fyrir.Vísir/Vilhelm Alls sóttust tólf frambjóðendur eftir sæti á listanum, en í prófkjörinu var valið í sex sæti. Talin voru 4772 atkvæði, þar af voru 64 ógild. Hér að neðan má sjá stöðu efstu sex frambjóðenda í prófkjörinu: Í fyrsta sæti með 3.825 atkvæði í fyrsta sæti er Bjarni Benediktsson. Í öðru sæti með 1.134 atkvæði í fyrsta til annað sæti er Jón Gunnarsson. Í þriðja sæti með 1.616 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti er Bryndís Haraldsdóttir. Í fjórða sæti með 1.950 atkvæði í fyrsta til fjórða sæti er Óli Björn Kárason. Í fimmta sæti með 2.261 atkvæði í fyrsta til fimmta sæti er Arnar Þór Jónsson. Í sjötta sæti með 2.617 atkvæði í fyrsta til sjötta sæti er Sigþrúður Ármann. Óli Björn Kárason endaði í fjórða sæti í prófkjörinu.Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Bryndís í öðru sæti eftir nýjustu tölur Breyting hefur orðið á uppröðun á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi eftir að aðrar tölur voru birtar rétt í þessu. Bryndís Haraldsdóttir er nú í öðru sæti listans en eftir fyrstu tölur var Jón Gunnarsson alþingismaður í öðru sæti. 12. júní 2021 21:10 Bjarni langefstur og Jón Gunnarsson í öðru sæti eftir fyrstu tölur Jón Gunnarsson þingmaður er í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi þegar fyrstu tölur hafa verið birtar. 12. júní 2021 19:09 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Baráttan um annað sætið var heldur harðari, en þingmennirnir Bryndís Haraldsdóttir, Jón Gunnarsson og Óli Björn Kárason sóttust öll eftir því sæti. Héraðsdómarinn Arnar Þór Jónsson sóttist eftir öðru til þriðja sæti og Vilhjálmur Bjarnason sóttist eftir stuðningi í þriðja sæti eða ofar. Það var hins vegar Jón Gunnarsson sem hreppti annað sætið að endingu, með 1.134 atkvæði í fyrsta til annað sæti. Bryndís endaði í því þriðja en Óli Björn í fjórða. Arnar Þór varð í fimmta sæti og Sigþrúður Ármann í sjötta. Bjarni Benediktsson leiðir listann, enda sóttist hann einn eftir fyrsta sætinuVísir/Vilhelm Jón var í öðru sætinu þegar fyrstu tölur bárust en þegar aðrar tölur voru tilkynntar hafði Bryndís skotist upp fyrir hann í annað sætið. Að lokum fór þó svo að Jón endaði í sætinu sem hann sóttist eftir. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra þingmenn í kjördæminu í síðustu Alþingiskosningum, árið 2017. Bjarni er fyrsti þingmaður kjördæmisins, Bryndís annar, á meðan Jón er fimmti og Óli Björn tíundi. Bryndís var í öðru sæti þegar aðrar tölur úr prófkjörinu voru birtar. Með lokatölum varð þó ljóst að Jón Gunnarsson endurheimti annað sætið, sem hann var í þegar fyrstu tölur lágu fyrir.Vísir/Vilhelm Alls sóttust tólf frambjóðendur eftir sæti á listanum, en í prófkjörinu var valið í sex sæti. Talin voru 4772 atkvæði, þar af voru 64 ógild. Hér að neðan má sjá stöðu efstu sex frambjóðenda í prófkjörinu: Í fyrsta sæti með 3.825 atkvæði í fyrsta sæti er Bjarni Benediktsson. Í öðru sæti með 1.134 atkvæði í fyrsta til annað sæti er Jón Gunnarsson. Í þriðja sæti með 1.616 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti er Bryndís Haraldsdóttir. Í fjórða sæti með 1.950 atkvæði í fyrsta til fjórða sæti er Óli Björn Kárason. Í fimmta sæti með 2.261 atkvæði í fyrsta til fimmta sæti er Arnar Þór Jónsson. Í sjötta sæti með 2.617 atkvæði í fyrsta til sjötta sæti er Sigþrúður Ármann. Óli Björn Kárason endaði í fjórða sæti í prófkjörinu.Vísir/Vilhelm
Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Bryndís í öðru sæti eftir nýjustu tölur Breyting hefur orðið á uppröðun á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi eftir að aðrar tölur voru birtar rétt í þessu. Bryndís Haraldsdóttir er nú í öðru sæti listans en eftir fyrstu tölur var Jón Gunnarsson alþingismaður í öðru sæti. 12. júní 2021 21:10 Bjarni langefstur og Jón Gunnarsson í öðru sæti eftir fyrstu tölur Jón Gunnarsson þingmaður er í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi þegar fyrstu tölur hafa verið birtar. 12. júní 2021 19:09 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Bryndís í öðru sæti eftir nýjustu tölur Breyting hefur orðið á uppröðun á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi eftir að aðrar tölur voru birtar rétt í þessu. Bryndís Haraldsdóttir er nú í öðru sæti listans en eftir fyrstu tölur var Jón Gunnarsson alþingismaður í öðru sæti. 12. júní 2021 21:10
Bjarni langefstur og Jón Gunnarsson í öðru sæti eftir fyrstu tölur Jón Gunnarsson þingmaður er í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi þegar fyrstu tölur hafa verið birtar. 12. júní 2021 19:09