Samkvæmt upplýsingum fréttastofu af kjörstað verður þó ekki skellt í lás á slaginu sex, heldur fá kjósendur sem komnir voru í röðina fyrir klukkan sex að greiða atkvæði.
Alls eru tólf frambjóðendur sem sækjast eftir sæti á lista flokksins í kjördæminu. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sækist einn eftir fyrsta sætinu.
Baráttan um annað sætið er harðari en þar gefa kost á sér þingmennirnir Bryndís Haraldsdóttir, Jón Gunnarsson og Óli Björn Kárason og héraðsdómarinn Arnar Þór Jónsson. Vilhjálmur Bjarnason fyrrverandi þingmaður sækist einnig eftir efstu sætum listans í kjördæminu.
Um klukkan tvö í dag höfðu yfir þrjú þúsund manns greitt atkvæði í prófkjörinu.