Konur á Spáni mótmæla kynbundnu ofbeldi Árni Sæberg og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 12. júní 2021 14:42 Konur á Spáni hafa mótmælt á götum úti eftir að lík hinnar sex ára Oliviu fannst á sjávarbotni undan ströndum Tenerife í fyrradag. Getty/Jesus Merida Konur á Spáni hafa mótmælt á götum úti eftir að lík hinnar sex ára Oliviu fannst á sjávarbotni undan ströndum Tenerife í fyrradag. Þúsundir kvenna um allan Spán hafa mótmælt kynbundnu ofbeldi í kjölfar ofbeldisöldu sem skekur Spán um þessar mundir. Spænsk yfirvöld halda skrá um kynbundin morð og hafa átján konur verið myrtar af mökum eða fyrrverandi mökum það sem af er ári. Þá vakti líkfundur sex ára gamallar stúlku mikla reiði en faðir hennar hafði tekið hana og systur hennar án þess að fá leyfi móðurinnar. Lík annarrar stúlkunnar fannst í íþróttatösku sem hafði verið bundin við akkeri báts í eigu föðurins. Krufning leiddi í ljós að stúlkan hafi drukknað. Leit stendur nú yfir að systur hennar, sem er eins árs gömul, en talið er að hún sé látin. Þá stendur leit einnig yfir að föður þeirra Thomás Gimeno. „Engin orð geta hjálpað Betriz á þessum sorgartímum,“ skrifaði Irene Montero, jafnréttisráðherra Spánar, í samúðarkveðju til móður súlknanna, Betriz Zimmerman, á Twitter. „Ofbeldi gegn konum, sem eru mæður, sem miðað er að þeirra viðkvæmasta punkti er vandamál þjóðarinnar allrar. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að bregðast við þessum vanda.“ La violencia vicaria sirve para hacer daño a las madres, desde luego, pero no dejemos de recordar que se lleva la vida de los niños y niñas que son también víctimas directas del machismo.— Ángela Rodríguez Pam (@Pam_Angela_) June 11, 2021 Frá því að Spánn hóf skráningu á kynbundnum morðum árið 2003 hafa 1.095 konur verið myrtar vegna kyns síns. 39 börn hafa verið myrt frá árinu 2013 í málum sem tengjast heimilisofbeldi. Fimm vikur eru liðnar frá því að neyðarástandi vegna Covid-19 var aflétt á Spáni og hafa tíu konur verið myrtar af núverandi eða fyrrverandi mökum á þeim tíma. Sérfræðingar segja það benda til þess að konurnar hafi reynt að flýja ofbeldisfull sambönd þegar útgöngubanni var aflétt með þeim afleiðingum að þær voru myrtar. Spánn Jafnréttismál Ofbeldi gegn börnum Heimilisofbeldi Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Sjá meira
Þúsundir kvenna um allan Spán hafa mótmælt kynbundnu ofbeldi í kjölfar ofbeldisöldu sem skekur Spán um þessar mundir. Spænsk yfirvöld halda skrá um kynbundin morð og hafa átján konur verið myrtar af mökum eða fyrrverandi mökum það sem af er ári. Þá vakti líkfundur sex ára gamallar stúlku mikla reiði en faðir hennar hafði tekið hana og systur hennar án þess að fá leyfi móðurinnar. Lík annarrar stúlkunnar fannst í íþróttatösku sem hafði verið bundin við akkeri báts í eigu föðurins. Krufning leiddi í ljós að stúlkan hafi drukknað. Leit stendur nú yfir að systur hennar, sem er eins árs gömul, en talið er að hún sé látin. Þá stendur leit einnig yfir að föður þeirra Thomás Gimeno. „Engin orð geta hjálpað Betriz á þessum sorgartímum,“ skrifaði Irene Montero, jafnréttisráðherra Spánar, í samúðarkveðju til móður súlknanna, Betriz Zimmerman, á Twitter. „Ofbeldi gegn konum, sem eru mæður, sem miðað er að þeirra viðkvæmasta punkti er vandamál þjóðarinnar allrar. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að bregðast við þessum vanda.“ La violencia vicaria sirve para hacer daño a las madres, desde luego, pero no dejemos de recordar que se lleva la vida de los niños y niñas que son también víctimas directas del machismo.— Ángela Rodríguez Pam (@Pam_Angela_) June 11, 2021 Frá því að Spánn hóf skráningu á kynbundnum morðum árið 2003 hafa 1.095 konur verið myrtar vegna kyns síns. 39 börn hafa verið myrt frá árinu 2013 í málum sem tengjast heimilisofbeldi. Fimm vikur eru liðnar frá því að neyðarástandi vegna Covid-19 var aflétt á Spáni og hafa tíu konur verið myrtar af núverandi eða fyrrverandi mökum á þeim tíma. Sérfræðingar segja það benda til þess að konurnar hafi reynt að flýja ofbeldisfull sambönd þegar útgöngubanni var aflétt með þeim afleiðingum að þær voru myrtar.
Spánn Jafnréttismál Ofbeldi gegn börnum Heimilisofbeldi Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Sjá meira