Segir sénsana vera að klárast hjá Katrínu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. júní 2021 21:51 Jón Þór telur nauðsynlegt að fá stjórnarskrármálið inn í þingsal til umræðu. Vísir/Samsett Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segist líta svo á að koma þurfi frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá inn í þingsal til umræðu. Annars séu tækifæri hennar til að hafa áhrif í stjórnarskrármálinu upp urin. „Forsætisráðherra sagðist vilja heildarendurskoðun á stjórnarskránni og fékk það í stjórnarsáttmála og fór af stað með það, fékk séns á því en tókst það ekki. Svo leggur hún þá fram sitt eigið frumvarp hér á Alþingi, við vinnum það vel í nefndinni, það er tilbúið þar og svo virðist hún ætla að gefast upp á því. Þannig sénsarnir eru komnir og fyrir mína parta þarf forsætisráðherra að koma þessu máli inn í þingsal í umræðu,“ sagði Jón Þór í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Annars eru sénsarnir búnir og líka traust á því að hún geti klárað stjórnarskrármálið.“ Verði málið afgreitt fer það til umræðu á þingstubbi í ágúst. Jón Þór segir Pírata, Samfylkingu, Viðreisn og Flokk fólksins vilja klára málið úr nefnd til þess að það sé hægt. „Nú heyrir það upp á forsætisráðherra að fá sinn mann sem er verkefnastjóri málsins í nefndinni og einhvern einn annan til að fá málið úr nefnd. Ef það er vilji er hægt að fá málið úr nefnd. Núna sjáum við bara hvort hún sé tilbúin að kosta til á lokametrunum til þess að standa þá eitthvað í stjórnarskrármálum á kjörtímabilinu.“ Miðflokksmenn til í þingsumar Miðflokkurinn hótar málþófi á Alþingi sættist aðrir flokkar ekki á að svæfa mál varðandi þjónustu við hælisleitendur. Líf fjölda annarra mála hangir á bláþræði nú þegar síðustu þingfundir fyrir kosningar mælast í klukkustundum. Liðsmenn Miðflokksins vilja fá að halda uppi umræðum um hálendisþjóðgarð en Alþingi þarf að ræða málið og greiða atkvæði um að vísa því aftur til ríkisstjórnarinnar, eins og meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til. „Þarna er í rauninni verið að segja að ef þessi ríkisstjórn fær stuðning til að sitja áfram þá muni hún bara halda áfram og þetta er verkefni sem okkur finnst ekki gott og hefðum viljað að það væri slegið út af borðinu,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins. Gunnar Bragi Sveinsson er formaður þingflokks Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Miðflokkurinn hefur óskað eftir auknum ræðutíma til þess að ræða hálendisþjóðgarðinn. „En auðvitað er það þannig þegar verið er að semja um þinglok að það þarf að semja um ræðutíma líka.“ Í samningaviðræðum um þinglok hefur Miðflokkurinn farið sterklega fram á að frumvarp félagsmálaráðherra um samræmda móttöku flóttafólks verði látið niður falla. Flokkurinn hefur talað gegn málinu og talið það leiða til aukins straums flóttamanna og þar með kostnaðar fyrir ríkissjóð - sem þingmenn úr öðrum flokkum hafa þó andmælt. Málþóf um hálendisþjóðgarðinn virðist undir gegn því að samið verði um falla frá málinu. „Við erum alveg tilbúin til þess að vera hér eins lengi og þarf. Það er langt í kosningar, nægur tími en auðvitað skilur maður að margir vilji komast inn í sumarið. Okkur liggur í sjálfu sér ekkert á. Ef það nást samningar hættum við þessu, ef ekki höldum við þessu áfram.“ Horfa til laugardags Útlit er fyrir að stór ríkisstjórnarmál fái ekki fram að ganga fyrir þinglok. Má þar nefna frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna, frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð og frumvörp dómsmálaráðherra um niðurfellingu mannanafnanefndar og sölu áfengis úr brugghúsum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir allt enn geta gerst. „Okkur miðar alltaf eitthvað áfram. Við höfum verið að funda hér í dag, nokkuð oft, þingflokksformenn og aðrir líka, til þess að reyna að finna lausn á þeim málum sem enn standa út af borðinu, eru óafgreidd eða ekki er búið að semja um,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist gera ráð fyrir þinglokum fyrir 17. júní.Vísir/Vilhelm Hann segir að meðan ekki sé búið að semja um öll mál geti allt gerst. Málin verði því ekki leyst fyrr en búið sé að ná utan um þau öll. Hann segir að horft hafi verið til laugardags með tilliti til mögulegra þingloka. Það gæti þó alveg dregist fram yfir helgi. „Ég geri ráð fyrir að það verði að minnsta kosti fyrir 17. júní.“ Birgir segist ekki hafa trú á öðru en að hægt sé að leysa úr stöðunni sem uppi er á þingi. Fjölmörg stjórnarfrumvörp verði afgreidd þó einhver muni sitja á hakanum. „Við erum auðvitað að tala um það tugir mála verða afgreiddir hér fyrir þinglok, en það eru tugir sem falla niður líka. Ég held að það liggi alveg fyrir. Það er frá mínum bæjardyrum séð algjör synd, vegna þess að í mörgum tilvikum er um að ræða mál sem eru vel unnin og hafa átt sér langan aðdraganda.“ Hann segir að við þinglok, sérstaklega fyrir kosningar líkt og nú, gerist svona hlutir. Sagan sýni að síðasta ár kjörtímabils sé oft ekki árið sem notað er til að koma í gegn stórum málum. „Þetta hefur hins vegar verið starfsamt þing. Við höfum þegar afgreitt mjög mikið og sennilega meira en við erum vön að gera á venjulegu þingi. Þannig að ég held að við getum vel verið stolt af því sem við höfum verið að gera hér í vetur.“ Alþingi Stjórnarskrá Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
„Forsætisráðherra sagðist vilja heildarendurskoðun á stjórnarskránni og fékk það í stjórnarsáttmála og fór af stað með það, fékk séns á því en tókst það ekki. Svo leggur hún þá fram sitt eigið frumvarp hér á Alþingi, við vinnum það vel í nefndinni, það er tilbúið þar og svo virðist hún ætla að gefast upp á því. Þannig sénsarnir eru komnir og fyrir mína parta þarf forsætisráðherra að koma þessu máli inn í þingsal í umræðu,“ sagði Jón Þór í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Annars eru sénsarnir búnir og líka traust á því að hún geti klárað stjórnarskrármálið.“ Verði málið afgreitt fer það til umræðu á þingstubbi í ágúst. Jón Þór segir Pírata, Samfylkingu, Viðreisn og Flokk fólksins vilja klára málið úr nefnd til þess að það sé hægt. „Nú heyrir það upp á forsætisráðherra að fá sinn mann sem er verkefnastjóri málsins í nefndinni og einhvern einn annan til að fá málið úr nefnd. Ef það er vilji er hægt að fá málið úr nefnd. Núna sjáum við bara hvort hún sé tilbúin að kosta til á lokametrunum til þess að standa þá eitthvað í stjórnarskrármálum á kjörtímabilinu.“ Miðflokksmenn til í þingsumar Miðflokkurinn hótar málþófi á Alþingi sættist aðrir flokkar ekki á að svæfa mál varðandi þjónustu við hælisleitendur. Líf fjölda annarra mála hangir á bláþræði nú þegar síðustu þingfundir fyrir kosningar mælast í klukkustundum. Liðsmenn Miðflokksins vilja fá að halda uppi umræðum um hálendisþjóðgarð en Alþingi þarf að ræða málið og greiða atkvæði um að vísa því aftur til ríkisstjórnarinnar, eins og meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til. „Þarna er í rauninni verið að segja að ef þessi ríkisstjórn fær stuðning til að sitja áfram þá muni hún bara halda áfram og þetta er verkefni sem okkur finnst ekki gott og hefðum viljað að það væri slegið út af borðinu,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins. Gunnar Bragi Sveinsson er formaður þingflokks Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Miðflokkurinn hefur óskað eftir auknum ræðutíma til þess að ræða hálendisþjóðgarðinn. „En auðvitað er það þannig þegar verið er að semja um þinglok að það þarf að semja um ræðutíma líka.“ Í samningaviðræðum um þinglok hefur Miðflokkurinn farið sterklega fram á að frumvarp félagsmálaráðherra um samræmda móttöku flóttafólks verði látið niður falla. Flokkurinn hefur talað gegn málinu og talið það leiða til aukins straums flóttamanna og þar með kostnaðar fyrir ríkissjóð - sem þingmenn úr öðrum flokkum hafa þó andmælt. Málþóf um hálendisþjóðgarðinn virðist undir gegn því að samið verði um falla frá málinu. „Við erum alveg tilbúin til þess að vera hér eins lengi og þarf. Það er langt í kosningar, nægur tími en auðvitað skilur maður að margir vilji komast inn í sumarið. Okkur liggur í sjálfu sér ekkert á. Ef það nást samningar hættum við þessu, ef ekki höldum við þessu áfram.“ Horfa til laugardags Útlit er fyrir að stór ríkisstjórnarmál fái ekki fram að ganga fyrir þinglok. Má þar nefna frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna, frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð og frumvörp dómsmálaráðherra um niðurfellingu mannanafnanefndar og sölu áfengis úr brugghúsum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir allt enn geta gerst. „Okkur miðar alltaf eitthvað áfram. Við höfum verið að funda hér í dag, nokkuð oft, þingflokksformenn og aðrir líka, til þess að reyna að finna lausn á þeim málum sem enn standa út af borðinu, eru óafgreidd eða ekki er búið að semja um,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist gera ráð fyrir þinglokum fyrir 17. júní.Vísir/Vilhelm Hann segir að meðan ekki sé búið að semja um öll mál geti allt gerst. Málin verði því ekki leyst fyrr en búið sé að ná utan um þau öll. Hann segir að horft hafi verið til laugardags með tilliti til mögulegra þingloka. Það gæti þó alveg dregist fram yfir helgi. „Ég geri ráð fyrir að það verði að minnsta kosti fyrir 17. júní.“ Birgir segist ekki hafa trú á öðru en að hægt sé að leysa úr stöðunni sem uppi er á þingi. Fjölmörg stjórnarfrumvörp verði afgreidd þó einhver muni sitja á hakanum. „Við erum auðvitað að tala um það tugir mála verða afgreiddir hér fyrir þinglok, en það eru tugir sem falla niður líka. Ég held að það liggi alveg fyrir. Það er frá mínum bæjardyrum séð algjör synd, vegna þess að í mörgum tilvikum er um að ræða mál sem eru vel unnin og hafa átt sér langan aðdraganda.“ Hann segir að við þinglok, sérstaklega fyrir kosningar líkt og nú, gerist svona hlutir. Sagan sýni að síðasta ár kjörtímabils sé oft ekki árið sem notað er til að koma í gegn stórum málum. „Þetta hefur hins vegar verið starfsamt þing. Við höfum þegar afgreitt mjög mikið og sennilega meira en við erum vön að gera á venjulegu þingi. Þannig að ég held að við getum vel verið stolt af því sem við höfum verið að gera hér í vetur.“
Alþingi Stjórnarskrá Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira