Segir sénsana vera að klárast hjá Katrínu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. júní 2021 21:51 Jón Þór telur nauðsynlegt að fá stjórnarskrármálið inn í þingsal til umræðu. Vísir/Samsett Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segist líta svo á að koma þurfi frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá inn í þingsal til umræðu. Annars séu tækifæri hennar til að hafa áhrif í stjórnarskrármálinu upp urin. „Forsætisráðherra sagðist vilja heildarendurskoðun á stjórnarskránni og fékk það í stjórnarsáttmála og fór af stað með það, fékk séns á því en tókst það ekki. Svo leggur hún þá fram sitt eigið frumvarp hér á Alþingi, við vinnum það vel í nefndinni, það er tilbúið þar og svo virðist hún ætla að gefast upp á því. Þannig sénsarnir eru komnir og fyrir mína parta þarf forsætisráðherra að koma þessu máli inn í þingsal í umræðu,“ sagði Jón Þór í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Annars eru sénsarnir búnir og líka traust á því að hún geti klárað stjórnarskrármálið.“ Verði málið afgreitt fer það til umræðu á þingstubbi í ágúst. Jón Þór segir Pírata, Samfylkingu, Viðreisn og Flokk fólksins vilja klára málið úr nefnd til þess að það sé hægt. „Nú heyrir það upp á forsætisráðherra að fá sinn mann sem er verkefnastjóri málsins í nefndinni og einhvern einn annan til að fá málið úr nefnd. Ef það er vilji er hægt að fá málið úr nefnd. Núna sjáum við bara hvort hún sé tilbúin að kosta til á lokametrunum til þess að standa þá eitthvað í stjórnarskrármálum á kjörtímabilinu.“ Miðflokksmenn til í þingsumar Miðflokkurinn hótar málþófi á Alþingi sættist aðrir flokkar ekki á að svæfa mál varðandi þjónustu við hælisleitendur. Líf fjölda annarra mála hangir á bláþræði nú þegar síðustu þingfundir fyrir kosningar mælast í klukkustundum. Liðsmenn Miðflokksins vilja fá að halda uppi umræðum um hálendisþjóðgarð en Alþingi þarf að ræða málið og greiða atkvæði um að vísa því aftur til ríkisstjórnarinnar, eins og meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til. „Þarna er í rauninni verið að segja að ef þessi ríkisstjórn fær stuðning til að sitja áfram þá muni hún bara halda áfram og þetta er verkefni sem okkur finnst ekki gott og hefðum viljað að það væri slegið út af borðinu,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins. Gunnar Bragi Sveinsson er formaður þingflokks Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Miðflokkurinn hefur óskað eftir auknum ræðutíma til þess að ræða hálendisþjóðgarðinn. „En auðvitað er það þannig þegar verið er að semja um þinglok að það þarf að semja um ræðutíma líka.“ Í samningaviðræðum um þinglok hefur Miðflokkurinn farið sterklega fram á að frumvarp félagsmálaráðherra um samræmda móttöku flóttafólks verði látið niður falla. Flokkurinn hefur talað gegn málinu og talið það leiða til aukins straums flóttamanna og þar með kostnaðar fyrir ríkissjóð - sem þingmenn úr öðrum flokkum hafa þó andmælt. Málþóf um hálendisþjóðgarðinn virðist undir gegn því að samið verði um falla frá málinu. „Við erum alveg tilbúin til þess að vera hér eins lengi og þarf. Það er langt í kosningar, nægur tími en auðvitað skilur maður að margir vilji komast inn í sumarið. Okkur liggur í sjálfu sér ekkert á. Ef það nást samningar hættum við þessu, ef ekki höldum við þessu áfram.“ Horfa til laugardags Útlit er fyrir að stór ríkisstjórnarmál fái ekki fram að ganga fyrir þinglok. Má þar nefna frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna, frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð og frumvörp dómsmálaráðherra um niðurfellingu mannanafnanefndar og sölu áfengis úr brugghúsum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir allt enn geta gerst. „Okkur miðar alltaf eitthvað áfram. Við höfum verið að funda hér í dag, nokkuð oft, þingflokksformenn og aðrir líka, til þess að reyna að finna lausn á þeim málum sem enn standa út af borðinu, eru óafgreidd eða ekki er búið að semja um,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist gera ráð fyrir þinglokum fyrir 17. júní.Vísir/Vilhelm Hann segir að meðan ekki sé búið að semja um öll mál geti allt gerst. Málin verði því ekki leyst fyrr en búið sé að ná utan um þau öll. Hann segir að horft hafi verið til laugardags með tilliti til mögulegra þingloka. Það gæti þó alveg dregist fram yfir helgi. „Ég geri ráð fyrir að það verði að minnsta kosti fyrir 17. júní.“ Birgir segist ekki hafa trú á öðru en að hægt sé að leysa úr stöðunni sem uppi er á þingi. Fjölmörg stjórnarfrumvörp verði afgreidd þó einhver muni sitja á hakanum. „Við erum auðvitað að tala um það tugir mála verða afgreiddir hér fyrir þinglok, en það eru tugir sem falla niður líka. Ég held að það liggi alveg fyrir. Það er frá mínum bæjardyrum séð algjör synd, vegna þess að í mörgum tilvikum er um að ræða mál sem eru vel unnin og hafa átt sér langan aðdraganda.“ Hann segir að við þinglok, sérstaklega fyrir kosningar líkt og nú, gerist svona hlutir. Sagan sýni að síðasta ár kjörtímabils sé oft ekki árið sem notað er til að koma í gegn stórum málum. „Þetta hefur hins vegar verið starfsamt þing. Við höfum þegar afgreitt mjög mikið og sennilega meira en við erum vön að gera á venjulegu þingi. Þannig að ég held að við getum vel verið stolt af því sem við höfum verið að gera hér í vetur.“ Alþingi Stjórnarskrá Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Sjá meira
„Forsætisráðherra sagðist vilja heildarendurskoðun á stjórnarskránni og fékk það í stjórnarsáttmála og fór af stað með það, fékk séns á því en tókst það ekki. Svo leggur hún þá fram sitt eigið frumvarp hér á Alþingi, við vinnum það vel í nefndinni, það er tilbúið þar og svo virðist hún ætla að gefast upp á því. Þannig sénsarnir eru komnir og fyrir mína parta þarf forsætisráðherra að koma þessu máli inn í þingsal í umræðu,“ sagði Jón Þór í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Annars eru sénsarnir búnir og líka traust á því að hún geti klárað stjórnarskrármálið.“ Verði málið afgreitt fer það til umræðu á þingstubbi í ágúst. Jón Þór segir Pírata, Samfylkingu, Viðreisn og Flokk fólksins vilja klára málið úr nefnd til þess að það sé hægt. „Nú heyrir það upp á forsætisráðherra að fá sinn mann sem er verkefnastjóri málsins í nefndinni og einhvern einn annan til að fá málið úr nefnd. Ef það er vilji er hægt að fá málið úr nefnd. Núna sjáum við bara hvort hún sé tilbúin að kosta til á lokametrunum til þess að standa þá eitthvað í stjórnarskrármálum á kjörtímabilinu.“ Miðflokksmenn til í þingsumar Miðflokkurinn hótar málþófi á Alþingi sættist aðrir flokkar ekki á að svæfa mál varðandi þjónustu við hælisleitendur. Líf fjölda annarra mála hangir á bláþræði nú þegar síðustu þingfundir fyrir kosningar mælast í klukkustundum. Liðsmenn Miðflokksins vilja fá að halda uppi umræðum um hálendisþjóðgarð en Alþingi þarf að ræða málið og greiða atkvæði um að vísa því aftur til ríkisstjórnarinnar, eins og meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til. „Þarna er í rauninni verið að segja að ef þessi ríkisstjórn fær stuðning til að sitja áfram þá muni hún bara halda áfram og þetta er verkefni sem okkur finnst ekki gott og hefðum viljað að það væri slegið út af borðinu,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins. Gunnar Bragi Sveinsson er formaður þingflokks Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Miðflokkurinn hefur óskað eftir auknum ræðutíma til þess að ræða hálendisþjóðgarðinn. „En auðvitað er það þannig þegar verið er að semja um þinglok að það þarf að semja um ræðutíma líka.“ Í samningaviðræðum um þinglok hefur Miðflokkurinn farið sterklega fram á að frumvarp félagsmálaráðherra um samræmda móttöku flóttafólks verði látið niður falla. Flokkurinn hefur talað gegn málinu og talið það leiða til aukins straums flóttamanna og þar með kostnaðar fyrir ríkissjóð - sem þingmenn úr öðrum flokkum hafa þó andmælt. Málþóf um hálendisþjóðgarðinn virðist undir gegn því að samið verði um falla frá málinu. „Við erum alveg tilbúin til þess að vera hér eins lengi og þarf. Það er langt í kosningar, nægur tími en auðvitað skilur maður að margir vilji komast inn í sumarið. Okkur liggur í sjálfu sér ekkert á. Ef það nást samningar hættum við þessu, ef ekki höldum við þessu áfram.“ Horfa til laugardags Útlit er fyrir að stór ríkisstjórnarmál fái ekki fram að ganga fyrir þinglok. Má þar nefna frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna, frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð og frumvörp dómsmálaráðherra um niðurfellingu mannanafnanefndar og sölu áfengis úr brugghúsum. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir allt enn geta gerst. „Okkur miðar alltaf eitthvað áfram. Við höfum verið að funda hér í dag, nokkuð oft, þingflokksformenn og aðrir líka, til þess að reyna að finna lausn á þeim málum sem enn standa út af borðinu, eru óafgreidd eða ekki er búið að semja um,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist gera ráð fyrir þinglokum fyrir 17. júní.Vísir/Vilhelm Hann segir að meðan ekki sé búið að semja um öll mál geti allt gerst. Málin verði því ekki leyst fyrr en búið sé að ná utan um þau öll. Hann segir að horft hafi verið til laugardags með tilliti til mögulegra þingloka. Það gæti þó alveg dregist fram yfir helgi. „Ég geri ráð fyrir að það verði að minnsta kosti fyrir 17. júní.“ Birgir segist ekki hafa trú á öðru en að hægt sé að leysa úr stöðunni sem uppi er á þingi. Fjölmörg stjórnarfrumvörp verði afgreidd þó einhver muni sitja á hakanum. „Við erum auðvitað að tala um það tugir mála verða afgreiddir hér fyrir þinglok, en það eru tugir sem falla niður líka. Ég held að það liggi alveg fyrir. Það er frá mínum bæjardyrum séð algjör synd, vegna þess að í mörgum tilvikum er um að ræða mál sem eru vel unnin og hafa átt sér langan aðdraganda.“ Hann segir að við þinglok, sérstaklega fyrir kosningar líkt og nú, gerist svona hlutir. Sagan sýni að síðasta ár kjörtímabils sé oft ekki árið sem notað er til að koma í gegn stórum málum. „Þetta hefur hins vegar verið starfsamt þing. Við höfum þegar afgreitt mjög mikið og sennilega meira en við erum vön að gera á venjulegu þingi. Þannig að ég held að við getum vel verið stolt af því sem við höfum verið að gera hér í vetur.“
Alþingi Stjórnarskrá Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“