Orðrómur um að fólk vildi ekki Janssen reyndist ekki á rökum reistur Birgir Olgeirsson skrifar 10. júní 2021 18:43 Bóluefnaröð við Laugardalshöll. Vísir/Vilhelm Rúmlega kílómetra löng röð myndaðist við Laugardalshöll í dag þar sem bólusett var með Jansen bóluefninu. Aðeins helmings heimtur fengust úr boðun í morgun og var því gripið til skyndiboðunar til fleiri árganga. Bólusetja átti um 10.000 með Jansen á höfuðborgarsvæðinu í dag. Tæplega helmingur boðaðra skilaði sér um morguninn. Jansen-bóluefnið hefur þriggja klukkustunda líftíma eftir að það er blandað og því voru fleiri árgangar boðaðir í bólusetningu með skyndi svo bóluefnið myndi ekki renna út. Úr varð að heljarinnar röð myndaðist frá Laugardalshöll og alla leið að læknamiðstöðinni í Glæsibæ. „Í morgun var frekar dræm þátttaka. Hún náði ekki 50 prósentum. Við sáum fyrir að það yrði frekar léleg þátttaka í dag. Við ákváðum að boða aðra árganga til viðbótar. Þá kom algjör sprengja. Kannsk eru yngri árgangarnir að mæta betur. Líka þegar fólk heyrir að það sé röð, þá er fólk duglegt að mæta,“ segir Ragnheiður Ósk Erlensdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hefði verið betra að búta þennan hóp, sem var boðaður í dag, aðeins niður og dreifa honum yfir nokkra daga? „Það gæti verið. Þetta er rosalega jafnvægislist að þetta passi allt saman og gangi upp. Þetta er mikill fjöldi af fólki sem við erum að eiga við og mismunandi hvernig árgangarnir taka við sér. Við erum ennþá að reyna að átta okkur á þessu hegðunarmynstri.“ Tryggja þarf jafnvægi á milli mætingar og hversu margir skammtar eru blandaðir svo bóluefni fari ekki til spillis. Á þriðja tímanum í dag var ákveðið að vísa fólki frá og verðir settir við röðina svo fleiri myndu ekki bætast í hana. Þeir sem höfðu fengið boð en komust ekki að munu fá að mæta í bólusetningu á mánudag. Um klukkan fimm í dag hafði öll röðin verið bólusett en þó voru um sjö hundruð skammtar af bóluefni Janssen eftir. Því var brugðið á það ráð að leyfa öllum að freista þess að fá bólusetningu, þrátt fyrir að hafa ekki fengið boðun. „Þetta þarf að vera allt í jafnvægi og við getum aldrei spáð fyrir um þetta. Það var líka mikill orðrómur um að fólk vildi ekki Janssen, þannig það gerði okkur stressuð í morgun. En svo snerist það algjörlega við rétt fyrir hádegi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Konan er fundin Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Sjá meira
Bólusetja átti um 10.000 með Jansen á höfuðborgarsvæðinu í dag. Tæplega helmingur boðaðra skilaði sér um morguninn. Jansen-bóluefnið hefur þriggja klukkustunda líftíma eftir að það er blandað og því voru fleiri árgangar boðaðir í bólusetningu með skyndi svo bóluefnið myndi ekki renna út. Úr varð að heljarinnar röð myndaðist frá Laugardalshöll og alla leið að læknamiðstöðinni í Glæsibæ. „Í morgun var frekar dræm þátttaka. Hún náði ekki 50 prósentum. Við sáum fyrir að það yrði frekar léleg þátttaka í dag. Við ákváðum að boða aðra árganga til viðbótar. Þá kom algjör sprengja. Kannsk eru yngri árgangarnir að mæta betur. Líka þegar fólk heyrir að það sé röð, þá er fólk duglegt að mæta,“ segir Ragnheiður Ósk Erlensdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hefði verið betra að búta þennan hóp, sem var boðaður í dag, aðeins niður og dreifa honum yfir nokkra daga? „Það gæti verið. Þetta er rosalega jafnvægislist að þetta passi allt saman og gangi upp. Þetta er mikill fjöldi af fólki sem við erum að eiga við og mismunandi hvernig árgangarnir taka við sér. Við erum ennþá að reyna að átta okkur á þessu hegðunarmynstri.“ Tryggja þarf jafnvægi á milli mætingar og hversu margir skammtar eru blandaðir svo bóluefni fari ekki til spillis. Á þriðja tímanum í dag var ákveðið að vísa fólki frá og verðir settir við röðina svo fleiri myndu ekki bætast í hana. Þeir sem höfðu fengið boð en komust ekki að munu fá að mæta í bólusetningu á mánudag. Um klukkan fimm í dag hafði öll röðin verið bólusett en þó voru um sjö hundruð skammtar af bóluefni Janssen eftir. Því var brugðið á það ráð að leyfa öllum að freista þess að fá bólusetningu, þrátt fyrir að hafa ekki fengið boðun. „Þetta þarf að vera allt í jafnvægi og við getum aldrei spáð fyrir um þetta. Það var líka mikill orðrómur um að fólk vildi ekki Janssen, þannig það gerði okkur stressuð í morgun. En svo snerist það algjörlega við rétt fyrir hádegi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Konan er fundin Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Sjá meira