Grípa til smáauglýsinga vegna lítillar trúar á verkfærum þingmanna Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. júní 2021 11:54 Viðreisn birti smáauglýsingu í Fréttablaðinu í dag þar sem óskað var eftir skýrslu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um umsvif stærstu útgerðarfyrirtækja landsins í íslensku atvinnulífi. Þingmenn flestra flokka fóru fram á að skýrslan yrði gerð og var beiðnin samþykkt í þinginu fyrir jól. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, lagði beiðnina fram en þingmenn frá öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokki, Miðflokki og Framsókn, settu nafn sitt við hana. Nú hálfu ári síðar hefur ekkert bólað á skýrslunni og segist Hanna Katrín hafa litla trú á þeim verkfærum sem þingmenn hafa til að kalla eftir skýrslu, sem þingið hefur þegar beðið um. Þess vegna ákvað Viðreisn að auglýsa eftir skýrslunni á smáauglýsingasíðu Fréttablaðsins undir dálkinum „Tapað – Fundið“. HVAR ER SKÝRSLAN? er yfirskrift auglýsingarinnar, sem virðist nýstárleg leið flokks til að ýta á eftir ráðherra í máli sem þessu, þó hún sé eflaust einnig til þess fallin að vekja athygli fólks á málinu: „Svör óskast. Almannahagsmunir eru undir,“ segir í lok auglýsingarinnar. Skortur á virðingu fyrir löggjafarvaldinu „Málið er það að þó að Alþingi samþykki einum rómi svona skýrslu og að ráðherra fái mjög skýr fyrirmæli Alþingis um það þá strandar báturinn þar,“ segir Hanna Katrín, sem er farið að lengja eftir skýrslunni, en hún ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir þingmenn ekki hafa nein verkfæri til að knýja fram gerð skýrslunnar eftir að búið er að biðja um hana á þingi. „Ég get farið upp í pontu og kvartað og ég get farið í fjölmiðla en á endanum verður það bara eitthvað leiðindamjálm í mér vegna þess að það hefur engan þunga. Við höfum ekki önnur úrræði því miður. Ég veit ekki hvað er hægt að gera annað. Kannski snýst þetta að einhverju leyti bara um virðingu framkvæmdarvaldsins fyrir löggjafarvaldinu.“ Viðreisn birti einnig myndband sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum í morgun þar sem lýst er eftir skýrslunni og óskað eftir svörum frá ráðherranum. Auglýsingarnar minna nokkuð á herferð sem varð nokkuð fyrirferðarmikil á síðasta ári þegar hópur fólks auglýsti eftir nýju stjórnarskránni. Mikilvægt innlegg í umræðu um auðlindaákvæði Skýrslan, sem farið var fram á að ráðherrann léti gera, á að varpa ljósi á ítök tuttugu stærstu útgerðarfyrirtækja landsins í íslensku atvinnulífi. Hanna Katrín segir þetta afar mikilvægt innlegg í umræðuna um auðlindaákvæði í stjórnarskrá og framtíðarfyrirkomulag á eignarhaldi sjávarauðlindarinnar. „Ég held líka að það sé óþolandi fyrir þá sem eru að stunda sjávarútveg, þessa mikilvægu atvinnugrein sem við byggjum svo mikið á, að vera alltaf þetta bitbein sem þau eru. Og allar staðreyndir sem við drögum á borðið, þær að minnsta kosti tryggja það að umræðan verður byggð á þeim en ekki einhverjum sögusögnum,“ sagði Hanna Katrín að lokum. Viðreisn Alþingi Alþingiskosningar 2021 Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, lagði beiðnina fram en þingmenn frá öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokki, Miðflokki og Framsókn, settu nafn sitt við hana. Nú hálfu ári síðar hefur ekkert bólað á skýrslunni og segist Hanna Katrín hafa litla trú á þeim verkfærum sem þingmenn hafa til að kalla eftir skýrslu, sem þingið hefur þegar beðið um. Þess vegna ákvað Viðreisn að auglýsa eftir skýrslunni á smáauglýsingasíðu Fréttablaðsins undir dálkinum „Tapað – Fundið“. HVAR ER SKÝRSLAN? er yfirskrift auglýsingarinnar, sem virðist nýstárleg leið flokks til að ýta á eftir ráðherra í máli sem þessu, þó hún sé eflaust einnig til þess fallin að vekja athygli fólks á málinu: „Svör óskast. Almannahagsmunir eru undir,“ segir í lok auglýsingarinnar. Skortur á virðingu fyrir löggjafarvaldinu „Málið er það að þó að Alþingi samþykki einum rómi svona skýrslu og að ráðherra fái mjög skýr fyrirmæli Alþingis um það þá strandar báturinn þar,“ segir Hanna Katrín, sem er farið að lengja eftir skýrslunni, en hún ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir þingmenn ekki hafa nein verkfæri til að knýja fram gerð skýrslunnar eftir að búið er að biðja um hana á þingi. „Ég get farið upp í pontu og kvartað og ég get farið í fjölmiðla en á endanum verður það bara eitthvað leiðindamjálm í mér vegna þess að það hefur engan þunga. Við höfum ekki önnur úrræði því miður. Ég veit ekki hvað er hægt að gera annað. Kannski snýst þetta að einhverju leyti bara um virðingu framkvæmdarvaldsins fyrir löggjafarvaldinu.“ Viðreisn birti einnig myndband sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum í morgun þar sem lýst er eftir skýrslunni og óskað eftir svörum frá ráðherranum. Auglýsingarnar minna nokkuð á herferð sem varð nokkuð fyrirferðarmikil á síðasta ári þegar hópur fólks auglýsti eftir nýju stjórnarskránni. Mikilvægt innlegg í umræðu um auðlindaákvæði Skýrslan, sem farið var fram á að ráðherrann léti gera, á að varpa ljósi á ítök tuttugu stærstu útgerðarfyrirtækja landsins í íslensku atvinnulífi. Hanna Katrín segir þetta afar mikilvægt innlegg í umræðuna um auðlindaákvæði í stjórnarskrá og framtíðarfyrirkomulag á eignarhaldi sjávarauðlindarinnar. „Ég held líka að það sé óþolandi fyrir þá sem eru að stunda sjávarútveg, þessa mikilvægu atvinnugrein sem við byggjum svo mikið á, að vera alltaf þetta bitbein sem þau eru. Og allar staðreyndir sem við drögum á borðið, þær að minnsta kosti tryggja það að umræðan verður byggð á þeim en ekki einhverjum sögusögnum,“ sagði Hanna Katrín að lokum.
Viðreisn Alþingi Alþingiskosningar 2021 Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Sjá meira