Ók Angjelin í Rauðagerði en segist ekkert hafa vitað um tilganginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júní 2021 16:00 Fjöldi karla og ein kona voru handtekin og úrskurðuð í gæsluvarðhald í tengslum við rannsóknin á morðinu í Rauðagerði. Fjögur voru á endanum ákærð. Vísir/vilhelm Shpetim Qerimi, einn fjögurra sem ákærður er fyrir manndráp í Rauðagerðismálinu svokallaða, hefur verið úrskurðaður í farbann til 1. október. Aðalmeðferð í málinu er fyrirhuguð í september. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu héraðssaksóknara um farbannið á dögunum. Shpetim er gefið að sök að hafa ekið Angjelin Sterkaj í Rauðagerði og hinkrað þar eftir honum. Angjelin er gefið að sök að hafa skotið Armando Bequiri níu skotum og svo gefa Shpetim merki um að sækja sig aftur. Óku þeir sem leið lá út úr bænum og norður í land þar sem Angjelin er sagður hafa losað sig við morðvopnið á leiðinni. Auk Shpetim og Angjelin eru Murat Selivrada og Claudia Sofia Coelho Carvahlo ákærð fyrir manndráp. Ákæruvaldið byggir á því að um verkskipta aðild fjögurra ákærðu hafi verið að ræða. Murat og Claudia hafi fylgst með ferðum bíls og komið skilaboðum áfram er varðaði ferðir Armando. Fjallað var um málið í Kompás í maí þar sem rætt var við ekkju Armando. Ótrúverðugur framburður Í kröfu sinni fyrir farbanni benti saksóknari á að framburður Shpetim hafi verið ótrúverðugur varðandi atburðarásina 13. febrúar. Hann viðurkenni að hafa ekið með Angjelin í Rauðagerði en ekki vita hver hafi búið þar eða hvað stæði til. Er þessi framburður að mati ákæruvaldsins ótrúverðugur sérstaklega í ljósi þess að ákærði hafði komið á heimili Armando auk þess sem hann ók með Murat fyrr um daginn áður en hann hitti Angjelin. Þeir Murat hafi gefið ótrúverðugar og ósamhljóða skýringar á þeirri samverustund. Þá liggi fyrir að 12. febrúar, degi fyrir morðið, hittust Shpetim og Angjelin þar sem Shpetim og Claudia tóku við tösku frá Angjelin sem í var byssa. Geymdi Shpetim töskuna til næsta dags. Shpetim hafi sagst ekki hafa vitað hvað var í töskunni en það telur ákæruvaldið ótrúverðugt. Byssa með hljóðdeyfi upp á 40 sentímetra Ákæruvaldið bendir einnig á að Angjelin fór úr bílnum sem ákærði ók vopnaður skammbyssu og hljóðdeyfi og kom til baka í bílinn með þetta samsett og setti á gólf bifreiðarinnar. Lengd byssunnar með hljóðdeyfi sé rúmir 40 sentímetrar. Því sé ekki mjög trúverðugt að Shpetim hafi ekki vitað hvað til stóð. Shpetim lauk afplánun vegna annars máls þann 3. júní. Saksóknari benti á að hann væri erlendur ríkisborgari og gefið að sök alvarlegt brot þar sem viðurlögin eru þung fangelsisvist. Mikil hætta sé á að hann hafi úr landi til að koma sér undan fangelsi. Því þurfi hann að sæta farbanni. Leó Daðason er verjandi Shpetim.Vísir/Vilhelm Héraðsdómur taldi framlögð gögn sýna ótvírætt að á ákærða hvíli rökstuddur grunur um aðild að þeim verknaði sem lögregla rannsakar. Þá gæti Shpetim torveldað rannsókn málsins eigi hann þess kost að komast úr landi á þessu stigi rannsóknarinnar. Því var fallist á beiðni saksóknara. Leó Daðason, lögmaður Shpetim, kærði úrskurðinn til Landsréttar sem féllst á niðurstöðu héraðsdóms. Shpetim þarf því að sæta farbanni til 1. október. Morð í Rauðagerði Dómsmál Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu héraðssaksóknara um farbannið á dögunum. Shpetim er gefið að sök að hafa ekið Angjelin Sterkaj í Rauðagerði og hinkrað þar eftir honum. Angjelin er gefið að sök að hafa skotið Armando Bequiri níu skotum og svo gefa Shpetim merki um að sækja sig aftur. Óku þeir sem leið lá út úr bænum og norður í land þar sem Angjelin er sagður hafa losað sig við morðvopnið á leiðinni. Auk Shpetim og Angjelin eru Murat Selivrada og Claudia Sofia Coelho Carvahlo ákærð fyrir manndráp. Ákæruvaldið byggir á því að um verkskipta aðild fjögurra ákærðu hafi verið að ræða. Murat og Claudia hafi fylgst með ferðum bíls og komið skilaboðum áfram er varðaði ferðir Armando. Fjallað var um málið í Kompás í maí þar sem rætt var við ekkju Armando. Ótrúverðugur framburður Í kröfu sinni fyrir farbanni benti saksóknari á að framburður Shpetim hafi verið ótrúverðugur varðandi atburðarásina 13. febrúar. Hann viðurkenni að hafa ekið með Angjelin í Rauðagerði en ekki vita hver hafi búið þar eða hvað stæði til. Er þessi framburður að mati ákæruvaldsins ótrúverðugur sérstaklega í ljósi þess að ákærði hafði komið á heimili Armando auk þess sem hann ók með Murat fyrr um daginn áður en hann hitti Angjelin. Þeir Murat hafi gefið ótrúverðugar og ósamhljóða skýringar á þeirri samverustund. Þá liggi fyrir að 12. febrúar, degi fyrir morðið, hittust Shpetim og Angjelin þar sem Shpetim og Claudia tóku við tösku frá Angjelin sem í var byssa. Geymdi Shpetim töskuna til næsta dags. Shpetim hafi sagst ekki hafa vitað hvað var í töskunni en það telur ákæruvaldið ótrúverðugt. Byssa með hljóðdeyfi upp á 40 sentímetra Ákæruvaldið bendir einnig á að Angjelin fór úr bílnum sem ákærði ók vopnaður skammbyssu og hljóðdeyfi og kom til baka í bílinn með þetta samsett og setti á gólf bifreiðarinnar. Lengd byssunnar með hljóðdeyfi sé rúmir 40 sentímetrar. Því sé ekki mjög trúverðugt að Shpetim hafi ekki vitað hvað til stóð. Shpetim lauk afplánun vegna annars máls þann 3. júní. Saksóknari benti á að hann væri erlendur ríkisborgari og gefið að sök alvarlegt brot þar sem viðurlögin eru þung fangelsisvist. Mikil hætta sé á að hann hafi úr landi til að koma sér undan fangelsi. Því þurfi hann að sæta farbanni. Leó Daðason er verjandi Shpetim.Vísir/Vilhelm Héraðsdómur taldi framlögð gögn sýna ótvírætt að á ákærða hvíli rökstuddur grunur um aðild að þeim verknaði sem lögregla rannsakar. Þá gæti Shpetim torveldað rannsókn málsins eigi hann þess kost að komast úr landi á þessu stigi rannsóknarinnar. Því var fallist á beiðni saksóknara. Leó Daðason, lögmaður Shpetim, kærði úrskurðinn til Landsréttar sem féllst á niðurstöðu héraðsdóms. Shpetim þarf því að sæta farbanni til 1. október.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira