Hannes beið og beið og fékk enga bólusetningu Jakob Bjarnar skrifar 9. júní 2021 12:17 Hannes er ósáttur við að hafa ekki komist að í bólusetningu, seinni sprautuna, í morgun. Hann þarf að fara til útlanda í næstu viku til að halda tvo fyrirlestra. „En auðvitað gilda ekki sömu undanþágur um okkur, sem erum að kynna íslenska menningu erlendis, og Eurovision-farana,“ segir Hannes vísir/vilhelm Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor þurfti frá að hverfa og fékk enga bólusetningu. „Ég var einn þeirra, sem mættu í Laugardalshöll í góðri trú klukkan níu í morgun, strax og var opnað, en varð frá að hverfa,“ segir Hannes heldur gramur á Facebook-síðu sinni. Sama átti við um blaðamann Vísis sem hér skrifar. Hann hafði fengið ábendingu um að verið væri að koma út aukaskömmtum af AstraZeneca í morgun. En því miður virðast allir landsmenn hafa fengið þessa sömu ábendingu. Eftir að hafa beðið í bílaröð á Suðurlandsbrautinni lengi vel og komið var að beygjuljósum niður í Laugardal var ljóst hæpið var að þetta myndi ganga. Biðröðin var löng. Þegar fyrir lá að blaðamaður, sem hefur antípat á bæði biðröðum og sprautum og rigna tók að auki á mannskapinn, var aðeins um það eitt að ræða að snúa frá. Hannes Hólmsteinn fékk fyrri skammtinn af AstraZeneca fyrir átta vikum. „Ég þarf að fara til útlanda í næstu viku að halda tvo fyrirlestra. En auðvitað gilda ekki sömu undanþágur um okkur, sem erum að kynna íslenska menningu erlendis, og Eurovision-farana,“ segir Hannes og bætir því við að það hafi verið þótt þeir farar gætu ekki komið fram opinberlega, af því að þeir báru með sér smit. Hannes segir að ef rétt hefði verið haldið á málum hefðu allir Íslendingar nú getað verið bólusettir. „Þess í stað lét Svandís sér nægja að taka númer á biðstofu Evrópusambandsins og settist og beið. Og beið.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vísir á vettvangi: Þegar Þórólfur, Steini Aðalsteins, Örn Árna, Heimir Már, ég og allir hinir fórum í bólusetningu Ég var á ritstjórnarfundi að morgni fimmtudags í miðri ræðu um mikilvægi blaðamennskunnar þegar síminn kvartaði undan því að það hafi verið að detta inn SMS. Ég skaut öðru auganu á símann, opnaði skeytið og rak í rogastans. 1. maí 2021 10:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira
„Ég var einn þeirra, sem mættu í Laugardalshöll í góðri trú klukkan níu í morgun, strax og var opnað, en varð frá að hverfa,“ segir Hannes heldur gramur á Facebook-síðu sinni. Sama átti við um blaðamann Vísis sem hér skrifar. Hann hafði fengið ábendingu um að verið væri að koma út aukaskömmtum af AstraZeneca í morgun. En því miður virðast allir landsmenn hafa fengið þessa sömu ábendingu. Eftir að hafa beðið í bílaröð á Suðurlandsbrautinni lengi vel og komið var að beygjuljósum niður í Laugardal var ljóst hæpið var að þetta myndi ganga. Biðröðin var löng. Þegar fyrir lá að blaðamaður, sem hefur antípat á bæði biðröðum og sprautum og rigna tók að auki á mannskapinn, var aðeins um það eitt að ræða að snúa frá. Hannes Hólmsteinn fékk fyrri skammtinn af AstraZeneca fyrir átta vikum. „Ég þarf að fara til útlanda í næstu viku að halda tvo fyrirlestra. En auðvitað gilda ekki sömu undanþágur um okkur, sem erum að kynna íslenska menningu erlendis, og Eurovision-farana,“ segir Hannes og bætir því við að það hafi verið þótt þeir farar gætu ekki komið fram opinberlega, af því að þeir báru með sér smit. Hannes segir að ef rétt hefði verið haldið á málum hefðu allir Íslendingar nú getað verið bólusettir. „Þess í stað lét Svandís sér nægja að taka númer á biðstofu Evrópusambandsins og settist og beið. Og beið.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vísir á vettvangi: Þegar Þórólfur, Steini Aðalsteins, Örn Árna, Heimir Már, ég og allir hinir fórum í bólusetningu Ég var á ritstjórnarfundi að morgni fimmtudags í miðri ræðu um mikilvægi blaðamennskunnar þegar síminn kvartaði undan því að það hafi verið að detta inn SMS. Ég skaut öðru auganu á símann, opnaði skeytið og rak í rogastans. 1. maí 2021 10:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira
Vísir á vettvangi: Þegar Þórólfur, Steini Aðalsteins, Örn Árna, Heimir Már, ég og allir hinir fórum í bólusetningu Ég var á ritstjórnarfundi að morgni fimmtudags í miðri ræðu um mikilvægi blaðamennskunnar þegar síminn kvartaði undan því að það hafi verið að detta inn SMS. Ég skaut öðru auganu á símann, opnaði skeytið og rak í rogastans. 1. maí 2021 10:00