Fyrrverandi forstjóri Volkswagen ákærður fyrir að bera ljúgvitni Atli Ísleifsson skrifar 9. júní 2021 11:41 Martin Winterkorn gegndi embætti forstjóra Volkswagen á árunum 2007 til 2015. EPA Martin Winterkorn, fyrrverandi forstjóri þýska bílarisans Volkswagen, hefur verið ákærður fyrir að bera ljúgvitni þegar hann mætti fyrir nefnd þýska þingsins í tengslum við útblásturshneyksli fyrirtækisins sem komst í hámæli árið 2015. Embætti ríkissaksóknara í Þýskalandi greindi frá ákærunni í morgun. „Embætti ríkissaksóknara ákærir Winterkorn fyrir að hafa borið ljúgvitni fyrir rannsóknarnefnd þingsins um útblástur dísilbíla 19. janúar 2017,“ sagði í yfirlýsingunni. Winterkorn hélt því fram að hann hafi fyrst í september 2015 fengið upplýsingar um ólöglegan búnað í dísilbílum Volkswagen, en ljóst þykir að hann hafi þegar verið upplýstur í maí sama ár. Útblásturshneykslið sneri að því að ákveðnar tegundir dísilbíla fyrirtækisins voru útbúnar sérstökum svindlhugbúnaði sem gerði það að verkum að útblástur mældist minni í mælingarprófum en hann var í raun og veru. Greint var frá því á sunnudaginn að Winterkorn og Volkswagen hafi náð samkomulagi sín á milli sem felur í sér að Winterkorn greiði Volkswagen 10 milljóna evra, um 1,5 milljarða íslenskra króna vegna málsins. Þýskaland Útblásturshneyksli Volkswagen Bílar Tengdar fréttir Eigendur dísilbíla eiga rétt á bótum frá Volkswagen Dómstóll í Þýskalandi komst að þeirri niðurstöðu að bílaframleiðandinn Volkswagen þyrfti að greiða eigendum dísilbíla sem fyrirtækið átti við til að blekkja yfirvöld bætur í dag. Tugir þúsunda dómsmála hafa verið höfðuð í Þýskalandi vegna útblásturshneykslisins. 25. maí 2020 11:13 Fyrrverandi forstjóri Volkswagen ákærður Ákæran varðar svindl Volkswagen á útblástursprófum til að fela mengun frá dísilbílum fyrirtækisins. 15. apríl 2019 12:56 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Embætti ríkissaksóknara í Þýskalandi greindi frá ákærunni í morgun. „Embætti ríkissaksóknara ákærir Winterkorn fyrir að hafa borið ljúgvitni fyrir rannsóknarnefnd þingsins um útblástur dísilbíla 19. janúar 2017,“ sagði í yfirlýsingunni. Winterkorn hélt því fram að hann hafi fyrst í september 2015 fengið upplýsingar um ólöglegan búnað í dísilbílum Volkswagen, en ljóst þykir að hann hafi þegar verið upplýstur í maí sama ár. Útblásturshneykslið sneri að því að ákveðnar tegundir dísilbíla fyrirtækisins voru útbúnar sérstökum svindlhugbúnaði sem gerði það að verkum að útblástur mældist minni í mælingarprófum en hann var í raun og veru. Greint var frá því á sunnudaginn að Winterkorn og Volkswagen hafi náð samkomulagi sín á milli sem felur í sér að Winterkorn greiði Volkswagen 10 milljóna evra, um 1,5 milljarða íslenskra króna vegna málsins.
Þýskaland Útblásturshneyksli Volkswagen Bílar Tengdar fréttir Eigendur dísilbíla eiga rétt á bótum frá Volkswagen Dómstóll í Þýskalandi komst að þeirri niðurstöðu að bílaframleiðandinn Volkswagen þyrfti að greiða eigendum dísilbíla sem fyrirtækið átti við til að blekkja yfirvöld bætur í dag. Tugir þúsunda dómsmála hafa verið höfðuð í Þýskalandi vegna útblásturshneykslisins. 25. maí 2020 11:13 Fyrrverandi forstjóri Volkswagen ákærður Ákæran varðar svindl Volkswagen á útblástursprófum til að fela mengun frá dísilbílum fyrirtækisins. 15. apríl 2019 12:56 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Eigendur dísilbíla eiga rétt á bótum frá Volkswagen Dómstóll í Þýskalandi komst að þeirri niðurstöðu að bílaframleiðandinn Volkswagen þyrfti að greiða eigendum dísilbíla sem fyrirtækið átti við til að blekkja yfirvöld bætur í dag. Tugir þúsunda dómsmála hafa verið höfðuð í Þýskalandi vegna útblásturshneykslisins. 25. maí 2020 11:13
Fyrrverandi forstjóri Volkswagen ákærður Ákæran varðar svindl Volkswagen á útblástursprófum til að fela mengun frá dísilbílum fyrirtækisins. 15. apríl 2019 12:56