Halló sjálfstæðismenn í Garðabæ! Nútíminn á líka heima í sveitarfélaginu okkar Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 9. júní 2021 08:01 Mengun og kolefnisspor er hin stóra umhverfisvá. Við, sem einstaklingar og samfélag, erum sífellt að leita leiða til að vera ábyrg. Það sýnum við með því að breyta hegðun okkar í þágu þeirra sem landið erfa. Æ fleiri kjósa umhverfisvænan lífsstíl í eigin þágu. Við keppumst við að aðlaða okkur að þessum breytta veruleika. Í því felst að gefa nýjum nálgunum í þágu umhverfisins rými og tækifæri. Umheimurinn kallar allur á umhverfisvænar lausnir í nánast öllu sem við gerum. Eitt af því sem hefur gríðarleg áhrif í viðbrögðum okkar gegn þessari umhverfisvá eru traustar og góðar almenningssamgöngur. Með tilkomu Borgarlínu munum við horfa fram á nýja tíma í almenningssamgöngum. Þessar gríðarlegu mikilvægu breytingar í almenningssamgöngum, sem öll sveitarfélögin á Höfuðborgarsvæðinu hafa sameinast um, er íbúum gefinn valkostur í samgöngumálum. Þeir munu því geta valið að hafa áþreifanleg áhrif á umhverfi sitt. Kyrrstaðan í Garðabæ Í Garðabæ á sér stað mikil og hröð uppbygging. Meirihlutinn, sem samanstendur af Sjálfstæðismönnum, hefur líka kvittað upp á samning um gjörbreytt aðgengi að almenningssamgöngum í gegnum sveitarfélagið, með tilkomu Borgarlínu. En almenningssamgöngur eru ekki hugsaðar til enda innan sveitarfélagsins. Þær eru ekki settar í forgang í uppbyggingunni, sem mun gera íbúum sem ekki búa næst Borgarlínunni erfiðara með að nýta sér þessa nýju tíma í almenningssamgöngum. Traustar og góðar almenningssamgöngur er ein grunnforsenda fólks sem er að velja sér búsetu til framtíðar. Og lykill til þess að geta valið sér umhverfisvænan lífsstíl. Sáttmálarnir, heimsmarkmiðin og almenningssamgöngur Fleiri og fleiri fjölskyldur kjósa að búa í Garðabæ, sem er frábært. En þessi fjölgun kallar á aukna þjónustu, sem er umfram það sem Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ hefur verið tilbúinn að veita. Það getur verið skellur fyrir nýja Garðbæinga, sem hingað flytja úr öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu þar sem almenningssamgöngur eru taldar sjálfsagður partur af grunnþjónustu, að koma hingað og uppgötva að þjónustan er skert. Í öðrum sveitarfélögum eru almenningssamgöngur taldar eðlileg þjónusta í þágu íbúa, fjölskyldna og barnanna. Góðar almenningssamgöngur þýða jafnt aðgengi að annarri þjónustu, eins og íþróttum og tómstundum. Þannig geta slakar almenningssamgöngur hæglega dregið úr ástundum barna og ungmenna í íþróttastarfi. Það á ekki að þurfa að treysta á vilja og getu foreldra til að hendast úr vinnu til að standa í skutli. Samfélag sem treystir á skutl foreldra getur seint talist til fyrirmyndar sveitarfélag, sem hefur kvittað upp á samfélagssáttmála um heilsueflandi samfélag og innleiðingu 11 heimsmarkmiðs Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærar borgir. Hver er framtíðarsýnin? Garðabæjarlistinn hefur ítrekað kallað eftir aðgerðum og sýn meirihlutans í samgöngu og skipulagsmálum. Við höfum kallað eftir kostnaðaráætlunum frá Strætó, til að bæta almenningssamgöngur í Garðabæ. Áætlunin liggur nú fyrir. Það sem liggur ekki fyrir er hvað meirihlutinn ætlar að gera með hana. Hann hreyfir sig ekki. Ekki ennþá. Með bættum almenningssamgöngum getum við tryggt fasta áætlun, sem ýtir undir betri nýtingu á almenningssamgöngum til framtíðar. Áætlaður kostnaður er um 2 m.kr. á ári. Það er nóg til að standa í meirihlutanum sem virðist ekki sjá ávinninginn fyrir íbúa eða umhverfið. Þess í stað höfum við áætlun sem gerir ráð fyrir pöntunarkerfi. Að þurfa að panta strætó, með því að hringja með góðum fyrirvara er letjandi fyrir notendur. Sérstaklega börn og ungmenni. Við sjáum viljann til að framkvæma þegar verkin eru nógu stór. Jafnvel of mikinn vilja þegar betur mætti fara með fé almennings. En metnaðurinn til að tryggja fjölbreytta samgöngukosti á milli hverfa í Garðabæ stendur verulega í meirihlutanum. Því síður fer saman hljóð og mynd þegar meirihlutinn talar fyrir umhverfissjónarmiðum með friðlýsingu lands, vottuðum hverfum, innleiðingu heimsmarkmiðs um sjálfbærar borgir eða hvað annað sem þeim dettur í hug. Umhverfissjónarmiðin eru ekki í forgangi þegar ekki er áhersla á góðar og öruggar almenningssamgöngur. Við viljum einfaldlega gera betur fyrir íbúa því nútíminn hefur þegar stimplað sig inn. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Mengun og kolefnisspor er hin stóra umhverfisvá. Við, sem einstaklingar og samfélag, erum sífellt að leita leiða til að vera ábyrg. Það sýnum við með því að breyta hegðun okkar í þágu þeirra sem landið erfa. Æ fleiri kjósa umhverfisvænan lífsstíl í eigin þágu. Við keppumst við að aðlaða okkur að þessum breytta veruleika. Í því felst að gefa nýjum nálgunum í þágu umhverfisins rými og tækifæri. Umheimurinn kallar allur á umhverfisvænar lausnir í nánast öllu sem við gerum. Eitt af því sem hefur gríðarleg áhrif í viðbrögðum okkar gegn þessari umhverfisvá eru traustar og góðar almenningssamgöngur. Með tilkomu Borgarlínu munum við horfa fram á nýja tíma í almenningssamgöngum. Þessar gríðarlegu mikilvægu breytingar í almenningssamgöngum, sem öll sveitarfélögin á Höfuðborgarsvæðinu hafa sameinast um, er íbúum gefinn valkostur í samgöngumálum. Þeir munu því geta valið að hafa áþreifanleg áhrif á umhverfi sitt. Kyrrstaðan í Garðabæ Í Garðabæ á sér stað mikil og hröð uppbygging. Meirihlutinn, sem samanstendur af Sjálfstæðismönnum, hefur líka kvittað upp á samning um gjörbreytt aðgengi að almenningssamgöngum í gegnum sveitarfélagið, með tilkomu Borgarlínu. En almenningssamgöngur eru ekki hugsaðar til enda innan sveitarfélagsins. Þær eru ekki settar í forgang í uppbyggingunni, sem mun gera íbúum sem ekki búa næst Borgarlínunni erfiðara með að nýta sér þessa nýju tíma í almenningssamgöngum. Traustar og góðar almenningssamgöngur er ein grunnforsenda fólks sem er að velja sér búsetu til framtíðar. Og lykill til þess að geta valið sér umhverfisvænan lífsstíl. Sáttmálarnir, heimsmarkmiðin og almenningssamgöngur Fleiri og fleiri fjölskyldur kjósa að búa í Garðabæ, sem er frábært. En þessi fjölgun kallar á aukna þjónustu, sem er umfram það sem Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ hefur verið tilbúinn að veita. Það getur verið skellur fyrir nýja Garðbæinga, sem hingað flytja úr öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu þar sem almenningssamgöngur eru taldar sjálfsagður partur af grunnþjónustu, að koma hingað og uppgötva að þjónustan er skert. Í öðrum sveitarfélögum eru almenningssamgöngur taldar eðlileg þjónusta í þágu íbúa, fjölskyldna og barnanna. Góðar almenningssamgöngur þýða jafnt aðgengi að annarri þjónustu, eins og íþróttum og tómstundum. Þannig geta slakar almenningssamgöngur hæglega dregið úr ástundum barna og ungmenna í íþróttastarfi. Það á ekki að þurfa að treysta á vilja og getu foreldra til að hendast úr vinnu til að standa í skutli. Samfélag sem treystir á skutl foreldra getur seint talist til fyrirmyndar sveitarfélag, sem hefur kvittað upp á samfélagssáttmála um heilsueflandi samfélag og innleiðingu 11 heimsmarkmiðs Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærar borgir. Hver er framtíðarsýnin? Garðabæjarlistinn hefur ítrekað kallað eftir aðgerðum og sýn meirihlutans í samgöngu og skipulagsmálum. Við höfum kallað eftir kostnaðaráætlunum frá Strætó, til að bæta almenningssamgöngur í Garðabæ. Áætlunin liggur nú fyrir. Það sem liggur ekki fyrir er hvað meirihlutinn ætlar að gera með hana. Hann hreyfir sig ekki. Ekki ennþá. Með bættum almenningssamgöngum getum við tryggt fasta áætlun, sem ýtir undir betri nýtingu á almenningssamgöngum til framtíðar. Áætlaður kostnaður er um 2 m.kr. á ári. Það er nóg til að standa í meirihlutanum sem virðist ekki sjá ávinninginn fyrir íbúa eða umhverfið. Þess í stað höfum við áætlun sem gerir ráð fyrir pöntunarkerfi. Að þurfa að panta strætó, með því að hringja með góðum fyrirvara er letjandi fyrir notendur. Sérstaklega börn og ungmenni. Við sjáum viljann til að framkvæma þegar verkin eru nógu stór. Jafnvel of mikinn vilja þegar betur mætti fara með fé almennings. En metnaðurinn til að tryggja fjölbreytta samgöngukosti á milli hverfa í Garðabæ stendur verulega í meirihlutanum. Því síður fer saman hljóð og mynd þegar meirihlutinn talar fyrir umhverfissjónarmiðum með friðlýsingu lands, vottuðum hverfum, innleiðingu heimsmarkmiðs um sjálfbærar borgir eða hvað annað sem þeim dettur í hug. Umhverfissjónarmiðin eru ekki í forgangi þegar ekki er áhersla á góðar og öruggar almenningssamgöngur. Við viljum einfaldlega gera betur fyrir íbúa því nútíminn hefur þegar stimplað sig inn. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun