Höfðu spurnir af áformum stuðningsmanna Trump vikum fyrir árásina Kjartan Kjartansson skrifar 8. júní 2021 15:20 Lögreglumenn við bandaríska þinghúsið reyndu að halda aftur af stuðningsmönnum Trump 6. janúar. Skýrsla þingnefnda leiðir í ljós að upplýsingar sem greiningardeild þinglögreglunnar hafði um það sem var í vændum hafi ekki skilað sér í hættumat í aðdragandanum. AP/Julio Cortez Bandaríska þinglögreglan hafði njósnir af því að stuðningsmenn Donalds Trump forseta ætluðu sér að fara með vopnum í þinghúsið að minnsta kosti tveimur vikum áður en æstur múgur réðst þar inn í janúar. Þeim upplýsingum var þó aldrei komið til lögregluliðsins í framlínunni. Þetta er á meðal niðurstaðna þverpólitískrar rannsóknar tveggja nefnda öldungadeildar Bandaríkjaþings um atburðina 6. janúar þegar stór hópur stuðningsmanna Trump réðst inn í þinghúsið eftir fjöldafund með þáverandi forsetanum. Þann dag átti þingið að staðfesta úrslit forsetakosninganna og sigur Joes Biden. Lögreglan virtist alls óundirbúin fyrir atlöguna og tókst hundruð manna að brjóta sér leið inn í þinghúsið eftir hörð átök við lögreglumenn fyrir utan. Einn lögreglumaður lést eftir að hann hneig niður í darraðardansinum og tveir sviptu sig lífi daga á eftir árásina. Fjöldi lögreglumanna særðist, sumir alvarlega. Þrátt fyrir að stuðningsmenn Trump hefðu lengi sett stefnuna á Washington-borg 6. Janúar, sumir þeirra vopnaðir öfgamenn, taldi leyniþjónustudeild þinglögreglunnar [e. capitol police] möguleikann á ofbeldi fjarlægan og ósennilegan í aðdragandanum. Hættunnar ekki getið í hættumati dagana fyrir árásina Nefndirnar komust að því að leyniþjónustudeildin hefði haft af því fregnir að mótmælendurnir ætluðu sér að mæta vopnaðir og beita þeim geng lögreglu ef hún reyndi að stöðva för þeirra þegar 21. desember, um tveimur vikum fyrir árásina á þinghúsið, að sögn Washington Post. Einnig hafði hún upplýsingar um að mótmælendurnir deildu teikningum af þinghúsinu á milli sín á netinu til þess að leggja á ráðin um hvar væri best að ráðast til inngöngu. Aðeins stjórnendur lögreglunnar fengu upplýsingar um hættuna en hennar var ekki formlega getið í hættumati unnið í aðdraganda 6. janúar. Í daglegum leyniþjónustuskeytum dagana fyrir árasina var ekkert vikið að þeim möguleika á að stuðningsmenn Trump gætu beitt valdi. „Það voru umtalsverð, yfirgripsmikil og óásættanleg mistök í upplýsingasöfnuninni. Mistök við að leggja fullnægjandi mat á hættuna á ofbeldi þennan dag átti verulegan þátt í að brotist var inn í þinghúsið. Árásin var hreinskilnislega sagt skipulögð fyrir opnum tjöldum,“ sagði Gary Peters, formaður heimavarnanefndar öldungadeildarinnar úr flokki demókrata, um niðurstöðu rannsóknar nefndar hans og reglu- og stjórnsýslunefndarinnar. Þjóðvarðliðinu ekki skipað að halda sig til hlés Gagnrýnt var á sínum tíma hversu langan tíma það tók að senda liðsauka eftir að ljós var að múgurinn hafði yfirbugað þinglögregluna og brotist inn í þinghúsið. Rannsóknin leiddi í ljós að yfirmaður þinglögreglunnar óskaði aldrei formlega eftir því að þjóðvarliðið yrði kallað út til aðstoðar jafnvel þó að hann hefði ítrekað beðið yfirmenn sína um að útvega það. Í skýrslu nefndanna kenna þær hægagangi í að koma þjóðvarðliðinu af stað og lélegum samskiptum ólíkra stofnana um hversu lengi liðsaukinn var á leiðinni. Ekki hafi komið neinar skipanir frá Hvíta húsinu um að þjóðvarðliðið ætti að halda sig til hlé eins og ásakanir voru um á sínum tíma. Fimm manns létust í eða skömmu eftir árásina á þinghúsið. Auk lögreglumannanna þriggja sem létust skutu lögreglumenn einn mótmælanda til bana og annar lést af því sem er talið ofskammti af lyfjum. Trump var kærður fyrir embættisbrot í kjölfar árásarinnar og sakaður um að hafa egnt stuðningsmenn sína til hennar. Öldungadeildin sýknaði forsetann en nokkrir þingmenn repúblikana greiddu atkvæði, fyrst með því að kæra hann og síðar með því að hann yrði sakfelldur. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Þetta er á meðal niðurstaðna þverpólitískrar rannsóknar tveggja nefnda öldungadeildar Bandaríkjaþings um atburðina 6. janúar þegar stór hópur stuðningsmanna Trump réðst inn í þinghúsið eftir fjöldafund með þáverandi forsetanum. Þann dag átti þingið að staðfesta úrslit forsetakosninganna og sigur Joes Biden. Lögreglan virtist alls óundirbúin fyrir atlöguna og tókst hundruð manna að brjóta sér leið inn í þinghúsið eftir hörð átök við lögreglumenn fyrir utan. Einn lögreglumaður lést eftir að hann hneig niður í darraðardansinum og tveir sviptu sig lífi daga á eftir árásina. Fjöldi lögreglumanna særðist, sumir alvarlega. Þrátt fyrir að stuðningsmenn Trump hefðu lengi sett stefnuna á Washington-borg 6. Janúar, sumir þeirra vopnaðir öfgamenn, taldi leyniþjónustudeild þinglögreglunnar [e. capitol police] möguleikann á ofbeldi fjarlægan og ósennilegan í aðdragandanum. Hættunnar ekki getið í hættumati dagana fyrir árásina Nefndirnar komust að því að leyniþjónustudeildin hefði haft af því fregnir að mótmælendurnir ætluðu sér að mæta vopnaðir og beita þeim geng lögreglu ef hún reyndi að stöðva för þeirra þegar 21. desember, um tveimur vikum fyrir árásina á þinghúsið, að sögn Washington Post. Einnig hafði hún upplýsingar um að mótmælendurnir deildu teikningum af þinghúsinu á milli sín á netinu til þess að leggja á ráðin um hvar væri best að ráðast til inngöngu. Aðeins stjórnendur lögreglunnar fengu upplýsingar um hættuna en hennar var ekki formlega getið í hættumati unnið í aðdraganda 6. janúar. Í daglegum leyniþjónustuskeytum dagana fyrir árasina var ekkert vikið að þeim möguleika á að stuðningsmenn Trump gætu beitt valdi. „Það voru umtalsverð, yfirgripsmikil og óásættanleg mistök í upplýsingasöfnuninni. Mistök við að leggja fullnægjandi mat á hættuna á ofbeldi þennan dag átti verulegan þátt í að brotist var inn í þinghúsið. Árásin var hreinskilnislega sagt skipulögð fyrir opnum tjöldum,“ sagði Gary Peters, formaður heimavarnanefndar öldungadeildarinnar úr flokki demókrata, um niðurstöðu rannsóknar nefndar hans og reglu- og stjórnsýslunefndarinnar. Þjóðvarðliðinu ekki skipað að halda sig til hlés Gagnrýnt var á sínum tíma hversu langan tíma það tók að senda liðsauka eftir að ljós var að múgurinn hafði yfirbugað þinglögregluna og brotist inn í þinghúsið. Rannsóknin leiddi í ljós að yfirmaður þinglögreglunnar óskaði aldrei formlega eftir því að þjóðvarliðið yrði kallað út til aðstoðar jafnvel þó að hann hefði ítrekað beðið yfirmenn sína um að útvega það. Í skýrslu nefndanna kenna þær hægagangi í að koma þjóðvarðliðinu af stað og lélegum samskiptum ólíkra stofnana um hversu lengi liðsaukinn var á leiðinni. Ekki hafi komið neinar skipanir frá Hvíta húsinu um að þjóðvarðliðið ætti að halda sig til hlé eins og ásakanir voru um á sínum tíma. Fimm manns létust í eða skömmu eftir árásina á þinghúsið. Auk lögreglumannanna þriggja sem létust skutu lögreglumenn einn mótmælanda til bana og annar lést af því sem er talið ofskammti af lyfjum. Trump var kærður fyrir embættisbrot í kjölfar árásarinnar og sakaður um að hafa egnt stuðningsmenn sína til hennar. Öldungadeildin sýknaði forsetann en nokkrir þingmenn repúblikana greiddu atkvæði, fyrst með því að kæra hann og síðar með því að hann yrði sakfelldur.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent