Frá þessu segir á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra.
Þar segir að lokað verði um tíma en að bent sé á hjáleið um Hörgárdal og Skjaldarvíkurveg, þar sem ekið er af Hringvegi við Bægisá og Hlíðarbæ. Unnið er að vettvangsrannsókn og mun henni ljúka upp úr klukkan 15:30.
Vegfarendur eru beðnir um að sýna biðlund.