Bjarni um Guðlaug: „Orð sögð í hita leiksins“ Snorri Másson skrifar 8. júní 2021 13:44 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ekki áhyggjur af samstöðu innan Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur skilning á að mönnum hlaupi kapp í kinn í prófkjörsbaráttu, eins og raunin varð með Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra á sigurfögnuði um helgina. „Vettvangur stjórnmálanna er um margt ólíkur öðrum sviðum samfélagsins. Þar hleypur mönnum oft kapp í kinn og það er ýmislegt sagt. En niðurstaðan í þessu, sama hvað þú vilt fara í miklar bollaleggingar um framtíðina, er einfaldlega mjög ánægjuleg fyrir okkur Sjálfstæðismenn,“ segir Bjarni. Harkan í átökum Guðlaugs Þórs og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur varð ljós í sigurræðu Guðlaugs á kosningavöku um helgina, þar sem hann sagði að einhverjir ónefndir aðilar hafi lagt gríðarlega áherslu á að hann yrði ekki oddviti flokksins í kjördæminu. „Þið sáuð til þess að allir þeir sem unnu gegn því, að þeir töpuðu,“ sagði Guðlaugur við stuðningsmenn sína í ræðunni. Í viðtali við fréttastofu fer Bjarni yfir málið og segist þar ekki vita nákvæmlega til hvers Guðlaugur er að vísa. „Síðast þegar við héldum prófkjör í Reykjavík nutum við þess að hafa Ólöfu Nordal með okkur. Við höfum gengið til kosninga í millitíðinni og við höfum stillt upp listum þannig að við erum með tvö kjördæmi í Reykjavík og það hafa verið tveir oddvitar. En Guðlaugur var samt sem áður á eftir Ólöfu í síðasta prófkjöri. Kannski er verið að vísa til þess að hann hafi verið efstur í goggunarröðinni ef svo mætti að orði komast. En þetta eru orð sögð í hita leiksins og ég finn ekki annað en að í þingliðinu okkar ætli menn að snúa bökum saman og sækja fram sem ein öflug heild.“ Bjarni segist aðspurður ekki hafa viljað sérstaklega að Áslaug Arna tæki oddvitasætið í stað Guðlaugs, heldur eigi vilji flokksmanna í Reykjavík að ráða því. Hann tekur ekki afstöðu til þess. Rætt hefur verið um að niðurstaðan í prófkjörinu geti haft nokkuð um það að segja hver tekur við sem formaður flokksins á eftir Bjarna. Vill halda Sigríði og Brynjari í flokknum Bjarni vonast enn til að fá Sigríði Andersen og Brynjar Níelsson á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hann vill fjölga þingmönnum Reykvíkinga. Brynjar og Sigríður sóttust bæði eftir öðru sæti í prófkjöri Reykvíkinga en báru hvort tveggja nokkuð skarðan hlut frá borði. Brynjar hafnaði í 5. sæti og segist hafa kvatt stjórnmálin en Sigríður var ekki einu sinni á meðal efstu átta í prófkjörinu. Hún segist ekki fara fram á sæti á listanum. „Þetta sýnir að pólitíkin er harður heimur, jafnvel þingmenn sem eru með langan þingferil og mikla reynslu, geta átt undir högg að sækja gagnvart nýjum frambjóðendum. Það er í sjálfu sér ekkert nýtt í því en persónulega er ég nú að vonast til þess að við njótum áfram krafta þeirra og förum inn í kosningarnar í haust með þann metnað að fjölga þingmönnum Reykvíkinga fyrir Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Bjarni. Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Tengdar fréttir Segir missi að Brynjari og vill að hann endurskoði ákvörðun sína Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í gær, vonast til að þingmaðurinn Brynjar Níelsson endurhugsi stöðu sína og taki þriðja sæti á öðrum lista flokksins í Reykjavík. Brynjar sóttist eftir öðru sæti í prófkjörinu en hafnaði í því fimmta. 6. júní 2021 23:27 Baráttan bara rétt að byrja Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík, er gríðaránægður með niðurstöðuna. Hann segir kosningu Diljár Mistar Einarsdóttur aðstoðarmanns síns eftirtektarverða - og þá sé spenna milli framboðs hans og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að baki. 6. júní 2021 13:30 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
„Vettvangur stjórnmálanna er um margt ólíkur öðrum sviðum samfélagsins. Þar hleypur mönnum oft kapp í kinn og það er ýmislegt sagt. En niðurstaðan í þessu, sama hvað þú vilt fara í miklar bollaleggingar um framtíðina, er einfaldlega mjög ánægjuleg fyrir okkur Sjálfstæðismenn,“ segir Bjarni. Harkan í átökum Guðlaugs Þórs og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur varð ljós í sigurræðu Guðlaugs á kosningavöku um helgina, þar sem hann sagði að einhverjir ónefndir aðilar hafi lagt gríðarlega áherslu á að hann yrði ekki oddviti flokksins í kjördæminu. „Þið sáuð til þess að allir þeir sem unnu gegn því, að þeir töpuðu,“ sagði Guðlaugur við stuðningsmenn sína í ræðunni. Í viðtali við fréttastofu fer Bjarni yfir málið og segist þar ekki vita nákvæmlega til hvers Guðlaugur er að vísa. „Síðast þegar við héldum prófkjör í Reykjavík nutum við þess að hafa Ólöfu Nordal með okkur. Við höfum gengið til kosninga í millitíðinni og við höfum stillt upp listum þannig að við erum með tvö kjördæmi í Reykjavík og það hafa verið tveir oddvitar. En Guðlaugur var samt sem áður á eftir Ólöfu í síðasta prófkjöri. Kannski er verið að vísa til þess að hann hafi verið efstur í goggunarröðinni ef svo mætti að orði komast. En þetta eru orð sögð í hita leiksins og ég finn ekki annað en að í þingliðinu okkar ætli menn að snúa bökum saman og sækja fram sem ein öflug heild.“ Bjarni segist aðspurður ekki hafa viljað sérstaklega að Áslaug Arna tæki oddvitasætið í stað Guðlaugs, heldur eigi vilji flokksmanna í Reykjavík að ráða því. Hann tekur ekki afstöðu til þess. Rætt hefur verið um að niðurstaðan í prófkjörinu geti haft nokkuð um það að segja hver tekur við sem formaður flokksins á eftir Bjarna. Vill halda Sigríði og Brynjari í flokknum Bjarni vonast enn til að fá Sigríði Andersen og Brynjar Níelsson á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hann vill fjölga þingmönnum Reykvíkinga. Brynjar og Sigríður sóttust bæði eftir öðru sæti í prófkjöri Reykvíkinga en báru hvort tveggja nokkuð skarðan hlut frá borði. Brynjar hafnaði í 5. sæti og segist hafa kvatt stjórnmálin en Sigríður var ekki einu sinni á meðal efstu átta í prófkjörinu. Hún segist ekki fara fram á sæti á listanum. „Þetta sýnir að pólitíkin er harður heimur, jafnvel þingmenn sem eru með langan þingferil og mikla reynslu, geta átt undir högg að sækja gagnvart nýjum frambjóðendum. Það er í sjálfu sér ekkert nýtt í því en persónulega er ég nú að vonast til þess að við njótum áfram krafta þeirra og förum inn í kosningarnar í haust með þann metnað að fjölga þingmönnum Reykvíkinga fyrir Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Bjarni.
Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Tengdar fréttir Segir missi að Brynjari og vill að hann endurskoði ákvörðun sína Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í gær, vonast til að þingmaðurinn Brynjar Níelsson endurhugsi stöðu sína og taki þriðja sæti á öðrum lista flokksins í Reykjavík. Brynjar sóttist eftir öðru sæti í prófkjörinu en hafnaði í því fimmta. 6. júní 2021 23:27 Baráttan bara rétt að byrja Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík, er gríðaránægður með niðurstöðuna. Hann segir kosningu Diljár Mistar Einarsdóttur aðstoðarmanns síns eftirtektarverða - og þá sé spenna milli framboðs hans og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að baki. 6. júní 2021 13:30 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Sjá meira
Segir missi að Brynjari og vill að hann endurskoði ákvörðun sína Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í gær, vonast til að þingmaðurinn Brynjar Níelsson endurhugsi stöðu sína og taki þriðja sæti á öðrum lista flokksins í Reykjavík. Brynjar sóttist eftir öðru sæti í prófkjörinu en hafnaði í því fimmta. 6. júní 2021 23:27
Baráttan bara rétt að byrja Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík, er gríðaránægður með niðurstöðuna. Hann segir kosningu Diljár Mistar Einarsdóttur aðstoðarmanns síns eftirtektarverða - og þá sé spenna milli framboðs hans og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að baki. 6. júní 2021 13:30