Kalla bjórinn heim frá Afganistan Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. júní 2021 23:18 Þjóðverjar hafa þegar hafist handa við að draga herlið sitt, og fleira, frá Afganistan. Jan Woitas/Getty Stjórnvöld í Þýskalandi hafa ákveðið að ráða verktaka í að flytja tæplega 23 þúsund lítra af bjór frá Afganistan aftur til Þýskalands, nú þegar Atlantshafsbandalagið (NATO) undirbýr að draga hermenn sína út úr Afganistan. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og segir hluta ástæðunnar vera að yfirmenn hafi lagt blátt bann við áfengisneyslu hermanna sökum aukins ofbeldis sem gætt hefur í Afganistan í aðdraganda þess að herlið hverfi þaðan á brott. Ekki var hægt að koma veigunum í verð af trúarlegum og menningarlegum ástæðum, en neysla áfengis er flestum íbúum landsins óheimil samkvæmt lögum. BBC hefur eftir talskonu þýska varnarmálaráðuneytisins að búið sé að finna verktaka til þess að fara með bjórinn til Þýskalands. Þýski miðillinn Der Spiegel greindi fyrst frá því á föstudag að þýskir hermenn ættu mikið af umframbirgðum af áfengi í búðum sínum. Almennt leyfist þeim að drekka tvo bjóra á dag, eða annað sem nemur því áfengismagni. Í Marmal-herbúðum í norðurhluta Afganistan er þannig að finna yfir 60 þúsund bjórdósir og hundruð vínflaska, sem ekki hafa nýst hermönnum sökum hinna nýju reglna. Sem stendur eru rúmlega 1.100 þýskir hermenn í Afganistan. NATO á útleið Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í apríl síðastliðnum að hann myndi draga allt bandarískt herlið út úr Afganistan fyrir 11. september 2021 en þá verða 20 ár liðin upp á dag frá árásunum á Tvíburaturnana í New York. Árásirnar voru kveikjan að innrás Bandaríkjanna í Afganistan haustið 2001. Skömmu eftir að Biden tilkynnti um þessi áform tóku leiðtogar bandalagsþjóða í NATO við að greina frá sams konar fyrirætlunum. Þeir ætli að draga herlið sitt frá Afganistan. Í kjölfarið hefur orðið aukning í ofbeldi og átökum víðs vegar um landið. Bandarísk stjórnvöld og aðrar NATO-þjóðir hafa kennt Talíbönum, ofstækisþjóðernishreyfingunni sem átt hefur í skæruhernaði við stjórnvöld í Afganistan og erlent herlið í landinu, um ástandið. Talíbanar hafa sjálfir hafnað því að eiga hlut að máli. Bandaríkin NATO Þýskaland Afganistan Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og segir hluta ástæðunnar vera að yfirmenn hafi lagt blátt bann við áfengisneyslu hermanna sökum aukins ofbeldis sem gætt hefur í Afganistan í aðdraganda þess að herlið hverfi þaðan á brott. Ekki var hægt að koma veigunum í verð af trúarlegum og menningarlegum ástæðum, en neysla áfengis er flestum íbúum landsins óheimil samkvæmt lögum. BBC hefur eftir talskonu þýska varnarmálaráðuneytisins að búið sé að finna verktaka til þess að fara með bjórinn til Þýskalands. Þýski miðillinn Der Spiegel greindi fyrst frá því á föstudag að þýskir hermenn ættu mikið af umframbirgðum af áfengi í búðum sínum. Almennt leyfist þeim að drekka tvo bjóra á dag, eða annað sem nemur því áfengismagni. Í Marmal-herbúðum í norðurhluta Afganistan er þannig að finna yfir 60 þúsund bjórdósir og hundruð vínflaska, sem ekki hafa nýst hermönnum sökum hinna nýju reglna. Sem stendur eru rúmlega 1.100 þýskir hermenn í Afganistan. NATO á útleið Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í apríl síðastliðnum að hann myndi draga allt bandarískt herlið út úr Afganistan fyrir 11. september 2021 en þá verða 20 ár liðin upp á dag frá árásunum á Tvíburaturnana í New York. Árásirnar voru kveikjan að innrás Bandaríkjanna í Afganistan haustið 2001. Skömmu eftir að Biden tilkynnti um þessi áform tóku leiðtogar bandalagsþjóða í NATO við að greina frá sams konar fyrirætlunum. Þeir ætli að draga herlið sitt frá Afganistan. Í kjölfarið hefur orðið aukning í ofbeldi og átökum víðs vegar um landið. Bandarísk stjórnvöld og aðrar NATO-þjóðir hafa kennt Talíbönum, ofstækisþjóðernishreyfingunni sem átt hefur í skæruhernaði við stjórnvöld í Afganistan og erlent herlið í landinu, um ástandið. Talíbanar hafa sjálfir hafnað því að eiga hlut að máli.
Bandaríkin NATO Þýskaland Afganistan Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira