Þingmenn á kafi í appi sem eiginlega enginn veit hvað er Snorri Másson skrifar 13. júní 2021 07:31 Signal? Hvað er það? Vísir/Vilhelm Samskiptaforritið Signal er í töluverðri notkun hjá afmörkuðum hópi Íslendinga, þótt flestir hafi trúlega ekki heyrt á það minnst. Með appinu er hægt að eiga dulkóðuð samskipti án mikillar áhættu á leka, sem ákveðnum starfsstéttum þykir skiljanlega eftirsóknarverður eiginleiki. Starfsstéttirnar eru þær sem búast mætti við; blaðamenn, almannatenglar, glæpamenn, en einkum, og það er líklega hópurinn sem notar Signal hvað mest hér á landi; stjórnmálamenn. Af samtölum Vísis við fulltrúa þingheims að dæma eiga þingmenn samskipti sín á milli í gegnum appið alveg villt og galið, í hópum og á milli einstaklinga. Ekki er þó tilefni til að lesa of mikið í þá hegðun, eins og Andrés Ingi Jónsson Pírati segir: „Þetta er álíka flippað og ef við værum villt og galið að senda sms okkar á milli.“ Signal er í grunninn alveg eins og Messenger, nema það binst við símanúmer.Signal Fallast má á að þessi notkun er ekki nauðsynlega mjög flippuð, en hún er þó lýsandi fyrir afstöðu kjörinna fulltrúa til samskipta á netinu. Þau verða að vera örugg - og á Facebook eru þau það ekki, eins og forsætisráðherra lýsir í samtali við Vísi. Áhyggjurnar eru eðlilegar í fjölmiðlaumhverfi þar sem hver lekinn hefur rekið annan, allt frá skæruliðadeild Samherjamanna, upplýsingaleka hjá dönskum heryfirvöldum og til Klaustursmálsins veturinn 2018. Á meðal forsprakka í notkun Signal á Íslandi voru blaðamenn Kveiks hjá RÚV, en hægt hefur verið að hafa samband við þá í gegnum appið af öryggisástæðum. Þingmenn hafa svo tekið við keflinu sem einn helsti Signal-hópurinn. Heilmikil paranoía með Facebook Forsætisráðherra á ekki persónuleg samskipti á Facebook.Vísir/Vilhelm Enginn er óhultur gagnvart lekaógninni, ekki einu sinni Katrín Jakobsdóttir, sem velur að nota Facebook ekki mikið í samskipti. Katrín kveðst vera hrædd um öryggismál á Facebook. „Ég nota það ekki í samskipti sem ég met viðkvæm,“ segir forsætisráðherrann, sem telur að sú afstaða sé útbreidd: „Ég held að það sé heilmikil paranoía með það.“ Tölvupóstur og sími eru helstu boðleiðirnar hjá Katrínu. Hún notar Signal að sögn ekki eins mikið í pólitískum samskiptum og hún gerir í persónulegum samskiptum. „Ég bara nota það til þess að tala við manninn minn.“ Ríkisstjórnin á engan spjallhóp, segir Katrín, en Vísir hefur þó heimildir fyrir því að til sé forrit þar sem ríkisstjórnin á þess kost að eiga leynileg samskipti ef mikið liggur við. Það app mun sjaldan ef nokkurn tíma hafa verið notað á þessu kjörtímabili. Miðflokkurinn er ekki óháður tískusveiflum Þegar blaðamaður hlóð niður Signal í rannsóknarskyni birtust honum þeir tengiliðir úr síma hans sem voru þegar notendur appsins. Drjúgur meirihluti þeirra voru þingmenn. Þar á meðal var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. „Það virðast vera tískusveiflur í þessu eins og öðru. Auðvitað er maður ekki alveg óháður þeim,“ segir Sigmundur Davíð í samtali við Vísi. „Við höfum prófað ólík forrit og menn hafa ólíkar skoðanir á því hver eru best. Við í Miðflokknum notum þetta allt, nema Facebook, sem er kannski mér að kenna af því að ég held að ég get ekki notað það. Ég er bara með aðdáendasíðu.“ Það er einfaldast að ræða málin inni í þingflokksherbergi, að sögn Sigmundar, sem þekkir það af eigin raun að persónuleg samtöl hans rati í fjölmiðla, samanber Klaustursupptökurnar. „Ég held að allir taki því illa að það sé njósnað um þá,“ segir Sigmundur. „Ég held að það sé verulegt áhyggjuefni fyrir samfélagið hvernig persónuvernd er háttað. Hvaða möguleikar eru á að misnota tækni og slíkt, ég held að allir ættu að huga að því.“ Aðskilja vinnusjálfið og persónusjálfið Andrés Ingi Jónsson Pírati útskýrir að hópar á Signal samanstandi yfirleitt af þátttakendum sem vilji einfaldlega af einni ástæðu eða annarri ekki nota Facebook. „Sumt fólk er ekki þar eða vill jafnvel halda vinnusjálfinu og persónusjálfinu aðskildu. Það er kannski bara ágætt. Facebook er stór og yfirgripsmikill samfélagsmiðill og kannski er eðlilegt að taka spjallþræði yfir á sérhæfða spjallþráðarmiðla.“ Andrés Ingi Jónsson Pírati segir ekkert flippað við Signal-notkun þingmanna. Þetta séu bara samskipti eins og hver önnur.Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er eiginlega ein um að vera samfélagsmiðlamógúll á sviði stjórnmálanna. Hún er með tæpa 18 þúsund fylgjendur á Instagram þar sem hún sýnir frá lífi sínu og starfi á hverjum degi. Áslaug segir nægt úrval af samskiptaforritum til að nota, en að helst séu þingmenn einfaldlega að skiptast á hagnýtum upplýsingum um störfin, eins og um tímasetningar funda. Signal er notað á meðal sjálfstæðismanna, en Facebook hefur ekki verið algengur samskiptamáti í þeim röðum að sögn dómsmálaráðherra. Það sé örugglega ekki öruggasta forritið heldur. View this post on Instagram A post shared by Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Með appinu er hægt að eiga dulkóðuð samskipti án mikillar áhættu á leka, sem ákveðnum starfsstéttum þykir skiljanlega eftirsóknarverður eiginleiki. Starfsstéttirnar eru þær sem búast mætti við; blaðamenn, almannatenglar, glæpamenn, en einkum, og það er líklega hópurinn sem notar Signal hvað mest hér á landi; stjórnmálamenn. Af samtölum Vísis við fulltrúa þingheims að dæma eiga þingmenn samskipti sín á milli í gegnum appið alveg villt og galið, í hópum og á milli einstaklinga. Ekki er þó tilefni til að lesa of mikið í þá hegðun, eins og Andrés Ingi Jónsson Pírati segir: „Þetta er álíka flippað og ef við værum villt og galið að senda sms okkar á milli.“ Signal er í grunninn alveg eins og Messenger, nema það binst við símanúmer.Signal Fallast má á að þessi notkun er ekki nauðsynlega mjög flippuð, en hún er þó lýsandi fyrir afstöðu kjörinna fulltrúa til samskipta á netinu. Þau verða að vera örugg - og á Facebook eru þau það ekki, eins og forsætisráðherra lýsir í samtali við Vísi. Áhyggjurnar eru eðlilegar í fjölmiðlaumhverfi þar sem hver lekinn hefur rekið annan, allt frá skæruliðadeild Samherjamanna, upplýsingaleka hjá dönskum heryfirvöldum og til Klaustursmálsins veturinn 2018. Á meðal forsprakka í notkun Signal á Íslandi voru blaðamenn Kveiks hjá RÚV, en hægt hefur verið að hafa samband við þá í gegnum appið af öryggisástæðum. Þingmenn hafa svo tekið við keflinu sem einn helsti Signal-hópurinn. Heilmikil paranoía með Facebook Forsætisráðherra á ekki persónuleg samskipti á Facebook.Vísir/Vilhelm Enginn er óhultur gagnvart lekaógninni, ekki einu sinni Katrín Jakobsdóttir, sem velur að nota Facebook ekki mikið í samskipti. Katrín kveðst vera hrædd um öryggismál á Facebook. „Ég nota það ekki í samskipti sem ég met viðkvæm,“ segir forsætisráðherrann, sem telur að sú afstaða sé útbreidd: „Ég held að það sé heilmikil paranoía með það.“ Tölvupóstur og sími eru helstu boðleiðirnar hjá Katrínu. Hún notar Signal að sögn ekki eins mikið í pólitískum samskiptum og hún gerir í persónulegum samskiptum. „Ég bara nota það til þess að tala við manninn minn.“ Ríkisstjórnin á engan spjallhóp, segir Katrín, en Vísir hefur þó heimildir fyrir því að til sé forrit þar sem ríkisstjórnin á þess kost að eiga leynileg samskipti ef mikið liggur við. Það app mun sjaldan ef nokkurn tíma hafa verið notað á þessu kjörtímabili. Miðflokkurinn er ekki óháður tískusveiflum Þegar blaðamaður hlóð niður Signal í rannsóknarskyni birtust honum þeir tengiliðir úr síma hans sem voru þegar notendur appsins. Drjúgur meirihluti þeirra voru þingmenn. Þar á meðal var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. „Það virðast vera tískusveiflur í þessu eins og öðru. Auðvitað er maður ekki alveg óháður þeim,“ segir Sigmundur Davíð í samtali við Vísi. „Við höfum prófað ólík forrit og menn hafa ólíkar skoðanir á því hver eru best. Við í Miðflokknum notum þetta allt, nema Facebook, sem er kannski mér að kenna af því að ég held að ég get ekki notað það. Ég er bara með aðdáendasíðu.“ Það er einfaldast að ræða málin inni í þingflokksherbergi, að sögn Sigmundar, sem þekkir það af eigin raun að persónuleg samtöl hans rati í fjölmiðla, samanber Klaustursupptökurnar. „Ég held að allir taki því illa að það sé njósnað um þá,“ segir Sigmundur. „Ég held að það sé verulegt áhyggjuefni fyrir samfélagið hvernig persónuvernd er háttað. Hvaða möguleikar eru á að misnota tækni og slíkt, ég held að allir ættu að huga að því.“ Aðskilja vinnusjálfið og persónusjálfið Andrés Ingi Jónsson Pírati útskýrir að hópar á Signal samanstandi yfirleitt af þátttakendum sem vilji einfaldlega af einni ástæðu eða annarri ekki nota Facebook. „Sumt fólk er ekki þar eða vill jafnvel halda vinnusjálfinu og persónusjálfinu aðskildu. Það er kannski bara ágætt. Facebook er stór og yfirgripsmikill samfélagsmiðill og kannski er eðlilegt að taka spjallþræði yfir á sérhæfða spjallþráðarmiðla.“ Andrés Ingi Jónsson Pírati segir ekkert flippað við Signal-notkun þingmanna. Þetta séu bara samskipti eins og hver önnur.Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er eiginlega ein um að vera samfélagsmiðlamógúll á sviði stjórnmálanna. Hún er með tæpa 18 þúsund fylgjendur á Instagram þar sem hún sýnir frá lífi sínu og starfi á hverjum degi. Áslaug segir nægt úrval af samskiptaforritum til að nota, en að helst séu þingmenn einfaldlega að skiptast á hagnýtum upplýsingum um störfin, eins og um tímasetningar funda. Signal er notað á meðal sjálfstæðismanna, en Facebook hefur ekki verið algengur samskiptamáti í þeim röðum að sögn dómsmálaráðherra. Það sé örugglega ekki öruggasta forritið heldur. View this post on Instagram A post shared by Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna)
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira