Umfjöllun og viðtöl: Valur - Víkingur 1-1 | Hansen tryggði Víkingum verðskuldað stig Valur Páll Eiríksson skrifar 7. júní 2021 22:55 vísir/hulda margrét Valur og Víkingur skildu jöfn 1-1 er þau mættust í sjöundu umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta að Hlíðarenda í kvöld. Daninn Nikolaj Hansen var hetja gestanna er hann jafnaði leikinn í uppbótartíma.Fyrir leik kvöldsins voru Valsmenn á toppi deildarinnar með 16 stig en Víkingur með tveimur stigum minna í öðru sæti. Um var að ræða einu tvö ósigruðu liðin í deildinni. Leikurinn bar þess merki að toppsætið væri undir. Bæði lið mættu varfærnislega til leiks og stóðu þétt fyrir í sínum varnarleik. Valsmenn voru sterkari aðilinn á fyrstu tíu mínútunum án þess þó að skapa sér margt en eftir það voru Víkingar með tökin á miðjunni og voru sterkari aðilinn. Gríðarleg vinnsla Júlíusar Magnússonar og Pablo Punyed hafði þar mikið að segja. Oftar en einu sinni komust Víkingar í skyndisóknir eftir að hafa unnið boltann á miðjunni en alltaf vantaði upp á síðustu sendinguna eða síðustu snertinguna. Hannes Þór Halldórsson þurfti að grípa inn í þegar Kwame Quee sendi Halldór Jón Sigurð Þórðarson í gegn um miðjan hálfleikinn sem var eflaust besta færi hálfleiksins. Ekkert reyndi hins vegar á Þórð Ingason, markvörð Víkinga, í markalausum fyrri hálfleik. Síðari hálfleikur fór af stað líkt og sá fyrri þar sem fátt markvert átti sér stað á upphafsmínútunum. Allt þar til Kaj Leo í Bartalsstovu kom Val í forystu gott sem upp úr þurru á 57. mínútu. Júlíus Magnússon tapaði boltanum þá klaufalega á miðjunni og Valsmenn fóru upp í sókn. Kristinn Freyr, sem vann boltann, fór af stað upp miðjuna og gaf út á Kaj Leo á hægri kantinum. Kaj Leo sótti inn á völlinn og lét vaða með vinstri um fimm metrum fyrir utan teig hægra megin. Boltinn söng í fjærhorninu og Valsmenn því komnir yfir. Í kjölfarið tók við fjörlegur kafli þar sem bæði lið fengu tækifæri til að skora. Nikolaj Hansen komst næst því þegar tilraun hans af stuttu færi small í stöng Valsmarksins. Þegar leið á lögðust Valsmenn sífellt aftar á völlinn og báru skiptingar Heimis Guðjónssonar, þjálfara liðsins, að hann vildi verja markið. Almarr Ormarsson, Birkir Heimisson og Orri Sigurður Ómarsson komu allir inn á fyrir sóknarsinnaðri menn. Víkingar hentu öllum, meira að segja Sölva Geir Ottesen, fram völlinn og freistuðu þess að jafna. Valsmenn fengu góðar stöður fyrir skyndisóknir sem nýttust illa og refsaðist þeim fyrir það í blálokin. Logi Tómasson átti þá fyrirgjöf sem fann Kristal Mána Ingason aleinan á fjærstönginni hægra megin. Kristall fékk mikinn tíma til að koma boltanum fyrir, hvar hann fann Hansen sem stýrði boltanum í netið af stuttu færi á 95. mínútu leiksins. 1-1 var því niðurstaðan og eru bæði lið enn ósigruð í deildinni. Valur er á toppi deildarinnar með 17 stig eftir sjö leiki en Víkingur með 15 stig í öðru sætinu. Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? Valsmenn lögðu ekki nóg í að klára leikinn eftir að hafa náð forystunni og refsaðist fyrir að reyna halda fengnum hlut. Víkingar áttu án efa skilið stig í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Júlíus Magnússon var öflugur á miðju Víkinga lengst af en það dró vel af honum í síðari hálfleik og gerði hann mistök sem leiddu til marks Vals. Kári Árnason og Halldór Smári Sigurðarson voru virkilega sterkir í vörn Víkinga og þá átti Nikolaj Hansen fína spretti, sem og Kristall Máni Ingason á þeim stutta tíma sem hann spilaði. Það kom mismikið út úr Kaj Leo í Bartalsstovu hjá Valsmönnum en hann sýndi þó lífsmark sóknarlega, annað en margir liðsfélagar hans. Mark hans var stórglæsilegt og var nálægt því að tryggja Val sigur. Johannes Vall var öflugur í bakverðinum og Kristinn Freyr Sigurðsson átti fína spretti. Hvað fór illa? Haukur Páll Sigurðsson hefur átt betri daga en Valsmenn urðu undir á miðjunni á stórum köflum. Patrick Pedersen var gott sem ósýnilegur og átti ekkert í þá Halldór Smára og Kára Árnason. Hvað gerist næst? Valsmenn heimsækja Stjörnuna í Garðabæ klukkan 17:00 á laugardaginn kemur en Víkingur fær FH í heimsókn á sama tíma. Heimir: Svekkjandi að halda þessu ekki Heimir var svekktur með niðurstöðuna.Vísir/Hulda Margrét „Ég held að það hafi verið 20-30 sekúndur eftir af leiknum þegar markið kom og við náðum bara ekki að glíma nógu vel við þessa fyrirgjöf og hún fór yfir hinumegin og aftur fyrir þannig það var svekkjandi að ná ekki halda þessu í 1-0.“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, eftir leik í kvöld. „Mér fannst Víkingarnir bara miklu hungraðri í fyrri hálfleiknum en í seinni hálfleiknum um leið og við fórum að setja tempó í þetta og skipta boltanum milli vængja þá gekk þetta fínt.“ „Vonbrigðin voru þau að síðustu tuttugu mínúturnar þá áttum við gríðarlega mikla möguleika á að fá góðar skyndisóknir en tókum rangar ákvarðanir á boltanum.“ sagði Heimir. Arnar: Leikur sem við hefðum tapað í fyrra Arnar var að vonum ánægður að ná í stig.Vísir/Hulda Margrét „Það var svekkjandi að fá á sig jöfnunarmarkið gegn Fylki, en það var sinnum tveir sigurtilfinningin í dag einhvern veginn. Þetta er sterkt á móti Íslandsmeisturunum á þeirra heimavelli og heldur Íslandsmótinu gangandi,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. „Mér fannst við eiga þetta skilið. Þetta var sterkur leikur á löngum köflum hjá okkur. Það komu kaflar þar sem Valur voru betri en við en þeir voru ekki mikið að opna okkur. Markið þeirra var einfaldlega einstaklingsgæði hjá Kaj, flott mark. Í lokin erum við að veðja og henda öllum fram. Þetta er þroskamerki á liðinu, þetta er leikur sem við hefðum tapað í fyrra og það er mjög jákvætt að koma til baka,” sagði Arnar. Pepsi Max-deild karla Valur Víkingur Reykjavík
Valur og Víkingur skildu jöfn 1-1 er þau mættust í sjöundu umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta að Hlíðarenda í kvöld. Daninn Nikolaj Hansen var hetja gestanna er hann jafnaði leikinn í uppbótartíma.Fyrir leik kvöldsins voru Valsmenn á toppi deildarinnar með 16 stig en Víkingur með tveimur stigum minna í öðru sæti. Um var að ræða einu tvö ósigruðu liðin í deildinni. Leikurinn bar þess merki að toppsætið væri undir. Bæði lið mættu varfærnislega til leiks og stóðu þétt fyrir í sínum varnarleik. Valsmenn voru sterkari aðilinn á fyrstu tíu mínútunum án þess þó að skapa sér margt en eftir það voru Víkingar með tökin á miðjunni og voru sterkari aðilinn. Gríðarleg vinnsla Júlíusar Magnússonar og Pablo Punyed hafði þar mikið að segja. Oftar en einu sinni komust Víkingar í skyndisóknir eftir að hafa unnið boltann á miðjunni en alltaf vantaði upp á síðustu sendinguna eða síðustu snertinguna. Hannes Þór Halldórsson þurfti að grípa inn í þegar Kwame Quee sendi Halldór Jón Sigurð Þórðarson í gegn um miðjan hálfleikinn sem var eflaust besta færi hálfleiksins. Ekkert reyndi hins vegar á Þórð Ingason, markvörð Víkinga, í markalausum fyrri hálfleik. Síðari hálfleikur fór af stað líkt og sá fyrri þar sem fátt markvert átti sér stað á upphafsmínútunum. Allt þar til Kaj Leo í Bartalsstovu kom Val í forystu gott sem upp úr þurru á 57. mínútu. Júlíus Magnússon tapaði boltanum þá klaufalega á miðjunni og Valsmenn fóru upp í sókn. Kristinn Freyr, sem vann boltann, fór af stað upp miðjuna og gaf út á Kaj Leo á hægri kantinum. Kaj Leo sótti inn á völlinn og lét vaða með vinstri um fimm metrum fyrir utan teig hægra megin. Boltinn söng í fjærhorninu og Valsmenn því komnir yfir. Í kjölfarið tók við fjörlegur kafli þar sem bæði lið fengu tækifæri til að skora. Nikolaj Hansen komst næst því þegar tilraun hans af stuttu færi small í stöng Valsmarksins. Þegar leið á lögðust Valsmenn sífellt aftar á völlinn og báru skiptingar Heimis Guðjónssonar, þjálfara liðsins, að hann vildi verja markið. Almarr Ormarsson, Birkir Heimisson og Orri Sigurður Ómarsson komu allir inn á fyrir sóknarsinnaðri menn. Víkingar hentu öllum, meira að segja Sölva Geir Ottesen, fram völlinn og freistuðu þess að jafna. Valsmenn fengu góðar stöður fyrir skyndisóknir sem nýttust illa og refsaðist þeim fyrir það í blálokin. Logi Tómasson átti þá fyrirgjöf sem fann Kristal Mána Ingason aleinan á fjærstönginni hægra megin. Kristall fékk mikinn tíma til að koma boltanum fyrir, hvar hann fann Hansen sem stýrði boltanum í netið af stuttu færi á 95. mínútu leiksins. 1-1 var því niðurstaðan og eru bæði lið enn ósigruð í deildinni. Valur er á toppi deildarinnar með 17 stig eftir sjö leiki en Víkingur með 15 stig í öðru sætinu. Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? Valsmenn lögðu ekki nóg í að klára leikinn eftir að hafa náð forystunni og refsaðist fyrir að reyna halda fengnum hlut. Víkingar áttu án efa skilið stig í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Júlíus Magnússon var öflugur á miðju Víkinga lengst af en það dró vel af honum í síðari hálfleik og gerði hann mistök sem leiddu til marks Vals. Kári Árnason og Halldór Smári Sigurðarson voru virkilega sterkir í vörn Víkinga og þá átti Nikolaj Hansen fína spretti, sem og Kristall Máni Ingason á þeim stutta tíma sem hann spilaði. Það kom mismikið út úr Kaj Leo í Bartalsstovu hjá Valsmönnum en hann sýndi þó lífsmark sóknarlega, annað en margir liðsfélagar hans. Mark hans var stórglæsilegt og var nálægt því að tryggja Val sigur. Johannes Vall var öflugur í bakverðinum og Kristinn Freyr Sigurðsson átti fína spretti. Hvað fór illa? Haukur Páll Sigurðsson hefur átt betri daga en Valsmenn urðu undir á miðjunni á stórum köflum. Patrick Pedersen var gott sem ósýnilegur og átti ekkert í þá Halldór Smára og Kára Árnason. Hvað gerist næst? Valsmenn heimsækja Stjörnuna í Garðabæ klukkan 17:00 á laugardaginn kemur en Víkingur fær FH í heimsókn á sama tíma. Heimir: Svekkjandi að halda þessu ekki Heimir var svekktur með niðurstöðuna.Vísir/Hulda Margrét „Ég held að það hafi verið 20-30 sekúndur eftir af leiknum þegar markið kom og við náðum bara ekki að glíma nógu vel við þessa fyrirgjöf og hún fór yfir hinumegin og aftur fyrir þannig það var svekkjandi að ná ekki halda þessu í 1-0.“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, eftir leik í kvöld. „Mér fannst Víkingarnir bara miklu hungraðri í fyrri hálfleiknum en í seinni hálfleiknum um leið og við fórum að setja tempó í þetta og skipta boltanum milli vængja þá gekk þetta fínt.“ „Vonbrigðin voru þau að síðustu tuttugu mínúturnar þá áttum við gríðarlega mikla möguleika á að fá góðar skyndisóknir en tókum rangar ákvarðanir á boltanum.“ sagði Heimir. Arnar: Leikur sem við hefðum tapað í fyrra Arnar var að vonum ánægður að ná í stig.Vísir/Hulda Margrét „Það var svekkjandi að fá á sig jöfnunarmarkið gegn Fylki, en það var sinnum tveir sigurtilfinningin í dag einhvern veginn. Þetta er sterkt á móti Íslandsmeisturunum á þeirra heimavelli og heldur Íslandsmótinu gangandi,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. „Mér fannst við eiga þetta skilið. Þetta var sterkur leikur á löngum köflum hjá okkur. Það komu kaflar þar sem Valur voru betri en við en þeir voru ekki mikið að opna okkur. Markið þeirra var einfaldlega einstaklingsgæði hjá Kaj, flott mark. Í lokin erum við að veðja og henda öllum fram. Þetta er þroskamerki á liðinu, þetta er leikur sem við hefðum tapað í fyrra og það er mjög jákvætt að koma til baka,” sagði Arnar.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti