Átján árgangar bólusettir í vikunni og útlitið gott fyrir sumarið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. júní 2021 12:17 Bólusetningar í Laugardalshöll. Karlar og konur úr átján árgöngum fá bólusetningu gegn kórónuveirunni á höfuðborgarsvæðinu í vikunni. Yfirlæknir á sóttvarnasviði hjá embætti landlæknis segir útlitið ágætt fyrir sumarið. Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, eins og segir í uppfærðum tölum á síðunni Covid.is. Níu greindist á landamærum, þar sem tveir greindust með virk smit í fyrri landamæraskimun en sjö með mótefni. Í einangrun eru nú 50, en þeir voru 47 á föstudag. 251 er í sóttkví og 1.879 í skimunarsóttkví. Einn er á sjúkrahúsi vegna Covid-19, en þeir voru tveir á föstudag. Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði embættis landlæknis segir stöðuna almennt góða innanlands. „Það hafa verið fá smit undanfarið, þrátt fyrir þetta nýlega hópsmit. Ég held við séum búin að ná utan um það.“ Átta hópar hafa verið boðaðir í bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu morgun. Það eru karlar fæddir 1979, 83, 92 og 93 og konur fæddar 1978, 84, 86 og 98. Tíu árgangar til viðbótar geta átt von á boði í vikunni en dregið var í handahófskennda bólusetningaröð í síðustu viku. Guðrún segir að búast megi við því að á milli 60 og 70 prósent verði fullbólusett fyrir lok mánaðar. Eins og stendur eru 29,3 prósent hálfbólusett og 34,4 prósent fullbólusett. „Þannig ég held að útlitið sé ágætt fyrir sumarið, svo lengi sem þetta gengur allt eftir.“ Gildandi takmarkanir vegna faraldursins renna út eftir tíu daga. Engin ákvörðun um framhaldið liggur fyrir að svo stöddu. „Sóttvarnalæknir mun skila tillögum til ráðherra eins og venjulega en hann er ekki búinn að því og ekki búinn að gefa út hvað hans tillögur verða nákvæmlega. Þannig það verður bara að koma í ljós en eins og þú nefnir ætti það að verða fljótlega,“ segir Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði embættis landlæknis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, eins og segir í uppfærðum tölum á síðunni Covid.is. Níu greindist á landamærum, þar sem tveir greindust með virk smit í fyrri landamæraskimun en sjö með mótefni. Í einangrun eru nú 50, en þeir voru 47 á föstudag. 251 er í sóttkví og 1.879 í skimunarsóttkví. Einn er á sjúkrahúsi vegna Covid-19, en þeir voru tveir á föstudag. Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði embættis landlæknis segir stöðuna almennt góða innanlands. „Það hafa verið fá smit undanfarið, þrátt fyrir þetta nýlega hópsmit. Ég held við séum búin að ná utan um það.“ Átta hópar hafa verið boðaðir í bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu morgun. Það eru karlar fæddir 1979, 83, 92 og 93 og konur fæddar 1978, 84, 86 og 98. Tíu árgangar til viðbótar geta átt von á boði í vikunni en dregið var í handahófskennda bólusetningaröð í síðustu viku. Guðrún segir að búast megi við því að á milli 60 og 70 prósent verði fullbólusett fyrir lok mánaðar. Eins og stendur eru 29,3 prósent hálfbólusett og 34,4 prósent fullbólusett. „Þannig ég held að útlitið sé ágætt fyrir sumarið, svo lengi sem þetta gengur allt eftir.“ Gildandi takmarkanir vegna faraldursins renna út eftir tíu daga. Engin ákvörðun um framhaldið liggur fyrir að svo stöddu. „Sóttvarnalæknir mun skila tillögum til ráðherra eins og venjulega en hann er ekki búinn að því og ekki búinn að gefa út hvað hans tillögur verða nákvæmlega. Þannig það verður bara að koma í ljós en eins og þú nefnir ætti það að verða fljótlega,“ segir Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði embættis landlæknis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira