Logi fordæmir danska jafnaðarmenn Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 6. júní 2021 17:08 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist fordæma danska jafnaðarmanna fyrir nýja stefnu í innflytjendamálum. Vísir/Vilhelm Þeir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, voru gestir í Sprengisandi í morgun. Þar tókust þeir á um nýja stefnu danskra stjórnvalda í innflytjendamálum. Nýsamþykkt frumvarp ríkisstjórnar Danmerkur heimilar dönskum yfirvöldum að útvista hælisleitendur landsins til þriðja ríkis. Þá er yfirlýst markmið ríkisstjórnar þar í landi að engir sæki um hæli í landinu. Logi segist afar hissa á málinu og þykir staðan óhugguleg. Honum er jafnframt brugðið, þar sem hann segir Dani standa Norðmönnum og Svíum langt að baki þegar kemur að þessum málaflokki. Logi telur að ákvörðunin hafi verið pólitísk stefnumörkun til þess að næla sér í atkvæði Danska þjóðarflokksins (Dansk folkparti), sem hafi tekist að vissu leyti. „En ég vara við því að fólk verði svo „kalkúlerað“ að það sé að endurskilgreina línuna sem er dregin í sandinn, bara til að afla sér styrks og atkvæða, vegna þess að það verður ekki hægt að daga þetta til baka,“ segir Logi. „Flóttamannavandinn mun bara vaxa næstu árin“ Sigmundur tekur í annan streng og telur ákvörðunina fyrst og fremst vera byggða á reynslu Danmerkur í innflytjendamálum síðustu ár. Þá telur hann að Íslendingar ættu að feta í fótspor Dana í þessum efnum. Hann segir að sexfalt fleiri sæki um hæli á Íslandi en í Danmörku og Noregi. „Og það er bara vegna þeirra skilaboða sem íslensk stjórnvöld senda frá sér og þetta mun bara halda áfram að vaxa með þessum hætti. Flóttamannavandinn mun bara vaxa næstu árin,“ segir Sigmundur. Hann segir jafnframt að það sé mikið áhyggjuefni að umsóknum fjölgi frá fólki sem borgar glæpagengjum fyrir það að koma sér á milli landa. Ekki allir innflytjendur tengjast glæpastarfsemi Logi segir þó ekki að það megi ekki tengja alla þá sem hingað koma í neyð og leggja sig jafnvel í stórhættu við það að koma börnum sínum í öruggt skjól, við glæpagengi. Hann telur mikið áhyggjuefni að tengja alla innflytjendur við einhvers konar ólöglega starfsemi. „Mér finnst það býsna alvarlegt þegar formaður stjórnmálaflokks ætlar að næra þessa hræðslu hjá venjulegu fólki,“ segir Logi. Hann bendir á að ef óttinn beinist að einhvers konar glæpastarfsemi, væri réttara að bregðast við með því að setja aukið fjármagn í löggæslu, í stað þess að fylgja fordæmi Dana. Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni. Innflytjendamál Sprengisandur Hælisleitendur Alþingi Danmörk Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Sjá meira
Nýsamþykkt frumvarp ríkisstjórnar Danmerkur heimilar dönskum yfirvöldum að útvista hælisleitendur landsins til þriðja ríkis. Þá er yfirlýst markmið ríkisstjórnar þar í landi að engir sæki um hæli í landinu. Logi segist afar hissa á málinu og þykir staðan óhugguleg. Honum er jafnframt brugðið, þar sem hann segir Dani standa Norðmönnum og Svíum langt að baki þegar kemur að þessum málaflokki. Logi telur að ákvörðunin hafi verið pólitísk stefnumörkun til þess að næla sér í atkvæði Danska þjóðarflokksins (Dansk folkparti), sem hafi tekist að vissu leyti. „En ég vara við því að fólk verði svo „kalkúlerað“ að það sé að endurskilgreina línuna sem er dregin í sandinn, bara til að afla sér styrks og atkvæða, vegna þess að það verður ekki hægt að daga þetta til baka,“ segir Logi. „Flóttamannavandinn mun bara vaxa næstu árin“ Sigmundur tekur í annan streng og telur ákvörðunina fyrst og fremst vera byggða á reynslu Danmerkur í innflytjendamálum síðustu ár. Þá telur hann að Íslendingar ættu að feta í fótspor Dana í þessum efnum. Hann segir að sexfalt fleiri sæki um hæli á Íslandi en í Danmörku og Noregi. „Og það er bara vegna þeirra skilaboða sem íslensk stjórnvöld senda frá sér og þetta mun bara halda áfram að vaxa með þessum hætti. Flóttamannavandinn mun bara vaxa næstu árin,“ segir Sigmundur. Hann segir jafnframt að það sé mikið áhyggjuefni að umsóknum fjölgi frá fólki sem borgar glæpagengjum fyrir það að koma sér á milli landa. Ekki allir innflytjendur tengjast glæpastarfsemi Logi segir þó ekki að það megi ekki tengja alla þá sem hingað koma í neyð og leggja sig jafnvel í stórhættu við það að koma börnum sínum í öruggt skjól, við glæpagengi. Hann telur mikið áhyggjuefni að tengja alla innflytjendur við einhvers konar ólöglega starfsemi. „Mér finnst það býsna alvarlegt þegar formaður stjórnmálaflokks ætlar að næra þessa hræðslu hjá venjulegu fólki,“ segir Logi. Hann bendir á að ef óttinn beinist að einhvers konar glæpastarfsemi, væri réttara að bregðast við með því að setja aukið fjármagn í löggæslu, í stað þess að fylgja fordæmi Dana. Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.
Innflytjendamál Sprengisandur Hælisleitendur Alþingi Danmörk Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Erlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Sjá meira