Möguleg hræðsla við að lenda á jaðrinum í stærri byggð Kjartan Kjartansson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 6. júní 2021 13:38 Dagný Rósa Úlfarsdóttir, oddviti hreppsnefndar Skagabyggðar. Aðsend Ekkert verður af sameiningu Skagabyggðar, Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps og sveitarfélagsins Skagastrandar eftir að íbúar Skagabyggðar höfnuðu henni í atkvæðagreiðslu í gær. Sjötíu voru á kjörskrá og greiddu 29 atkvæði gegn sameiningu en 24 með. Dagný Rósa Úlfarsdóttir, oddviti hreppsnefndar Skagabyggðar, segir úrslitin vonbrigði enda hafi sveitarfélögin lagt mikla vinnu í undirbúning undanfarna mánuði. Þess vegna koma þessar niðurstöður mér og fleirum í nefndinni og íbúum hérna reyndar líka töluvert á óvart og eru vonbrigði. Ég held að það megi ekki leyna því,“ segir hún. Níutíu og fimm manns búa í Skagabyggð en á sveitarfélagið erfitt með að reka ýmsa grunnþjónustu. Dagný Rósa segir að það kaupi mikla þjónustu af nágrannasveitarfélögunum. „Við rekum ekki sjálf okkar skóla eða félagsþjónustu eða slíkt. Það er bæði rekið í byggðarsamlögum og í samstarfi við sveitarfélagið Skagaströnd sem felldi reyndar líka. Ég er ekki búin að hugsa þetta neitt mikið lengra því ég hafði það óbilandi trú að þetta yrði nú samþykkt,“ segir oddvitinn. Aðeins vantaði fimm atkvæði upp á að tillagan væri samþykkt en Dagný Rósa segir að þannig virki lýðræðið og að meirihlutinn ráði. Spurð að því hvers vegna hún telur að tillagan hafi verið felld segir hún ekki vita hvort að einhver ein ástæða hafi búið að baki. „Það er náttúrulega svosem hræðsla kannski við að verða einhvers konar jaðarbyggð í stærra samfélagi, held ég að það sé fyrst og fremst,“ segir oddvitinn. Íbúar í Þingeyjarsveit og Skútustaðahrepp samþykktu hins vegar að sameina sveitarfélögin í kosningu sem fór einnig fram í gær. Tæplega tveir af hverjum þremur samþykktu sameininguna í Þingeyjarsveit. 65,2% greiddu sameiningunni atkvæði sitt. Stuðningurinn við sameinginuna var meiri í Skútustaðahreppi. Skagabyggð Sveitarstjórnarmál Skagaströnd Blönduós Húnavatnshreppur Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Dagný Rósa Úlfarsdóttir, oddviti hreppsnefndar Skagabyggðar, segir úrslitin vonbrigði enda hafi sveitarfélögin lagt mikla vinnu í undirbúning undanfarna mánuði. Þess vegna koma þessar niðurstöður mér og fleirum í nefndinni og íbúum hérna reyndar líka töluvert á óvart og eru vonbrigði. Ég held að það megi ekki leyna því,“ segir hún. Níutíu og fimm manns búa í Skagabyggð en á sveitarfélagið erfitt með að reka ýmsa grunnþjónustu. Dagný Rósa segir að það kaupi mikla þjónustu af nágrannasveitarfélögunum. „Við rekum ekki sjálf okkar skóla eða félagsþjónustu eða slíkt. Það er bæði rekið í byggðarsamlögum og í samstarfi við sveitarfélagið Skagaströnd sem felldi reyndar líka. Ég er ekki búin að hugsa þetta neitt mikið lengra því ég hafði það óbilandi trú að þetta yrði nú samþykkt,“ segir oddvitinn. Aðeins vantaði fimm atkvæði upp á að tillagan væri samþykkt en Dagný Rósa segir að þannig virki lýðræðið og að meirihlutinn ráði. Spurð að því hvers vegna hún telur að tillagan hafi verið felld segir hún ekki vita hvort að einhver ein ástæða hafi búið að baki. „Það er náttúrulega svosem hræðsla kannski við að verða einhvers konar jaðarbyggð í stærra samfélagi, held ég að það sé fyrst og fremst,“ segir oddvitinn. Íbúar í Þingeyjarsveit og Skútustaðahrepp samþykktu hins vegar að sameina sveitarfélögin í kosningu sem fór einnig fram í gær. Tæplega tveir af hverjum þremur samþykktu sameininguna í Þingeyjarsveit. 65,2% greiddu sameiningunni atkvæði sitt. Stuðningurinn við sameinginuna var meiri í Skútustaðahreppi.
Skagabyggð Sveitarstjórnarmál Skagaströnd Blönduós Húnavatnshreppur Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira