Svona raðast árgangarnir í bólusetningu næstu þrjár vikur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2021 09:31 Drátturinn fór fram í húsakynnum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í Mjódd í morgun. vísir/vilhelm Dregið var í handahófskennda bólusetningarröð árganga 1976 til 2005 klukkan tíu í morgun. Vísir var í beinu streymi frá drættinum. Konur fæddar árið 1985 voru síðastar upp úr pottinum þegar dregið var í röðina í bólusetningum á höfuðborgarsvæðinu næstu þrjár vikurnar. Gangi plön heilsugæslunnar eftir verða þær búnar að fá bóluefnasprautu í síðasta lagi föstudaginn 25. júní. Spennan var mikil meðal lesenda Vísis ef marka má áhorf á beina útsendingu frá drættinum. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, stýrði drættinum sem fyrr. Allir forgangshópar hafa nú fengið boð í bólusetningu og því komið að restinni, ef svo má segja. Fólk í árgöngum 1976 til 2005 sem til stendur að sprauta með bóluefni Pfizer, Moderna eða Janssen á næstu þremur vikum. Ragnheiður sagði markmiðið að gefa fólki fyrirsjáanleika á því hvenær það ætti von á boði. Fólk fær strikamerki í SMS-skilaboðum. Komist það ekki á boðaðan dag á fólkið að mæta næst þegar sama bóluefni verður notað. Fólk geti hins vegar ekki valið sér bóluefni. Bóluefni AstraZeneca er nú aðeins notað í seinni sprautu svo hóparnir að neðan eiga von á bóluefni Pfizer, Moderna eða Janssen. Að neðan má sjá hvernig árgangarnir og kynin skiptast næstu þrjár vikurnar. Fyrstu árgangarnir mega eiga von á því að fá boð fyrri hluta viku en þeir síðustu síðar í viðkomandi viku. Vikan 7.-11. júní 1979 karlar 1984 konur 1993 karlar 1978 konur 1992 karlar 1998 konur 1983 karlar 1986 konur 1984 karlar 2000 konur 2003 karlar 1981 konur 1977 karlar 1980 konur 1997 karlar 2004 konur 1985 karlar 1988 konur Vikan 14.- 18. júní 1976 karlar 1977 konur 2000 karlar 2001 konur 1988 karlar 2002 konur 1986 karlar 1993 konur 1994 karlar 1976 konur 2002 karlar 1979 konur 1981 karlar 1997 konur 2001 karlar 2003 konur 1996 karlar 1992 konur Vikan 21.-25. júní 1982 karlar 1989 konur 1991 karlar 1987 konur 1989 karlar 1994 konur 1980 karlar 1990 konur 1998 karlar 1995 konur 2004 karlar 1999 konur 1995 karlar 1991 konur 1990 karlar 1985 konur 2005 karlar og konur
Konur fæddar árið 1985 voru síðastar upp úr pottinum þegar dregið var í röðina í bólusetningum á höfuðborgarsvæðinu næstu þrjár vikurnar. Gangi plön heilsugæslunnar eftir verða þær búnar að fá bóluefnasprautu í síðasta lagi föstudaginn 25. júní. Spennan var mikil meðal lesenda Vísis ef marka má áhorf á beina útsendingu frá drættinum. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, stýrði drættinum sem fyrr. Allir forgangshópar hafa nú fengið boð í bólusetningu og því komið að restinni, ef svo má segja. Fólk í árgöngum 1976 til 2005 sem til stendur að sprauta með bóluefni Pfizer, Moderna eða Janssen á næstu þremur vikum. Ragnheiður sagði markmiðið að gefa fólki fyrirsjáanleika á því hvenær það ætti von á boði. Fólk fær strikamerki í SMS-skilaboðum. Komist það ekki á boðaðan dag á fólkið að mæta næst þegar sama bóluefni verður notað. Fólk geti hins vegar ekki valið sér bóluefni. Bóluefni AstraZeneca er nú aðeins notað í seinni sprautu svo hóparnir að neðan eiga von á bóluefni Pfizer, Moderna eða Janssen. Að neðan má sjá hvernig árgangarnir og kynin skiptast næstu þrjár vikurnar. Fyrstu árgangarnir mega eiga von á því að fá boð fyrri hluta viku en þeir síðustu síðar í viðkomandi viku. Vikan 7.-11. júní 1979 karlar 1984 konur 1993 karlar 1978 konur 1992 karlar 1998 konur 1983 karlar 1986 konur 1984 karlar 2000 konur 2003 karlar 1981 konur 1977 karlar 1980 konur 1997 karlar 2004 konur 1985 karlar 1988 konur Vikan 14.- 18. júní 1976 karlar 1977 konur 2000 karlar 2001 konur 1988 karlar 2002 konur 1986 karlar 1993 konur 1994 karlar 1976 konur 2002 karlar 1979 konur 1981 karlar 1997 konur 2001 karlar 2003 konur 1996 karlar 1992 konur Vikan 21.-25. júní 1982 karlar 1989 konur 1991 karlar 1987 konur 1989 karlar 1994 konur 1980 karlar 1990 konur 1998 karlar 1995 konur 2004 karlar 1999 konur 1995 karlar 1991 konur 1990 karlar 1985 konur 2005 karlar og konur
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Sjá meira