Svona raðast árgangarnir í bólusetningu næstu þrjár vikur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2021 09:31 Drátturinn fór fram í húsakynnum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í Mjódd í morgun. vísir/vilhelm Dregið var í handahófskennda bólusetningarröð árganga 1976 til 2005 klukkan tíu í morgun. Vísir var í beinu streymi frá drættinum. Konur fæddar árið 1985 voru síðastar upp úr pottinum þegar dregið var í röðina í bólusetningum á höfuðborgarsvæðinu næstu þrjár vikurnar. Gangi plön heilsugæslunnar eftir verða þær búnar að fá bóluefnasprautu í síðasta lagi föstudaginn 25. júní. Spennan var mikil meðal lesenda Vísis ef marka má áhorf á beina útsendingu frá drættinum. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, stýrði drættinum sem fyrr. Allir forgangshópar hafa nú fengið boð í bólusetningu og því komið að restinni, ef svo má segja. Fólk í árgöngum 1976 til 2005 sem til stendur að sprauta með bóluefni Pfizer, Moderna eða Janssen á næstu þremur vikum. Ragnheiður sagði markmiðið að gefa fólki fyrirsjáanleika á því hvenær það ætti von á boði. Fólk fær strikamerki í SMS-skilaboðum. Komist það ekki á boðaðan dag á fólkið að mæta næst þegar sama bóluefni verður notað. Fólk geti hins vegar ekki valið sér bóluefni. Bóluefni AstraZeneca er nú aðeins notað í seinni sprautu svo hóparnir að neðan eiga von á bóluefni Pfizer, Moderna eða Janssen. Að neðan má sjá hvernig árgangarnir og kynin skiptast næstu þrjár vikurnar. Fyrstu árgangarnir mega eiga von á því að fá boð fyrri hluta viku en þeir síðustu síðar í viðkomandi viku. Vikan 7.-11. júní 1979 karlar 1984 konur 1993 karlar 1978 konur 1992 karlar 1998 konur 1983 karlar 1986 konur 1984 karlar 2000 konur 2003 karlar 1981 konur 1977 karlar 1980 konur 1997 karlar 2004 konur 1985 karlar 1988 konur Vikan 14.- 18. júní 1976 karlar 1977 konur 2000 karlar 2001 konur 1988 karlar 2002 konur 1986 karlar 1993 konur 1994 karlar 1976 konur 2002 karlar 1979 konur 1981 karlar 1997 konur 2001 karlar 2003 konur 1996 karlar 1992 konur Vikan 21.-25. júní 1982 karlar 1989 konur 1991 karlar 1987 konur 1989 karlar 1994 konur 1980 karlar 1990 konur 1998 karlar 1995 konur 2004 karlar 1999 konur 1995 karlar 1991 konur 1990 karlar 1985 konur 2005 karlar og konur
Konur fæddar árið 1985 voru síðastar upp úr pottinum þegar dregið var í röðina í bólusetningum á höfuðborgarsvæðinu næstu þrjár vikurnar. Gangi plön heilsugæslunnar eftir verða þær búnar að fá bóluefnasprautu í síðasta lagi föstudaginn 25. júní. Spennan var mikil meðal lesenda Vísis ef marka má áhorf á beina útsendingu frá drættinum. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, stýrði drættinum sem fyrr. Allir forgangshópar hafa nú fengið boð í bólusetningu og því komið að restinni, ef svo má segja. Fólk í árgöngum 1976 til 2005 sem til stendur að sprauta með bóluefni Pfizer, Moderna eða Janssen á næstu þremur vikum. Ragnheiður sagði markmiðið að gefa fólki fyrirsjáanleika á því hvenær það ætti von á boði. Fólk fær strikamerki í SMS-skilaboðum. Komist það ekki á boðaðan dag á fólkið að mæta næst þegar sama bóluefni verður notað. Fólk geti hins vegar ekki valið sér bóluefni. Bóluefni AstraZeneca er nú aðeins notað í seinni sprautu svo hóparnir að neðan eiga von á bóluefni Pfizer, Moderna eða Janssen. Að neðan má sjá hvernig árgangarnir og kynin skiptast næstu þrjár vikurnar. Fyrstu árgangarnir mega eiga von á því að fá boð fyrri hluta viku en þeir síðustu síðar í viðkomandi viku. Vikan 7.-11. júní 1979 karlar 1984 konur 1993 karlar 1978 konur 1992 karlar 1998 konur 1983 karlar 1986 konur 1984 karlar 2000 konur 2003 karlar 1981 konur 1977 karlar 1980 konur 1997 karlar 2004 konur 1985 karlar 1988 konur Vikan 14.- 18. júní 1976 karlar 1977 konur 2000 karlar 2001 konur 1988 karlar 2002 konur 1986 karlar 1993 konur 1994 karlar 1976 konur 2002 karlar 1979 konur 1981 karlar 1997 konur 2001 karlar 2003 konur 1996 karlar 1992 konur Vikan 21.-25. júní 1982 karlar 1989 konur 1991 karlar 1987 konur 1989 karlar 1994 konur 1980 karlar 1990 konur 1998 karlar 1995 konur 2004 karlar 1999 konur 1995 karlar 1991 konur 1990 karlar 1985 konur 2005 karlar og konur
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira