Íslendingur á gjörgæslu eftir Covid-smit á Everest Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. júní 2021 12:33 Yandy með íslenska og kúbverska fánann á Everest. aðsend Íslensk-kúbverski fjallgöngumaðurinn Yandy Nunez Martinez, sem reyndi að klífa að toppi Everest í síðasta mánuði, er nú á gjörgæslu í Katmandú í Nepal eftir að hafa fengið blóðtappa í lungu ofan í Covid-19 smit. Eiginkona hans segir hann heppinn að vera á lífi en hann er nú á batavegi. Yandy smitaðist af Covid á Everest um miðjan síðasta mánuð. Hann var slappur þegar hann hóf för sína úr grunnbúðunum í aðrar búðir en þegar þangað var komið tók honum mjög að hraka. „Ég fæ svo símtal um að ég verði að panta þyrlu fyrir hann því hann er orðinn svo veikur,“ segir kona hans Halldóra Bjarkadóttir við Vísi. Mbl.is greindi fyrst frá því að Yandy væri á gjörgæslu. Veður var þó svo vont á fjallinu að þyrlan komst ekki að sækja Yandy fyrr en tveimur dögum síðar. „Hann var síðan fluttur á spítala og er greindur þar með Covid og lungnabólgu og blóðtappa í öðrum fæti,“ segir Halldóra. Yandy fór að verða veikur áður en hann komst í búðir 2 á fjallinu.aðsend Heppinn að hafa ekki dáið á hótelinu Hann greindist síðan neikvæður eftir skimun fyrir Covid-19 síðasta fimmtudag og var þá útskrifaður af spítalanum. „Nema hvað að hann er ekki búinn að vera lengi á hótelinu þegar hann byrjar að fá svakalega verki í báða fótleggi, sem versna og versna og síðan um nóttina er hann kominn með mikinn verk í bringuna.“ Hann leitaði því aftur á spítalann daginn eftir og kom þá í ljós að hann væri kominn með blóðtappa í lungun og báða fætur. Hann var þá lagður inn á gjörgæslu og er þar enn að ná sér. „Hann er bara heppinn að hafa ekki dáið þarna á hótelinu,“ segir Halldóra. Hún mun fljúga út til hans þegar hann verður útskrifaður af gjörgæslunni til að hjálpa honum heim. Hún gerir ráð fyrir að það verði eftir um tvær vikur. Yandy hefði orðið fyrsti Kúbverjinn til að ná að klífa á tind Everest-fjalls en hann er jafnframt sá fyrsti til að reyna við tindinn. Halldóra segir hann eðlilega mjög svekktan með að faraldurinn hafi eyðilagt þessa drauma hans. Íslendingar erlendis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Everest Fjallamennska Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Yandy smitaðist af Covid á Everest um miðjan síðasta mánuð. Hann var slappur þegar hann hóf för sína úr grunnbúðunum í aðrar búðir en þegar þangað var komið tók honum mjög að hraka. „Ég fæ svo símtal um að ég verði að panta þyrlu fyrir hann því hann er orðinn svo veikur,“ segir kona hans Halldóra Bjarkadóttir við Vísi. Mbl.is greindi fyrst frá því að Yandy væri á gjörgæslu. Veður var þó svo vont á fjallinu að þyrlan komst ekki að sækja Yandy fyrr en tveimur dögum síðar. „Hann var síðan fluttur á spítala og er greindur þar með Covid og lungnabólgu og blóðtappa í öðrum fæti,“ segir Halldóra. Yandy fór að verða veikur áður en hann komst í búðir 2 á fjallinu.aðsend Heppinn að hafa ekki dáið á hótelinu Hann greindist síðan neikvæður eftir skimun fyrir Covid-19 síðasta fimmtudag og var þá útskrifaður af spítalanum. „Nema hvað að hann er ekki búinn að vera lengi á hótelinu þegar hann byrjar að fá svakalega verki í báða fótleggi, sem versna og versna og síðan um nóttina er hann kominn með mikinn verk í bringuna.“ Hann leitaði því aftur á spítalann daginn eftir og kom þá í ljós að hann væri kominn með blóðtappa í lungun og báða fætur. Hann var þá lagður inn á gjörgæslu og er þar enn að ná sér. „Hann er bara heppinn að hafa ekki dáið þarna á hótelinu,“ segir Halldóra. Hún mun fljúga út til hans þegar hann verður útskrifaður af gjörgæslunni til að hjálpa honum heim. Hún gerir ráð fyrir að það verði eftir um tvær vikur. Yandy hefði orðið fyrsti Kúbverjinn til að ná að klífa á tind Everest-fjalls en hann er jafnframt sá fyrsti til að reyna við tindinn. Halldóra segir hann eðlilega mjög svekktan með að faraldurinn hafi eyðilagt þessa drauma hans.
Íslendingar erlendis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Everest Fjallamennska Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira