Tvær duglegar þjóðir með sama húmor og vinna vel saman Rakel Sveinsdóttir skrifar 14. júní 2021 07:01 Starfsfólk króatíska fyrirtækisins Resonate sem starfað hefur fyrir ýmiss íslensk nýsköpunarfyrirtæki, fv.: Vlatka Sipos, Elvis Mehmedovic, Davor Culjak, Svjetlana Vukic. Vísir/Aðsent „Við getum í rauninni ekki alveg skýrt það út hvers vegna Íslendingar og Króatar eiga svona auðvelt með að vinna saman. Mögulega er skýringin sú að við erum tvær litlar þjóðir sem höfum þurft að leggja hart að okkur og vera hugrökk og frumleg í því að móta okkar sérstöðu í stórum heimi,“ segir Vlatka Sipos, ein af fjórum stofnendum króatíska fyrirtækisins Resonate, sem þrátt fyrir ungan aldur hefur unnið fyrir fjölmörg íslensk nýsköpunarfyrirtæki. „Kannski er skýringin bara sú að báðar þjóðirnar eru með svo frábæran húmor,“ segir Vlatka hlæjandi og bætir við: „Reyndar stundum svolítið kaldhæðinn húmor!“ Síðastliðinn vetur hefur Atvinnulífið fjallað um fjölmörg íslensk nýsköpunarfyrirtæki sem stofnuð voru áratuginn eftir bankahrun. Athygli Atvinnulífsins var vakin á því, að mörg þessara fyrirtækja eru í samstarfi við króatískt hönnunar- og ráðgjafafyrirtæki, Resonate, sem stofnað var árið 2019. En hvers vegna? Kynntust íslenskum frumkvöðlum Árið 2019 stofnuðu Davor Culjak, Elvis Mehmedovic, Vlatka Sipos og Svjetlana Vukic fyrirtækið Resonate. Öll höfðu þau áralanga reynslu úr heimi tækni og stafrænnar markaðssetningar, allt frá hönnun til markaðssetningar og sölu. Þetta sama ár, hitti hópurinn fyrir nokkra íslenska frumkvöðla. Þar má nefna fyrirtækin Mussila, AwareGo og fjárfestirinn Þórður Magnússon hjá Eyri Invest, aðilar sem síðar urðu viðskiptavinir. „Eftir það fór boltinn bara að rúlla. Samstarf þessara aðila við okkur spurðist út og áður en við vissum af höfðum við líka kynnst nýsköpunarfyrirtækjunum CoreData, Vista Data Vision, Tracio og eTactica,“ segir Elvis sem dæmi um fleiri íslensk nýsköpunarfyrirtæki sem Resonate fór að starfa fyrir. Allir glíma við sömu áskoranirnar Teymið segir ótrúlegan kraft og hugmyndaauðgi til staðar í íslenskri nýsköpun. Hér á landi séu margir hæfileikaríkir frumkvöðlar með flottar hugmyndir og flottar vörur. Að innleiða vörur og þjónustu í stafrænu formi er þó ekkert auðvelt verkefni. Hvorki fyrir nýsköpunarfyrirtæki né rótgróin eldri fyrirtæki. Í dag er ekki nóg að opna bara vefsíðu og app og halda að það sé nóg til að fá viðskiptavini til að koma og versla eða eiga við þig viðskipti. Það sem okkur hefur í raun þótt áhugavert að sjá er að Evrópsk fyrirtæki, þar með talin íslensk fyrirtæki, virðast flest standa frammi fyrir sömu áskorunum hvað stafrænan heim varðar,“ segir Davor. Þær áskoranir segir Davor vera eftirfarandi tvær: Hvernig er réttast að staðsetja vöruna og hvernig þarf markaðssetning, sala og hönnun að vera til þess að sú staðsetning gangi upp? Hvernig þarf hönnun á notendavænu viðmóti að vera þannig að viðskiptavinir séu líklegir til að sækjast aftur og meira í þá vöru eða þjónustu sem verið er að selja? Þá segir Svjetlana stafrænan heim flóknari en svo að aðeins sé verið að tala um vefsíðu eða sölusíðu. Stafrænn heimur er mjög fjölbreyttur og nær allt frá því að vera á sviði netöryggis eins og starfsemi AwareGo, gagnaúrvinnslu eins og CoreData, kennsluappi fyrir börn eins og Mussila, gagnavöktun eins og VistaDataVision, eða vöktun fæðubótaöryggis eins og Tracio. Allt eru þetta ung íslensk nýsköpunarfyrirtæki sem starfa í stafrænum heimi viðskipta og þjónustu, en á mjög ólíkum sviðum. Fv: Davor, Vlatka, Svjetlana og Elvis.Vísir/Aðsent Engin landamæri í stafrænum heimi Resonate teymið segir það í raun ekki skipta máli í dag, hvar fyrirtæki eru staðsett í heiminum. Til dæmis eru verkefni Resonate í dag um fimmtíu talsins en þau eru fyrir viðskiptavini fyrirtækisins í Bandaríkjunum, Mið-Austurlöndum og Evrópu. Allir geti unnið saman og verslað við hvorn annan. Það eigi líka við um Króata og Íslendinga þótt fjögur þúsund kílómetrar skilji þjóðirnar að. „Við vinnum samt sem áður sem viðbót við það teymi sem er til staðar innanhús hjá viðskiptavinum okkar. Við vinnum með þeim og komum með okkar sérfræðiþekkingu að verkefnunum. Valdeflum þeirra sérfræðinga með því að miðla af okkar reynslu og þekkingu,“ segir Elvis og bætir við: „En við erum ófeimin við að segja viðskiptavinum okkar ef það þarf að bæta úr einhverju til þess að ná raunverulegum stafrænum árangri með viðskipti á vörum og þjónustu. En erum auðvitað til staðar til að finna lausnir á því hvernig það er hægt þegar þess þarf. Við erum í skotgröfunum með viðskiptavinunum okkar.“ Sem dæmi um alþjóðleg fyrirtæki sem teymi Resonate hafa unnið fyrir í gegnum tíðina má nefna bílaumboðið Emil Frey í Sviss, Omnico Group í Bretlandi, Marriot International, Rosetta Stone, Crestron og fleiri í Bandaríkjunum. „Við höfum unnið fyrir mörg alþjóðleg fyrirtæki, bæði í nýsköpun eins og fyrirtæki í Kísildalnum í Bandaríkjunum en eins rótgrónum fyrirtækjum sem hafa kannski verið í innleiðingu á stafrænni þjónustu í nokkur ár og við þá hluti af þeirri vegferð,“ segir Davor. Svjetlana segir einnig mikil verðmæti í því fólgin að vinna fyrir marga alþjóðlega viðskiptavini, sem starfa á ólíkum sviðum og í ólíkum menningarheimum. Ekki aðeins hafi þessi fjölbreytni gert Resonate kleift að vaxa og dafna því það sem alþjóðlegt samstarf kenni fólki líka, er að sjá hvað einkennir til dæmis velgengni og árangur. Við höfum til dæmis tekið eftir því, sérstaklega í Bandaríkjunum og í Bretlandi, að það sem einkennir þau fyrirtæki sem eru að ná rosalega góðum árangri er öflug liðsheild. Þetta eru þá fyrirtæki með frábært fólk innanborðs og mjög sterka og góða vinnustaðamenningu,“ segir Svjetlana. Eldgosið heillar Þá segja þau íslensku tengslin skipta Resonate miklu máli og þeim sé umhugað um að varðveita vel það góða orðspor sem fyrirtækið hefur náð að skapa sér á Íslandi. Þar hafi það verið ótrúlega verðmætt hvernig íslensku viðskiptavinirnir hafa miðlað upplýsingum um þau sín á milli og veitt þeim meðmæli. Jákvæðar umsagnir og traust í samstarfi sé ekki sjálfgefið. Fyrir tíma Covid var sú að fulltrúar frá Resonate heimsóttu Ísland tvisvar til þrisvar á ári til að vinna um tíma á skrifstofum viðskiptavina. Ferðalög hafi hins vegar legið niðri síðastliðið ár og samskipti farið fram með aðstoð tækninnar. Í tölvupóstum, á Zoom, Google Meet, Slack og víðar. Þann 18. júní kemur hópurinn þó aftur fyrir vikudvöl á Íslandi. Það verður ekkert smá gaman að hitta íslensku vinina okkar aftur. Og sjá eldgosið!“ segir Vlatka. Nýsköpun Tækni Vinnustaðamenning Vinnumarkaður Tengdar fréttir Nánast með doktorspróf í þrautseigju og þolinmæði „Zeto er í raun fjölskyldufyrirtæki, stofnað af mér, móður minni, Fjólu Sigurðardóttur og móðurbróður, Steindóri Rúniberg Haraldssyni árið 2016. Það er Steindór sem hefur þróað þaraþykknið sem við notum í vörurnar okkar,“ segir Eydís Mary Jónsdóttir, einn stofnandi Zeto. Fyrirtækið er þessa dagana að kynna nýtt vatnslaust sjampó. 31. maí 2021 07:00 „Sannfærð um að næsta Marel eða Össur leynist í pokanum“ „Margir höfðu á orði við okkur að flest væri búið að gera sem skipti máli og fá tækifæri eftir. Með því að opna gáttir fyrir fleiri frumkvöðla þá opnuðust augu margra fyrir því hve fjölbreytt tækifærin eru á þessu sviði hérlendis,“ segir Berta Daníelsdóttir framkvæmdastjóri Sjávarklasans sem nú fagnar tíu ára afmæli sínu. 28. maí 2021 07:00 19 ára með sitt eigið umhverfisvæna framleiðslufyrirtæki Hulda Fanný Pálsdóttir er 19 ára gömul og búsett í Garðabæ. Þrátt fyrir ungan aldur, er hún búin að stofna fyrirtæki sem heitir AKA og selur töskur sem hún hannar og framleiðir sjálf. Það sem gerir AKA töskurnar sérstakar er að þær eru unnar úr sætisbeltum og leðursætum úr bílum. 25. maí 2021 07:00 Heitir í höfuðið á bryta Batmans Halldór Friðrik Þorsteinsson, framkvæmdastjóri og einn eigandi ráðningaappsins Alfreðs, segir appið Alfreð heita í höfuðið á bryta Batmans. Alfreð fagnar átta ára afmæli sínu á þessu ári og er í dag í boði fyrir atvinnuleitendur og vinnuveitendur á Íslandi, í Tékklandi, Slóvakíu og á Möltu. Og enn er hugað að fleiri og stærri tækifærum fyrir þetta íslenska app. „Stafrænar lausnir eiga mjög auðvelt með að ferðast og þess vegna er freistandi að horfa út yfir túngarðinn,“ segir Halldór. 17. maí 2021 07:01 Arkitektarnir sem selja íslenska ull um allan heim „Ég fór til föðurömmu minnar, Katrínar Gunnarsdóttur, á hverjum laugardegi í mörg ár frá því að ég var um það bil níu ára. Þá gekk ég frá Álfheimum í Efstastundið til hennar, sat hjá henni í litla eldhúsinu hennar og við prjónuðum saman með útvarps-gufuna í bakgrunninu. Amma eldaði saltfisk með hamsatólg í hádeginu, brauðsúpu með rúsínum eða rabbabaragraut í eftirmat og bakaði svo vöfflur klukkan þrjú,“ segir Kristín Brynja Gunnarsdóttir arkitekt og annar eigandi fyrirtækisins Einrúm um aðdragandann að því að Einrúmbandið varð til. 3. maí 2021 07:01 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Síðastliðinn vetur hefur Atvinnulífið fjallað um fjölmörg íslensk nýsköpunarfyrirtæki sem stofnuð voru áratuginn eftir bankahrun. Athygli Atvinnulífsins var vakin á því, að mörg þessara fyrirtækja eru í samstarfi við króatískt hönnunar- og ráðgjafafyrirtæki, Resonate, sem stofnað var árið 2019. En hvers vegna? Kynntust íslenskum frumkvöðlum Árið 2019 stofnuðu Davor Culjak, Elvis Mehmedovic, Vlatka Sipos og Svjetlana Vukic fyrirtækið Resonate. Öll höfðu þau áralanga reynslu úr heimi tækni og stafrænnar markaðssetningar, allt frá hönnun til markaðssetningar og sölu. Þetta sama ár, hitti hópurinn fyrir nokkra íslenska frumkvöðla. Þar má nefna fyrirtækin Mussila, AwareGo og fjárfestirinn Þórður Magnússon hjá Eyri Invest, aðilar sem síðar urðu viðskiptavinir. „Eftir það fór boltinn bara að rúlla. Samstarf þessara aðila við okkur spurðist út og áður en við vissum af höfðum við líka kynnst nýsköpunarfyrirtækjunum CoreData, Vista Data Vision, Tracio og eTactica,“ segir Elvis sem dæmi um fleiri íslensk nýsköpunarfyrirtæki sem Resonate fór að starfa fyrir. Allir glíma við sömu áskoranirnar Teymið segir ótrúlegan kraft og hugmyndaauðgi til staðar í íslenskri nýsköpun. Hér á landi séu margir hæfileikaríkir frumkvöðlar með flottar hugmyndir og flottar vörur. Að innleiða vörur og þjónustu í stafrænu formi er þó ekkert auðvelt verkefni. Hvorki fyrir nýsköpunarfyrirtæki né rótgróin eldri fyrirtæki. Í dag er ekki nóg að opna bara vefsíðu og app og halda að það sé nóg til að fá viðskiptavini til að koma og versla eða eiga við þig viðskipti. Það sem okkur hefur í raun þótt áhugavert að sjá er að Evrópsk fyrirtæki, þar með talin íslensk fyrirtæki, virðast flest standa frammi fyrir sömu áskorunum hvað stafrænan heim varðar,“ segir Davor. Þær áskoranir segir Davor vera eftirfarandi tvær: Hvernig er réttast að staðsetja vöruna og hvernig þarf markaðssetning, sala og hönnun að vera til þess að sú staðsetning gangi upp? Hvernig þarf hönnun á notendavænu viðmóti að vera þannig að viðskiptavinir séu líklegir til að sækjast aftur og meira í þá vöru eða þjónustu sem verið er að selja? Þá segir Svjetlana stafrænan heim flóknari en svo að aðeins sé verið að tala um vefsíðu eða sölusíðu. Stafrænn heimur er mjög fjölbreyttur og nær allt frá því að vera á sviði netöryggis eins og starfsemi AwareGo, gagnaúrvinnslu eins og CoreData, kennsluappi fyrir börn eins og Mussila, gagnavöktun eins og VistaDataVision, eða vöktun fæðubótaöryggis eins og Tracio. Allt eru þetta ung íslensk nýsköpunarfyrirtæki sem starfa í stafrænum heimi viðskipta og þjónustu, en á mjög ólíkum sviðum. Fv: Davor, Vlatka, Svjetlana og Elvis.Vísir/Aðsent Engin landamæri í stafrænum heimi Resonate teymið segir það í raun ekki skipta máli í dag, hvar fyrirtæki eru staðsett í heiminum. Til dæmis eru verkefni Resonate í dag um fimmtíu talsins en þau eru fyrir viðskiptavini fyrirtækisins í Bandaríkjunum, Mið-Austurlöndum og Evrópu. Allir geti unnið saman og verslað við hvorn annan. Það eigi líka við um Króata og Íslendinga þótt fjögur þúsund kílómetrar skilji þjóðirnar að. „Við vinnum samt sem áður sem viðbót við það teymi sem er til staðar innanhús hjá viðskiptavinum okkar. Við vinnum með þeim og komum með okkar sérfræðiþekkingu að verkefnunum. Valdeflum þeirra sérfræðinga með því að miðla af okkar reynslu og þekkingu,“ segir Elvis og bætir við: „En við erum ófeimin við að segja viðskiptavinum okkar ef það þarf að bæta úr einhverju til þess að ná raunverulegum stafrænum árangri með viðskipti á vörum og þjónustu. En erum auðvitað til staðar til að finna lausnir á því hvernig það er hægt þegar þess þarf. Við erum í skotgröfunum með viðskiptavinunum okkar.“ Sem dæmi um alþjóðleg fyrirtæki sem teymi Resonate hafa unnið fyrir í gegnum tíðina má nefna bílaumboðið Emil Frey í Sviss, Omnico Group í Bretlandi, Marriot International, Rosetta Stone, Crestron og fleiri í Bandaríkjunum. „Við höfum unnið fyrir mörg alþjóðleg fyrirtæki, bæði í nýsköpun eins og fyrirtæki í Kísildalnum í Bandaríkjunum en eins rótgrónum fyrirtækjum sem hafa kannski verið í innleiðingu á stafrænni þjónustu í nokkur ár og við þá hluti af þeirri vegferð,“ segir Davor. Svjetlana segir einnig mikil verðmæti í því fólgin að vinna fyrir marga alþjóðlega viðskiptavini, sem starfa á ólíkum sviðum og í ólíkum menningarheimum. Ekki aðeins hafi þessi fjölbreytni gert Resonate kleift að vaxa og dafna því það sem alþjóðlegt samstarf kenni fólki líka, er að sjá hvað einkennir til dæmis velgengni og árangur. Við höfum til dæmis tekið eftir því, sérstaklega í Bandaríkjunum og í Bretlandi, að það sem einkennir þau fyrirtæki sem eru að ná rosalega góðum árangri er öflug liðsheild. Þetta eru þá fyrirtæki með frábært fólk innanborðs og mjög sterka og góða vinnustaðamenningu,“ segir Svjetlana. Eldgosið heillar Þá segja þau íslensku tengslin skipta Resonate miklu máli og þeim sé umhugað um að varðveita vel það góða orðspor sem fyrirtækið hefur náð að skapa sér á Íslandi. Þar hafi það verið ótrúlega verðmætt hvernig íslensku viðskiptavinirnir hafa miðlað upplýsingum um þau sín á milli og veitt þeim meðmæli. Jákvæðar umsagnir og traust í samstarfi sé ekki sjálfgefið. Fyrir tíma Covid var sú að fulltrúar frá Resonate heimsóttu Ísland tvisvar til þrisvar á ári til að vinna um tíma á skrifstofum viðskiptavina. Ferðalög hafi hins vegar legið niðri síðastliðið ár og samskipti farið fram með aðstoð tækninnar. Í tölvupóstum, á Zoom, Google Meet, Slack og víðar. Þann 18. júní kemur hópurinn þó aftur fyrir vikudvöl á Íslandi. Það verður ekkert smá gaman að hitta íslensku vinina okkar aftur. Og sjá eldgosið!“ segir Vlatka.
Nýsköpun Tækni Vinnustaðamenning Vinnumarkaður Tengdar fréttir Nánast með doktorspróf í þrautseigju og þolinmæði „Zeto er í raun fjölskyldufyrirtæki, stofnað af mér, móður minni, Fjólu Sigurðardóttur og móðurbróður, Steindóri Rúniberg Haraldssyni árið 2016. Það er Steindór sem hefur þróað þaraþykknið sem við notum í vörurnar okkar,“ segir Eydís Mary Jónsdóttir, einn stofnandi Zeto. Fyrirtækið er þessa dagana að kynna nýtt vatnslaust sjampó. 31. maí 2021 07:00 „Sannfærð um að næsta Marel eða Össur leynist í pokanum“ „Margir höfðu á orði við okkur að flest væri búið að gera sem skipti máli og fá tækifæri eftir. Með því að opna gáttir fyrir fleiri frumkvöðla þá opnuðust augu margra fyrir því hve fjölbreytt tækifærin eru á þessu sviði hérlendis,“ segir Berta Daníelsdóttir framkvæmdastjóri Sjávarklasans sem nú fagnar tíu ára afmæli sínu. 28. maí 2021 07:00 19 ára með sitt eigið umhverfisvæna framleiðslufyrirtæki Hulda Fanný Pálsdóttir er 19 ára gömul og búsett í Garðabæ. Þrátt fyrir ungan aldur, er hún búin að stofna fyrirtæki sem heitir AKA og selur töskur sem hún hannar og framleiðir sjálf. Það sem gerir AKA töskurnar sérstakar er að þær eru unnar úr sætisbeltum og leðursætum úr bílum. 25. maí 2021 07:00 Heitir í höfuðið á bryta Batmans Halldór Friðrik Þorsteinsson, framkvæmdastjóri og einn eigandi ráðningaappsins Alfreðs, segir appið Alfreð heita í höfuðið á bryta Batmans. Alfreð fagnar átta ára afmæli sínu á þessu ári og er í dag í boði fyrir atvinnuleitendur og vinnuveitendur á Íslandi, í Tékklandi, Slóvakíu og á Möltu. Og enn er hugað að fleiri og stærri tækifærum fyrir þetta íslenska app. „Stafrænar lausnir eiga mjög auðvelt með að ferðast og þess vegna er freistandi að horfa út yfir túngarðinn,“ segir Halldór. 17. maí 2021 07:01 Arkitektarnir sem selja íslenska ull um allan heim „Ég fór til föðurömmu minnar, Katrínar Gunnarsdóttur, á hverjum laugardegi í mörg ár frá því að ég var um það bil níu ára. Þá gekk ég frá Álfheimum í Efstastundið til hennar, sat hjá henni í litla eldhúsinu hennar og við prjónuðum saman með útvarps-gufuna í bakgrunninu. Amma eldaði saltfisk með hamsatólg í hádeginu, brauðsúpu með rúsínum eða rabbabaragraut í eftirmat og bakaði svo vöfflur klukkan þrjú,“ segir Kristín Brynja Gunnarsdóttir arkitekt og annar eigandi fyrirtækisins Einrúm um aðdragandann að því að Einrúmbandið varð til. 3. maí 2021 07:01 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Nánast með doktorspróf í þrautseigju og þolinmæði „Zeto er í raun fjölskyldufyrirtæki, stofnað af mér, móður minni, Fjólu Sigurðardóttur og móðurbróður, Steindóri Rúniberg Haraldssyni árið 2016. Það er Steindór sem hefur þróað þaraþykknið sem við notum í vörurnar okkar,“ segir Eydís Mary Jónsdóttir, einn stofnandi Zeto. Fyrirtækið er þessa dagana að kynna nýtt vatnslaust sjampó. 31. maí 2021 07:00
„Sannfærð um að næsta Marel eða Össur leynist í pokanum“ „Margir höfðu á orði við okkur að flest væri búið að gera sem skipti máli og fá tækifæri eftir. Með því að opna gáttir fyrir fleiri frumkvöðla þá opnuðust augu margra fyrir því hve fjölbreytt tækifærin eru á þessu sviði hérlendis,“ segir Berta Daníelsdóttir framkvæmdastjóri Sjávarklasans sem nú fagnar tíu ára afmæli sínu. 28. maí 2021 07:00
19 ára með sitt eigið umhverfisvæna framleiðslufyrirtæki Hulda Fanný Pálsdóttir er 19 ára gömul og búsett í Garðabæ. Þrátt fyrir ungan aldur, er hún búin að stofna fyrirtæki sem heitir AKA og selur töskur sem hún hannar og framleiðir sjálf. Það sem gerir AKA töskurnar sérstakar er að þær eru unnar úr sætisbeltum og leðursætum úr bílum. 25. maí 2021 07:00
Heitir í höfuðið á bryta Batmans Halldór Friðrik Þorsteinsson, framkvæmdastjóri og einn eigandi ráðningaappsins Alfreðs, segir appið Alfreð heita í höfuðið á bryta Batmans. Alfreð fagnar átta ára afmæli sínu á þessu ári og er í dag í boði fyrir atvinnuleitendur og vinnuveitendur á Íslandi, í Tékklandi, Slóvakíu og á Möltu. Og enn er hugað að fleiri og stærri tækifærum fyrir þetta íslenska app. „Stafrænar lausnir eiga mjög auðvelt með að ferðast og þess vegna er freistandi að horfa út yfir túngarðinn,“ segir Halldór. 17. maí 2021 07:01
Arkitektarnir sem selja íslenska ull um allan heim „Ég fór til föðurömmu minnar, Katrínar Gunnarsdóttur, á hverjum laugardegi í mörg ár frá því að ég var um það bil níu ára. Þá gekk ég frá Álfheimum í Efstastundið til hennar, sat hjá henni í litla eldhúsinu hennar og við prjónuðum saman með útvarps-gufuna í bakgrunninu. Amma eldaði saltfisk með hamsatólg í hádeginu, brauðsúpu með rúsínum eða rabbabaragraut í eftirmat og bakaði svo vöfflur klukkan þrjú,“ segir Kristín Brynja Gunnarsdóttir arkitekt og annar eigandi fyrirtækisins Einrúm um aðdragandann að því að Einrúmbandið varð til. 3. maí 2021 07:01