Óttast að skipsbruni hafi alvarlegar afleiðingar fyrir umhverfið Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 2. júní 2021 17:15 Skipið X-Press Pearl er að sökkva við strendur Sri Lanka. Sri Lanka Air Force via AP Skipið X-Press Pearl stóð í ljósum logum í tæpar tvær vikur undir ströndum Srí Lanka áður en tókst að slökkva eldinn. Óttast er að skipsbruninn muni hafa skelfilegar umhverfislegar afleiðingar. Skipið er frá Singapúr og var staðsett nærri ströndum Negombo og Colombo í Srí Lanka. Upptök eldsins eru talin vera leki saltpéturssýru. Um borð í skipinu voru 25 tonn af ætandi sýru sem mætti til dæmis nota við framleiðslu sprengiefna. Áhöfnin er sögð hafa orðið vör við lekann þann 11. maí, en henni neitað um að fara frá borði þangað til að eldurinn braust út. Sjóher Srí Lanka og Indlands hefur barist við eldinn í sameiningu síðustu daga þar til tókst að ráða niðurlögum hans í byrjun vikunnar. Hér má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni af slökkvistarfi, verkum við að reyna að vernda umhverfið og öðru. Telur að skoða hefði átt skipið betur Þá hefur verið reynt að koma í veg fyrir að skipið brotni og sökkvi, til þess að lágmarka umhverfislegan skaða atviksins. Útlit er fyrir að skipið muni sökkva, með þeim afleiðingum að hundruð tonna af eldsneytisolíu gætu tekið í sjóinn. Umhverfisverndarsinninn, Dr. Ajantha Perera, telur að allur sá skaðlegi varningur sem er um borð í skipinu muni eyðileggja hafsbotninn ef skipið sekkur. Þá gagnrýnir hún að skipið hafi ekki verið skoðað betur áður en það var sent af stað. Gæti haft slæm áhrif á fiskiðnaðinn Mikil reiði er yfir því að yfirvöld Srí Lanka hafi hleypt skipinu inn á sín mið, þegar tvær þjóðir höfðu hafnað því. Sjávarútvegsráðuneytið í Srí Lanka hefur gripið til neyðarráðstafana og bannað allar veiðar á nærliggjandi svæði. Fiskveiðimenn hafa lýst yfir áhyggjum af því hvaða afleiðingar þetta muni hafa fyrir fiskiðnaðinn. Yfirvöld í Srí Lanka hafa lagt fram kæru á hendur skipstjóranum og bannað honum, ásamt vélstjóranum, að yfirgefa landið. Srí Lanka Singapúr Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Skipið er frá Singapúr og var staðsett nærri ströndum Negombo og Colombo í Srí Lanka. Upptök eldsins eru talin vera leki saltpéturssýru. Um borð í skipinu voru 25 tonn af ætandi sýru sem mætti til dæmis nota við framleiðslu sprengiefna. Áhöfnin er sögð hafa orðið vör við lekann þann 11. maí, en henni neitað um að fara frá borði þangað til að eldurinn braust út. Sjóher Srí Lanka og Indlands hefur barist við eldinn í sameiningu síðustu daga þar til tókst að ráða niðurlögum hans í byrjun vikunnar. Hér má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni af slökkvistarfi, verkum við að reyna að vernda umhverfið og öðru. Telur að skoða hefði átt skipið betur Þá hefur verið reynt að koma í veg fyrir að skipið brotni og sökkvi, til þess að lágmarka umhverfislegan skaða atviksins. Útlit er fyrir að skipið muni sökkva, með þeim afleiðingum að hundruð tonna af eldsneytisolíu gætu tekið í sjóinn. Umhverfisverndarsinninn, Dr. Ajantha Perera, telur að allur sá skaðlegi varningur sem er um borð í skipinu muni eyðileggja hafsbotninn ef skipið sekkur. Þá gagnrýnir hún að skipið hafi ekki verið skoðað betur áður en það var sent af stað. Gæti haft slæm áhrif á fiskiðnaðinn Mikil reiði er yfir því að yfirvöld Srí Lanka hafi hleypt skipinu inn á sín mið, þegar tvær þjóðir höfðu hafnað því. Sjávarútvegsráðuneytið í Srí Lanka hefur gripið til neyðarráðstafana og bannað allar veiðar á nærliggjandi svæði. Fiskveiðimenn hafa lýst yfir áhyggjum af því hvaða afleiðingar þetta muni hafa fyrir fiskiðnaðinn. Yfirvöld í Srí Lanka hafa lagt fram kæru á hendur skipstjóranum og bannað honum, ásamt vélstjóranum, að yfirgefa landið.
Srí Lanka Singapúr Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira