Rætt um útlilokanir og vinsæla flokka á þingi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. júní 2021 13:55 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri Grænna. vísir/samsett Rætt var um möguleg stjórnarsamstörf og útilokanir flokka í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagðist ekki treysta Miðflokknum til þess að standa við orð sín og sagði Sjálfstæðisflokkinn ekki hafa farið vel með völd. Lilja Rafney Gunnarsdóttir, þingmaður VG, telur ljóst að flokkurinn verði vinsæll samstarfskostur eftir kosningar. Björn Leví benti á að Píratar hafi ítrekað sagst ekki vera tilbúnir til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn eða Miðflokkinn og rakti ástæður þess. Hann sagði flokkinn ávallt til í samstarf um málefni, væri fólk með góðan og málefnalegan rökstuðning fyrir þeim. „Það er oft brugðist við því á mjög undarlegan hátt þegar við segjum að við viljum ekki fara í ríkisstjórnarsamstarf með þessum flokkum og talað um einhvers konar útilokun og eineltistilburði eða eitthvað svoleiðis. En það er náttúrlega þannig að valdastólar eru þjónustuhlutverk,“ sagði Björn Leví. „Það er enginn sem á einhver réttindi í þá og það eru engin sem á heimtingu á því að allir aðrir verði að styðja þá til valda, því að við eigum að beita málefnalegum rökstuðningi til þess að koma málum okkar á framfæri og þar hefur það sýnt sig að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki farið vel með völd,“ sagði Björn og bætti við að „öll svona einstök siðferðileg álitamál á undanförnum árum hafi verið á þeirra ábyrgð.“ Þingmaður Vinstri Grænna telur ljóst að flokkurinn verði eftirsóttur til samstarfs að loknum kosningum í september.vísir/Vilhelm Því næst sneri hann sér að Miðflokknum. „Þó að Miðflokkurinn segist vera með skynsemi og rökhyggju að vopni í sínum málflutningi þá er einmitt misbrestur þar á milli. Milli þess sem við heyrum svona baktjaldamegin og síðan þess sem heyrist í ræðustól þingsins,“ sagði Björn Leví. „Þannig að við einfaldlega treystum þeim ekki til að standa við orð sín og þar af leiðandi hlustum við ekki á eitthvað sem segist vera skynsemis- og rökhyggja, en er það ekki þegar allt kemur til alls.“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, talaði á ólíkum nótum og vísaði til þess að ríkisstjórnin njóti góðs stuðnings samkvæmt skoðanakönnunum auk þess sem Katrín Jakobsdóttir njóti trausts. „Fólk er ánægt með hvernig til hefur tekist og það er bara góð vísbending um það að Vinstri græn verða eftirsótt, okkar flokkur til stjórnarsamstarfs í næstu kosningum,“ sagði Lilja og bætti við að margir vilji því væntanlega reyna að mynda stjórn með Vinstri Grænum. „Og við bara höldum því til haga að við erum tilbúin. Við treystum okkur til að leiða áfram í ríkisstjórn og það eru málefni sem ráða því með hvaða flokkum við vinnum og traust er lykilatriði í stjórnmálum,“ sagði Lilja. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Sjá meira
Björn Leví benti á að Píratar hafi ítrekað sagst ekki vera tilbúnir til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn eða Miðflokkinn og rakti ástæður þess. Hann sagði flokkinn ávallt til í samstarf um málefni, væri fólk með góðan og málefnalegan rökstuðning fyrir þeim. „Það er oft brugðist við því á mjög undarlegan hátt þegar við segjum að við viljum ekki fara í ríkisstjórnarsamstarf með þessum flokkum og talað um einhvers konar útilokun og eineltistilburði eða eitthvað svoleiðis. En það er náttúrlega þannig að valdastólar eru þjónustuhlutverk,“ sagði Björn Leví. „Það er enginn sem á einhver réttindi í þá og það eru engin sem á heimtingu á því að allir aðrir verði að styðja þá til valda, því að við eigum að beita málefnalegum rökstuðningi til þess að koma málum okkar á framfæri og þar hefur það sýnt sig að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki farið vel með völd,“ sagði Björn og bætti við að „öll svona einstök siðferðileg álitamál á undanförnum árum hafi verið á þeirra ábyrgð.“ Þingmaður Vinstri Grænna telur ljóst að flokkurinn verði eftirsóttur til samstarfs að loknum kosningum í september.vísir/Vilhelm Því næst sneri hann sér að Miðflokknum. „Þó að Miðflokkurinn segist vera með skynsemi og rökhyggju að vopni í sínum málflutningi þá er einmitt misbrestur þar á milli. Milli þess sem við heyrum svona baktjaldamegin og síðan þess sem heyrist í ræðustól þingsins,“ sagði Björn Leví. „Þannig að við einfaldlega treystum þeim ekki til að standa við orð sín og þar af leiðandi hlustum við ekki á eitthvað sem segist vera skynsemis- og rökhyggja, en er það ekki þegar allt kemur til alls.“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, talaði á ólíkum nótum og vísaði til þess að ríkisstjórnin njóti góðs stuðnings samkvæmt skoðanakönnunum auk þess sem Katrín Jakobsdóttir njóti trausts. „Fólk er ánægt með hvernig til hefur tekist og það er bara góð vísbending um það að Vinstri græn verða eftirsótt, okkar flokkur til stjórnarsamstarfs í næstu kosningum,“ sagði Lilja og bætti við að margir vilji því væntanlega reyna að mynda stjórn með Vinstri Grænum. „Og við bara höldum því til haga að við erum tilbúin. Við treystum okkur til að leiða áfram í ríkisstjórn og það eru málefni sem ráða því með hvaða flokkum við vinnum og traust er lykilatriði í stjórnmálum,“ sagði Lilja.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Sjá meira