Geimstöðin varð fyrir geimrusli Samúel Karl Ólason skrifar 1. júní 2021 22:53 Gatið á einangrun Canadaarm2 er um hálfur sentímetri að breidd. NASA/CSA Alþjóðlega geimstöðin varð fyrir geimrusli í síðasta mánuði sem olli skemmdum á kanadíska vélarminum svokallaða. Armurinn virkar þó enn og virðist sem að ruslið hafi eingöngu valdið skemmdum á hitaskildi hans. Ruslið gerði um fimm millimetra gat á einangrun armsins. Vísindamenn Geimvísindastofnanna Kanada og Bandaríkjanna (CSA og NASA) uppgötvuðu skemmdirnar þann 12. maí síðastliðinn við hefðbundna skoðun armsins, samkvæmt tilkynningu á vef CSA. Vélarmurinn, sem ber heitið Canadarm2, hefur verið í notkun frá árinu 2001. Í gegnum árin hefur armurinn verið gífurlega mikilvægur geimstöðinni og uppbyggingar hennar. Hann er notaður til ýmissa verka eins og í viðhald og að færa birgðir, búnað og jafnvel geimfara. Þá er armurinn notaður til að grípa geimför, ef svo má að orði komast, og festa þau við geimstöðina sjálfa. Hér má sjá átta ára gamalt myndband CSA þar sem geimfarinn Chris Hadfield sýnir hvernig Candaarm2 virkar. Geimrusl er að verða sífellt meira vandamál og án aðgerða gæti á endanum ekki lengur verið hægt að skjóta geimförum á loft frá jörðu. Heilt yfir fylgjast geimvísindamenn með um 28.160 hlutum sem flokkaðir eru sem geimrusl og er þyngd þessara hluta metin rúm 9.300 tonn. Þetta eru þó einungis stærri hlutir á braut um jörðu. Það er áætlað að um 34 þúsund hlutir sem eru stærri en tíu sentímetrar séu á sporbraut, um 900 þúsund munir sem eru einn til tíu sentímetrar og um 128 milljónir hluta sem eru minni en sentímetri. Reynt er að fylgjast með þessu rusli en það er ómögulegt þegar ruslið er ekkert nema smáar steinvölur, ryk eða jafnvel málningarflögur af gömlum gervihnöttum. Allt þetta getur valdið miklum skemmdum þegar það lendir á gervihnöttum, geimstöðvum eða geimförum á allt að 56 þúsund kílómetra hraða. Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir ESA vill net gervihnatta á braut um tunglið Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, vinnur að því að koma samskipta- og staðsetningargervihnöttum á braut um tunglið. Þannig á að auðvelda verulega rannsóknarvinnu og ferðir til tunglsins og þaðan lengra út í sólkerfið. 21. maí 2021 09:23 Kínverjar lentu vélmenni á Mars Kínverjar hafa lent fyrsta lendingarfari sínu á Mars og urðu þeir þar með önnur þjóðin í heiminum sem tekst það. Vélmennið Zhurong er þegar byrjað að senda gögn til jarðarinnar eftir að hafa lent seint í gærkvöldi, að íslenskum tíma. 15. maí 2021 08:00 Lífseigu samstarfi í geimnum að ljúka og keppt til tunglsins Í rúma tvo áratugi hafa geimvísindamenn og geimfarar Rússlands og Bandaríkjanna unnið náið saman, samhliða því að samskipti ríkjanna tveggja hafa beðið verulega hnekki. Þó viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum hafi verið beitt á báða bóga hefur geimurinn verið sér á báti. Sá tími er nú liðinn. 27. apríl 2021 09:15 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Ruslið gerði um fimm millimetra gat á einangrun armsins. Vísindamenn Geimvísindastofnanna Kanada og Bandaríkjanna (CSA og NASA) uppgötvuðu skemmdirnar þann 12. maí síðastliðinn við hefðbundna skoðun armsins, samkvæmt tilkynningu á vef CSA. Vélarmurinn, sem ber heitið Canadarm2, hefur verið í notkun frá árinu 2001. Í gegnum árin hefur armurinn verið gífurlega mikilvægur geimstöðinni og uppbyggingar hennar. Hann er notaður til ýmissa verka eins og í viðhald og að færa birgðir, búnað og jafnvel geimfara. Þá er armurinn notaður til að grípa geimför, ef svo má að orði komast, og festa þau við geimstöðina sjálfa. Hér má sjá átta ára gamalt myndband CSA þar sem geimfarinn Chris Hadfield sýnir hvernig Candaarm2 virkar. Geimrusl er að verða sífellt meira vandamál og án aðgerða gæti á endanum ekki lengur verið hægt að skjóta geimförum á loft frá jörðu. Heilt yfir fylgjast geimvísindamenn með um 28.160 hlutum sem flokkaðir eru sem geimrusl og er þyngd þessara hluta metin rúm 9.300 tonn. Þetta eru þó einungis stærri hlutir á braut um jörðu. Það er áætlað að um 34 þúsund hlutir sem eru stærri en tíu sentímetrar séu á sporbraut, um 900 þúsund munir sem eru einn til tíu sentímetrar og um 128 milljónir hluta sem eru minni en sentímetri. Reynt er að fylgjast með þessu rusli en það er ómögulegt þegar ruslið er ekkert nema smáar steinvölur, ryk eða jafnvel málningarflögur af gömlum gervihnöttum. Allt þetta getur valdið miklum skemmdum þegar það lendir á gervihnöttum, geimstöðvum eða geimförum á allt að 56 þúsund kílómetra hraða.
Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir ESA vill net gervihnatta á braut um tunglið Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, vinnur að því að koma samskipta- og staðsetningargervihnöttum á braut um tunglið. Þannig á að auðvelda verulega rannsóknarvinnu og ferðir til tunglsins og þaðan lengra út í sólkerfið. 21. maí 2021 09:23 Kínverjar lentu vélmenni á Mars Kínverjar hafa lent fyrsta lendingarfari sínu á Mars og urðu þeir þar með önnur þjóðin í heiminum sem tekst það. Vélmennið Zhurong er þegar byrjað að senda gögn til jarðarinnar eftir að hafa lent seint í gærkvöldi, að íslenskum tíma. 15. maí 2021 08:00 Lífseigu samstarfi í geimnum að ljúka og keppt til tunglsins Í rúma tvo áratugi hafa geimvísindamenn og geimfarar Rússlands og Bandaríkjanna unnið náið saman, samhliða því að samskipti ríkjanna tveggja hafa beðið verulega hnekki. Þó viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum hafi verið beitt á báða bóga hefur geimurinn verið sér á báti. Sá tími er nú liðinn. 27. apríl 2021 09:15 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
ESA vill net gervihnatta á braut um tunglið Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, vinnur að því að koma samskipta- og staðsetningargervihnöttum á braut um tunglið. Þannig á að auðvelda verulega rannsóknarvinnu og ferðir til tunglsins og þaðan lengra út í sólkerfið. 21. maí 2021 09:23
Kínverjar lentu vélmenni á Mars Kínverjar hafa lent fyrsta lendingarfari sínu á Mars og urðu þeir þar með önnur þjóðin í heiminum sem tekst það. Vélmennið Zhurong er þegar byrjað að senda gögn til jarðarinnar eftir að hafa lent seint í gærkvöldi, að íslenskum tíma. 15. maí 2021 08:00
Lífseigu samstarfi í geimnum að ljúka og keppt til tunglsins Í rúma tvo áratugi hafa geimvísindamenn og geimfarar Rússlands og Bandaríkjanna unnið náið saman, samhliða því að samskipti ríkjanna tveggja hafa beðið verulega hnekki. Þó viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum hafi verið beitt á báða bóga hefur geimurinn verið sér á báti. Sá tími er nú liðinn. 27. apríl 2021 09:15