Enskur táningur dæmdur fyrir að hafa ráðist á íslenska ferðamenn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. júní 2021 23:22 Mennirnir voru á leið heim af skemmtistað þegar hópurinn réðst á þá. Getty/Mahaux Charles Enskur táningur var dæmdur á föstudag í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á tvo íslenska karlmenn í Brighton á Englandi. Dómari í málinu sagði að árásin væri þess eðlis að hann ætti að sitja í fangelsi en erfið fortíð piltsins hafi haft áhrif á ákvörðun hans um refsingu. Geir Gunnarsson og Friðgeir Gíslason voru staddir í fríi í Brighton á Englandi í október 2019 þegar hópur unglinga réðst á þá. Lewis Kelly, átján ára, var þeirra á meðal og er hann sá sem dæmdur var vegna málsins. Þetta kemur fram í frétt Brighton & Hove News. Mennirnir tveir voru á heimleið eftir að hafa verið úti á lífinu með vinum sínum. Þeir voru á leið upp á hótelherbergi þegar fjögurra til sex manna hópur réðst á þá. Geir og Friðgeir urðu báðir illa úti í árásinni, þeir voru barðir og táragasi úðað framan í þá. Annar þeirra var alvarlega slasaður og brotnaði í honum augntóft. Kelly var aðeins sautján ára gamall þegar atvikin áttu sér stað og viðurkenndi hann fyrir rétti að hafa ráðist á mennina. Hann viðurkenndi einnig að hafa átt táragas en sagðist þó ekki sá sem hafi úðað því framan í tvímenningana. Christine Henson, dómari í málinu, sagði við dómsuppkvaðningu á föstudag að árásin hafi verið alvarleg og undir venjulegum kringumstæðum væri refsingin fangelsisvist. Kelly hafi hins vegar átt erfitt uppdráttar og hafi hvorki komið sér í vandræði fyrir eða eftir atvikið. Því skyldi hann sæta skilorðsbundnu fangelsi. Auk þess mun Kelly þurfa að gangast undir 25 daga endurhæfingu. Hvorugur íslensku mannanna mun fá greiddar bætur þar sem Kelly er á bótum og á 7 mánaða gamlan son sem hann þarf að sjá fyrir. Dómsmál England Íslendingar erlendis Bretland Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Sjá meira
Geir Gunnarsson og Friðgeir Gíslason voru staddir í fríi í Brighton á Englandi í október 2019 þegar hópur unglinga réðst á þá. Lewis Kelly, átján ára, var þeirra á meðal og er hann sá sem dæmdur var vegna málsins. Þetta kemur fram í frétt Brighton & Hove News. Mennirnir tveir voru á heimleið eftir að hafa verið úti á lífinu með vinum sínum. Þeir voru á leið upp á hótelherbergi þegar fjögurra til sex manna hópur réðst á þá. Geir og Friðgeir urðu báðir illa úti í árásinni, þeir voru barðir og táragasi úðað framan í þá. Annar þeirra var alvarlega slasaður og brotnaði í honum augntóft. Kelly var aðeins sautján ára gamall þegar atvikin áttu sér stað og viðurkenndi hann fyrir rétti að hafa ráðist á mennina. Hann viðurkenndi einnig að hafa átt táragas en sagðist þó ekki sá sem hafi úðað því framan í tvímenningana. Christine Henson, dómari í málinu, sagði við dómsuppkvaðningu á föstudag að árásin hafi verið alvarleg og undir venjulegum kringumstæðum væri refsingin fangelsisvist. Kelly hafi hins vegar átt erfitt uppdráttar og hafi hvorki komið sér í vandræði fyrir eða eftir atvikið. Því skyldi hann sæta skilorðsbundnu fangelsi. Auk þess mun Kelly þurfa að gangast undir 25 daga endurhæfingu. Hvorugur íslensku mannanna mun fá greiddar bætur þar sem Kelly er á bótum og á 7 mánaða gamlan son sem hann þarf að sjá fyrir.
Dómsmál England Íslendingar erlendis Bretland Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Sjá meira